Undir þessum liðk komu á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Krílakots, kl. 13:15.
Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:15 vegna vanhæfis og Lilja Guðnadóttir tók við fundarstjórn.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá leikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 27. maí sl., þar sem óskað er eftir heimild til að gera samning við Blágrýti ehf. um framleiðslu á hádegisverð við leikskólann fyrir skólaárið 2024-2025. Um tilraun væri að ræða en þessi breyting væri þá liður í því að minnka streitu meðal starfsmanna innan skólans.
Til umræðu ofangreint.