Innra mat skóla 2017-2018

Málsnúmer 201806041

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 227. fundur - 26.06.2018

Gísli og Guðríður komu til fundar klukkan 9:25
Gísli Bjarnason, skólastjóri, gerði grein fyrir innra mati Dalvíkurskóla og matsáætlun næsta skólaárs. Ágústa K. Bjarnadóttir, aðstoðarskólastjóri Krílakots, gerði grein fyrir innra mati Krílakots. Gunnþór E. Gunnþórsson, fráfarandi skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir innra mati Árskógarskóla. Matsáætlanir Krílakots og Árskógarskóla liggja ekki fyrir.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Skólastjórum falið að sjá til þess að skýrslurnar fari inn á heimasíður skólanna. Matsáætlanir Krílakots og Árskógarskóla verða lagðar fram í ágúst.

Fræðsluráð - 228. fundur - 22.08.2018

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir kom til fundar klukkan 8:10. Felix Rafn Felixson kom til fundar klukkan 8:15.
Jónína Garðarsdóttir kynnti áætlun Árskógarskóla um innra mat skólaárið 2018-2019 og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, kynnti áætlun Krílakots um innra mat skólaárið 2018-2019. Áætlun Dalvíkurskóla var samþykkt á síðasta fundi fræðsluráðs.
Fræðsluráð samþykkir áætlanirnar með 5 atkvæðum.

Fræðsluráð - 239. fundur - 12.06.2019

Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir innra mati Dalvíkurskóla. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, skólastjóri Krílakots, gerði grein fyrir innra mati Krílakots. Jónína Garðarsdóttir, skólastjóri Árskógarskóla, gerði grein fyrir innra mati Árskógarskóla.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Skólastjórum falið að sjá til þess að skýrslurnar fari inn á heimasíður skólanna.
Fræðsluráð þakkar jafnframt Jónínu Garðarsdóttur fráfarandi skólastjóra Árskógarskóla fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 15. fundur - 06.09.2019

Innra mat Tónlistarskólans á Tröllaskaga lagt fram til kynningar.
Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri TÁT fór yfir helstu niðurstöður úr innra mati(sjálfsmat) Tónlistarskólans á Tröllaskaga 2018 - 2019.

Fræðsluráð - 245. fundur - 08.01.2020

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots fór yfir stöðu mála í innra mati hjá skólunum.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferð á stöðu innra mats í skólunum.

Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 250. fundur - 12.08.2020

Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Ágústa Kristín Bjarnadóttir staðgengill leikskólastjóra á Krílakoti kynntu innramatsskýrslu skólanna fyrir skólaárið 2019 - 2020.

Einnig kynntu þau innramatsáætlun fyrir skólaárið 2020 - 2021.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Skólastjórum falið að sjá til þess að skýrslurnar fari á heimasíður skólanna.

Fræðsluráð - 261. fundur - 09.06.2021

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti fóru yfir helstu þætti í innra mats skýrslum skólanna.
Lagt fram til kynningar. Endanlegar skýrslur fyrir Árskógarskóla og Dalvíkurskóla verða lagðar fyrir fræðsluráð í ágúst.

Fræðsluráð - 262. fundur - 18.08.2021

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla fór yfir sjálfsmatssýrslu Árskógarskóla fyrir skólaárið 2020 - 2021.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 272. fundur - 10.08.2022

Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla og fór yfir innramatsskýrslu skólans.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 273. fundur - 14.09.2022

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fór yfir innramatsskýrslu Krílakots.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 277. fundur - 14.12.2022

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fór yfir starfsmannakönnun á Krílakoti.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð þakkar Guðrúnu og Ágústu fyrir góða kynningu.

Fræðsluráð - 284. fundur - 13.09.2023

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, fóru yfir fyrstu drög að innra matsskýrslum hjá sínum stofnunum.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 294. fundur - 12.06.2024

Lagt fyrir drög að innramatsskýrslu og umbótaáætlun fyrir Dalvíkurskóla. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri fer yfir stöðuna á vinnu við innra mat hjá leikskólanum Krílakoti. Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla fór yfir stöðuna á innra mati Árskógarskóla.
Ánægjulegt að vinna við markvisst innra mat er farið af stað í skólunum. Fræðsluráð óskar eftir að lokaskýrslur um innra mat og umbótaáætlanir koma inn á fund í ágúst.

Fræðsluráð - 295. fundur - 21.08.2024

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri og Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, fara yfir innra mat skólanna og umbótaáætlanir.
Fræðsluráð fagnar því að unnið sé markvisst að innra mati skólanna á komandi skólaári.

Fræðsluráð - 296. fundur - 11.09.2024

Dagný Björk Siguraðrdóttir, fór yfir innramatsskýrslu Krílakots.
Lagt fram til kynningar. Unnið er að skipulagi innra mats í samráði við Ásgarð.