Svefnstefna Krílakots

Málsnúmer 202409061

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 296. fundur - 11.09.2024

Dagný Björk Sigurðardóttir, staðgengill leikskólastjóra, fer yfir svefnstefnu Krílakots.
Fræðsluráð leggur til að óháður aðili komi með umsögn um stefnuna inn á fund hjá ráðinu í október. Sviðsstjóra falið að koma málinu í ferli.

Fræðsluráð - 298. fundur - 09.10.2024

Tekin fyrir umsögn frá óháðum aðila um svefnstefnu leikskólans á Krílakoti
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum svefnstefnu leikskóla Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum að hún nái yfir báða leikskólanna og bætt verði inn í inngang stefnunar um hver vann svefnstefnuna.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 298. fundi fræðsluráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir umsögn frá óháðum aðila um svefnstefnu leikskólans á Krílakoti
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum svefnstefnu leikskóla Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum að hún nái yfir báða leikskólanna og bætt verði inn í inngang stefnunar um hver vann svefnstefnuna."
Til máls tók:
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs og fyrirliggjandi tillögu að svefnstefnu fyrir leikskólana í Dalvíkurbyggð sem unnin var með Heilsu- og sálfræðiþjónustu Akureyrar.