Frá leikskólastjóra Krílakots; Mötuneyti

Málsnúmer 202406017

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1111. fundur - 13.06.2024

Undir þessum liðk komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, kl. 13:15.
Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis og Lilja Guðnadóttir tók við fundarstjórn.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 27. maí sl., þar sem óskað er eftir heimild til að gera samning við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverð við leikskólann fyrir skólaárið 2024-2025. Um tilraun væri að ræða en þessi breyting væri þá liður í því að minnka streitu meðal starfsmanna innan skólans.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gera samning við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverði við leikskólann Krílakot skólaárið 2024-2025.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum liðk komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, kl. 13:15. Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis og Lilja Guðnadóttir tók við fundarstjórn. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 27. maí sl., þar sem óskað er eftir heimild til að gera samning við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverð við leikskólann fyrir skólaárið 2024-2025. Um tilraun væri að ræða en þessi breyting væri þá liður í því að minnka streitu meðal starfsmanna innan skólans. Til umræðu ofangreint.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gera samning við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverði við leikskólann Krílakot skólaárið 2024-2025."
Til máls tók:
Helgi Einarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi kl. 16:32 við umfjöllun og afgreiðslu.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum þá tillögu byggðaráðs að gengið verði til samninga við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverði við leikskólann Krílakot skólaárið 2024-2025.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis.

Fræðsluráð - 295. fundur - 21.08.2024

Snæþór fór af fundi kl. 08:40.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri fara yfir þær breytingar sem gerðar voru á mötuneyti leikskólans nú í haust.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 296. fundur - 11.09.2024

Tekin fyrir viðbótarsamningur við Blágrýti vegna mötuneyti við leikskólann á Krílakoti.
Þar sem ákvörðun um málið var tekið í Byggðaráði hefur fræðsluráð ekki forsendur til að samþykkja samninginn.