Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer
Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 14:30. Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:52. Á 1107. fundi byggðaráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Til umræðu.Niðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að koma með ítarlegri útfærslu á næsta fund. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn: Minnisblað dagsett þann 22. maí 2024. Drög að starfslýsingu fyrir starf Íþróttafulltrúa. Drög að starfslýsingu fyrir starf Æskulýðs- og tengsla fulltrúa. Gísli vék af fundi kl. 15:11.Niðurstaða:Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu með liðsinni frá starfs- og kjaranefnd." Á 162. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir stöðu mála er varðar starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa." Starfs- og kjaranefnd fundaði með sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs sl. þriðjudag. Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn: Samanburður á starfslýsingum sem sýnir eldri starfslýsingar í samanburði við tillögur að starfslýsingum fyrir nýju störfin til að draga fram þær breytingar sem eru lagðar til. Uppfærðar tillögur að starfslýsingum. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með endanlegar tillögur að starfslýsingum fyrir næsta fund byggðaráðs ásamt viðaukabeiðnum."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 6.829.246, þannig að deild 04280 hækki um kr. 215.031, deild 06020 hækki um kr. 1.078.546 og deild 06310 hækki um kr. 5.535.669. Í minnisblaði sviðsstjóra koma fram helstu forsendur á bak við ofangreindar breytingar og viðaukabeiðnirnar.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærðar starfslýsingar vegna starfa íþróttafulltrúa og æskulýðsfulltrúa.
Eyrún Ingibjörg vék af fundi undir þessum lið kl. 13:48 til annarra starfa.