Fræðsluráð

296. fundur 11. september 2024 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund:Aðrir sem sitja fund: Katla Ketilsdóttir,deildarstjóri í Dalvíkurskóla, staðgengill skólastjóra, Dagný Björk Sigurðardóttir,staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti, Díana Björk Friðriksdóttiir,fulltrúi starfsfólks á Krílakoti, Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla. Hugrún Felixdóttir fulltrúi starfsmanna í Dalvíkurskóla.

1.Starfsmannamál á fræðslusviði

Málsnúmer 201905009Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir breytingar á starfsmannahaldi á Fræðslusviði.
Fræðsluráð býður Jónu Guðbjörgu Ágústsdóttur, Frístundafulltrúa, og Jóni Stefáni Jónssyni, íþróttafulltrúa velkomin til starfa.

2.Viðmiðunargjaldskrá grunnskóla 2024

Málsnúmer 202408110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 30.08.2024.
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að vinna drög að reglum um vistun barna í leik - og grunnskóla sem hafa lögheimili fyrir utan sveitarfélags.

3.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lagt fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni. Fylgiskjöl eru í möppunni "Fundagögn" undir málinu.
Lagt fram til kynningar

4.Starfs - og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026 - 2028

Málsnúmer 202406019Vakta málsnúmer

Tekin fyrir drög að starfsáætlunum skólanna fyrir fjárhagsárið 2025
Lagt fram til kynningar

5.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir gjaldskrá 2024 með breytingum texta.
Fræðsuráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum gjaldskrá hækkun á þjónustuliðum um 3,5 % og vístöluhækkun á fæði. Fræðslráð vísar málinu til samþykktar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

6.Starfsáætlun fræðsluráðs

Málsnúmer 201901009Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fyrir drög að starfsáætlun fyrir Fræðsluráð.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð vinnur í skjalinu á milli funda.
Grunnskólafólk fór af fundi kl. 09:55

7.Innra mat skóla

Málsnúmer 201806041Vakta málsnúmer

Dagný Björk Siguraðrdóttir, fór yfir innramatsskýrslu Krílakots.
Lagt fram til kynningar. Unnið er að skipulagi innra mats í samráði við Ásgarð.

8.Mötuneyti

Málsnúmer 202406017Vakta málsnúmer

Tekin fyrir viðbótarsamningur við Blágrýti vegna mötuneyti við leikskólann á Krílakoti.
Þar sem ákvörðun um málið var tekið í Byggðaráði hefur fræðsluráð ekki forsendur til að samþykkja samninginn.
Jolanta fór af fundi kl. 09:52

9.Krílakot Lóð - E2203

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Fundagerðir vinnuhóps lagðar fyrir fræðsluráð.
Lagt fram til kynningar
Jolanta kom inn á fund kl. 10:06

10.Svefnstefna Krílakots

Málsnúmer 202409061Vakta málsnúmer

Dagný Björk Sigurðardóttir, staðgengill leikskólastjóra, fer yfir svefnstefnu Krílakots.
Fræðsluráð leggur til að óháður aðili komi með umsögn um stefnuna inn á fund hjá ráðinu í október. Sviðsstjóra falið að koma málinu í ferli.

11.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fer í heimsókn á Krílakot og skoðar stöðuna á framkvæmdum á skólalóð.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs