Byggðaráð

1111. fundur 13. júní 2024 kl. 13:15 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Í upphafi var samþykkt sú breytinga að taka lið 6 af dagskrá, mál 202406006.

1.Frá leikskólastjóra Krílakots; Mötuneyti

Málsnúmer 202406017Vakta málsnúmer

Undir þessum liðk komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, kl. 13:15.
Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis og Lilja Guðnadóttir tók við fundarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 27. maí sl., þar sem óskað er eftir heimild til að gera samning við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverð við leikskólann fyrir skólaárið 2024-2025. Um tilraun væri að ræða en þessi breyting væri þá liður í því að minnka streitu meðal starfsmanna innan skólans.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gera samning við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverði við leikskólann Krílakot skólaárið 2024-2025.

2.Frá leikskólanum Krílakoti; Betri vinnutími

Málsnúmer 202405074Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 13:30.

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá aðstoðarleikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. maí sl., er varðar betri vinnutíma. Gert er grein fyrir tillögu að nýrri útfærslu á styttingu vínnutíma á Krílakoti, ásamt fylgiskjali, sem tæki þá gildi 2. september nk. Á fundinum var einnig kynnt minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um ofangreint.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu en frestar afgreiðslu þar til nýir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög liggja fyrir."

Fram hefur komið að starfsmenn skólans eru ekki ánægðir með ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Til umræðu ofangreint.

Guðrún Halldóra vék af fundi kl. 13:39.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Verkefni á íþrótta- og æskulýðssviði; tillögur að starfslýsingum og viðaukabeiðni

Málsnúmer 202311015Vakta málsnúmer

Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 14:30. Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 14:52. Á 1107. fundi byggðaráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Til umræðu.Niðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að koma með ítarlegri útfærslu á næsta fund. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn: Minnisblað dagsett þann 22. maí 2024. Drög að starfslýsingu fyrir starf Íþróttafulltrúa. Drög að starfslýsingu fyrir starf Æskulýðs- og tengsla fulltrúa. Gísli vék af fundi kl. 15:11.Niðurstaða:Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að vinna áfram að málinu með liðsinni frá starfs- og kjaranefnd." Á 162. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir stöðu mála er varðar starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa." Starfs- og kjaranefnd fundaði með sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs sl. þriðjudag. Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn: Samanburður á starfslýsingum sem sýnir eldri starfslýsingar í samanburði við tillögur að starfslýsingum fyrir nýju störfin til að draga fram þær breytingar sem eru lagðar til. Uppfærðar tillögur að starfslýsingum. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með endanlegar tillögur að starfslýsingum fyrir næsta fund byggðaráðs ásamt viðaukabeiðnum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 6.829.246, þannig að deild 04280 hækki um kr. 215.031, deild 06020 hækki um kr. 1.078.546 og deild 06310 hækki um kr. 5.535.669. Í minnisblaði sviðsstjóra koma fram helstu forsendur á bak við ofangreindar breytingar og viðaukabeiðnirnar.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærðar starfslýsingar vegna starfa íþróttafulltrúa og æskulýðsfulltrúa.

Eyrún Ingibjörg vék af fundi undir þessum lið kl. 13:48 til annarra starfa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að starfslýsingum fyrir íþróttafulltrúa og æskulýðsfulltrúa, nema að æskulýðsfulltrúi verði frístundafulltrúi, og vísar þeim og afleiddum breytingum á skipuriti til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 19, að upphæð kr. 6.829.246 vegna launa með ofangreindri skiptingu niður á deildar.Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Viðaukabeiðni vegna félagsráðgjafa

Málsnúmer 202405068Vakta málsnúmer

Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1107. fundi byggðaráðs þann 16. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Friðrik vék af fund kl. 14:46. Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn, sbr. fundur frá 16. maí sl.: Erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 3. maí sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 til að ráða í nýtt starf félagsráðgjafa í 70% starfshlutfall við skólann.Heildarkostnaður er áætlaður kr. 3.964.654 miðað við 5 mánuði. Gert er grein fyrir reynslu skólans af aðkeyptri vinnu félagsráðgjafa sem nemur um 20% stöðugildi frá 1. október sl. Fram kemur m.a. að hafa félagsráðgjafa innan skólans sé gríðarlega mikilvægt fyrir skólastarfið í heild sinni. Drög að starfslýsingu þar sem gert er ráð fyrir 100% ráðningu þar sem 70% starfshlutfall verði við Dalvíkurskóla og 30% starfshlutfall við félagsþjónustu. Næsti yfirmaður verði sviðsstjóri fræðslu- og menningarviðs. Ofangreind drög að starfslýsingu voru til umfjöllunar á fundi starfs- og kjaranefndar sl. þriðjudag þar sem fram komu nokkrar ábendingar. Til umræðu ofangreint. Gísli vék af fundi kl. 15:36.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með endanlega tillögu að starfslýsingu fyrir starf félagsráðgjafa við grunnskóla í Dalvíkurbyggð og við skóla- og félagsþjónustu sveitarfélagsins ásamt viðaukabeiðni fyrir næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 12. júní sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 til að ráða félagsráðgjafa fyrir skóla í Dalvíkurbyggð 70% og fræðslu- og menningarsvið 30%. Heildarviðauki er kr. 4.919.347 sem skiptist þannig að kr. 1.510.199 færi á deild 02300 og kr. 3.409.148. Í minnisblaðinu kemur fram að vegna vinnu við farsæld og samþættingu er Dalvikurbyggð að fá c.a. kr. 5.300.000 í tekjur árlega vegna innleiðingu á farsældarfrumvarpi sem eru bókaðar á málaflokk 02. Lagt er til að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs verði næsti yfirmaður.

Til umræðu ofangreint.

Gísli vék af fundi kl. 13:54.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtt starf félagsráðgjafa og viðauka við fjárhagsáætlun 2024, viðauki nr. 20, að upphæð kr. 4.919.347 með ofangreindri skiptingu niður á deildir.
Byggðaráð samþykkir jafnframt samhljóða með 3 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með tekjum sem bókaðar er á félagsþjónustu, en ekki er áætlað fyrir þeim, þannig að á lið 02300-0660 fari kr. 1.510.199 í áætlun og á lið 04210-0660 fari kr. 3.409.148 á áætlun 2024.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að starfslýsingu fyrir félagsráðgjafann.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Frá Arctic Hydro hf.; Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal; drög að samningi

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög "Samningur um rannsókna- og nýtingarleyfi milli Árskógsvikjunar ehf sem rétthafa og Dalvíkurbyggð sem landeiganda við Þorvaldsdalsá sem leyfisveitenda. Einnig fylgdi með álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna Árskógsvirkjunar í Þorvaldsdalsá, sbr. rafpóstur dagsettur þann 10. maí sl. Viðbrögð framkvæmdaaðila við umsögnum má finna á eftirfarandi slóð; https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/1353#alma Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög hreinrituð en engar breytingar hafa verið gerðar á drögunum.

Lagt fram til kynningar með vísan í bókun byggðaráðs frá 30. maí sl.

6.Afnotaréttur af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða; tillaga að samningi við Bergmenn ehf.

Málsnúmer 201303097Vakta málsnúmer

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Ásgeir Örn Blöndal, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, kl. 13:15. Á 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jökull Bergmann, frá Bergmöönnum ehf., kl. 13:15. Á 366. fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Þann 22. febrúar 2012 undirrituðu aðilar samning um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Meginefni samningsins snýr að einkarétti Bergmanna ehf. til takmarkaðra afnota af nánar tilgreindu landi Dalvíkurbyggðar í því skyni að lenda þar þyrlu með borgandi ferðamenn á sínum vegum. Í samræmi við 5. gr. samningsins er hann tímabundinn til 12 ára og upphaf leigutímans þann 1. mars 2012. Samkvæmt þessu rennur samningurinn út þann 1. mars 2024. Í ofangreindu drögum að samkomulagi þá er gert ráð fyrir framlengingu til 1. ágúst nk. og að öll ákvæði samningsins haldi að öðru leyti gildi sínu og gildi þannig óbreytt til 1. ágúst 2024. Þannig gefist Dalvíkurbyggð ráðrúm til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framhald þyrluskíðamennsku innan marka sveitarfélagsins. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð samþykkir að forsvarsmenn Bergmanna ehf. fái drögin til yfirlestrar fyrir fund sveitarstjórnar."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmenna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða til 1. ágúst 2024." Til umræðu ofangreint. Jökull vék af fundi kl. 14:09.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Til umræðu næstu skref.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum meðfylgjandi samningsdrög með þeim breytingum að dagsetning og vísatala sé leiðrétt og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluusviðs; Heildarviðauki I við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202405197Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024 þar sem eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar:
Upphafsstaða ársins 2023 komin inn skv. ársreikningi.
Viðaukar sem búið er að samþykkja á árinu komnir inn, alls 18.
Áætluð vísitala uppfærð skv. Þjóðhagsspá í apríl.
Áætluð lánataka ársins 2024 tekin út.
Íbúatala 2023 uppfærð og áætluð íbúatala 2024.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Frá sviðsstjóra félagsmálaviðs; Gott að eldast

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15.

Á 279. fundi félagsmálaráðs þann 11. júní sl. var efirfarandi bókað:
"Lagt fram til kynningar fyrirmyndir af handbók og þjónustusamningi sem Dalvíkurbyggð, Dalbær og HSN þurfa að gera með sér fyrir okkar þjónustusvæði í verkefninu Gott að eldast. Fyrirmyndir frá verkefnastýrum Gott að eldast. Á næstu dögum og vikum munu fyrrgreindir aðilar gera slíka handbók og samning fyrir okkar svæði, sem verður kynnt í félagsmálaráði á næsta fundi ráðsins. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög / hugmynd að samkomulagi um samþætta heimaþjónustu á milli HSN, Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar og drög/ hugmynd að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings.

Til umræðu ofangreint.

Eyrún vék af fundi kl. 14:25.

Lagt fram til kynningar.

9.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar vegna breytinga á fasteignamati fyrir árið 2025. Meðalhækkunin í Dalvíkurbyggð er 7,9%. Eftirfarandi 3 flokkar hækka mest á milli ára; sumarhús um 15%, jarðir um 11,1%, atvinnueignir um 7,9%. Íbúðaeignir hækka um 7,4% í fasteignamati á milli ára. Til umræðu ofangreint og vinnan framundan.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Samkvæmt tímaramma fjárhagsáætlunar 2025 þá á eftirfarandi að vera til umfjöllunar á fundi byggðaráðs í dag:

Ákvörðun um markmið fjárhagsáætlunar og stefna sett.
Rætt m.a. um rafrænar kannir meðal íbúa um ákveðin verkefni (OneVote og/eða Betra Ísland).

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá skipulagsráði; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kom inn á fundin að nýju kl. 14:50.

Á 21. fundi skipulagsráðs þann 4. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til umræðu samráðsáætlun fyrir gerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2025-2045. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."


Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni.

Byggðaráð fagnar að þessi vinna er komin af stað og horfir vongott til komandi vetrar að vinna að þessum málum með skipulagsráðgjöfum.

11.Erindisbréf Skipulagsráðs; tillaga að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202212017Vakta málsnúmer

Á 1103. fundi byggðaráðs þann 11. apríl sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirtaldar tillögur um fullnaðarheimild skipulagsráðs verði teknir út skv. tillögu að 7. gr.: 2. Samþykkt og kynning lýsingar deiliskipulags skv. 1.-3.mgr. 40.gr. skipulagslaga 8. Ákvörðun um samþykkt um útgáfu framkvæmdaleyfis skv. 13.gr. skipulagslaga þegar deiliskipulag liggur ekki fyrir. 9. Ákvörðun um samþykkt og útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir matsskyldar framkvæmdir skv. 14.gr. skipulagslaga. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að eftirfarandi 8. gr. verði tekin út í heild sinni: 8.Skipulagsráð afgreiðir eftirtalin verkefni laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 án staðfestingar sveitarstjórnar:1. Veitir umsögn um matsskyldar framkvæmdir skv. 15.gr. (?) laganna. 2. Veitir umsögn um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og tilgreindar eru í flokki B í 1.viðauka laganna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við ofangreint."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar, tvær útgáfur:
a) Drög að viðauka í samræmi við ofangreinda bókun.
b) Drög að viðauka í samræmi við ofangreinda bókun þar sem gert er ráð fyrir að skipulagsráðs fái fullnaðarheimild til úthlutunar á lóðum og samþykkir og gefi út framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. og 14. gr. skipulagslaga. Í tillögu að erindisbréfi skipulagsráðs voru gerðar breytingartillögur þess efnis varðandi þessi atriði en voru ekki tilgreind í 7. gr. heldur komu fram í 6. gr.


Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu skv. b) lið hér að ofan með breytingum sem gerðar voru á fundinum þannig að skipulagsráð fái fullnaðarheimild til að afgreiða framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. og að skipulagsráð fái fullnaðarheimild til að úthluta lóðum sem eru auglýstar skv. gildandi deiliskipulagi.

12.Frá sveitarstjóra; starfslýsing yfirhafnavarðar og viðaukabeiðni

Málsnúmer 202405051Vakta málsnúmer

Á 1110. fundi byggðaráðs þann 6. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björn Björnsson og Björgvin Páll Hauksson, starfsmenn Hafnasjóðs, kl. 13:15. Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs." Til umræðu starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag á höfnum Dalvíkurbyggðar. Björn og Björgvin Páll viku af fundi kl. 13:42.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra varðandi ofangreint þar sem lagt er til að auglýst verði laust til umsóknar starf yfirhafnavarðar í Dalvíkurbyggð.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur sveitarstjóra að leggja fram starfslýsingu og viðaukabeiðni á næsta fundi." Með fundarboði fylgdu eftirfarandi gögn: Drög að starfslýsingu fyrir starf yfirhafnavarðar. Upplýsingar um launakostnað vegna beiðni um viðauka. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir tveimur minnisblöðum sem fylgdu fundarboði byggðaráðs er varðar samanburð á yfirhafnaverði og hafnarstjóra sem og samanburður á starfsmati.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ráðinn verði hafnastjóri á Hafnir Dalvíkurbyggðar.

13.Frá BPO Innheimta ehf; Innheimtuþjónusta- fundur og samskipti

Málsnúmer 202302002Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá BPO innheimtu, dagsett þann 14. maí sl., þar sem Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri, óskar eftir fundi með byggðaráði þar sem hægt er að fara yfir þann árangur sem hefur náðst með öðrum sveitarfélögum í innheimtumálum sem eru að nýta sér þjónustu BPO Innheimtu. Á fundinum verður kynntur sá ávinningur sem hlýst af því að færa þjónustuna til BPO Innheimtu fyrir sveitarfélagið og íbúa þess.
Byggðaráð þakkar erindið en Dalvíkurbyggð er í samstarfi við Motus um innheimtuþjónustu samkvæmt samningi þar um og breytingar eru ekki fyrirhugaðar þar á á þessu ári.
Þegar endurskoðun á innheimtumálum sveitarfélagsins fara á dagskrá þá yrði ferlið þannig að starfsmenn fjármála- og stjórnsýslusviðs óska eftir kynningu frá fyrirtækjum sem bjóða upp á innheimtulausnir. Í framhaldinu yrði gerður samanburður á þeim atriðum sem liggja til grundvallar mati og tillaga lögð fyrir byggðaráð og sveitarstjórn.

14.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202406070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs