Fræðsluráð

245. fundur 08. janúar 2020 kl. 08:00 - 11:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri Krílakots, Gréta Arngrímsdóttir fulltrúi kennara,Margrét Eiríksdóttir áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla.

Breyta þurfti röð dagskráliða samkv. fundarboði vegna óviðráðanlegra orsaka. Dagskráliður nr. 1. samkv. fundarboði varð dagskráliður nr. 3.

1.Kynning á ráðgjafarþjónustu HA

Málsnúmer 201912077Vakta málsnúmer

Gunnar Gíslason forstöðumaður yfir Miðstöð skólaþróunar HA. Kynnir þá ráðgjöf sem HA getur boðið fyrir leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð þakkar Gunnari Gíslasyni fyrir góða kynningu.

2.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots fóru yfir stöðuna í starfsmannamálum hjá sínum stofnunum.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferð á stöðu starfsmannamála.

3.Ályktun frá Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda í leikskóla dags. 19.12.2019.

Málsnúmer 201912074Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs skynnti ályktun frá Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda í leikskóla.
Gísla Bjarnasyni sviðsstjóra Fræðslu - og menningarsviðs er falið að vinna að útfærslu í samræmi við ályktun og í samráði við stjórnendur Krílakots sem verður svo tekin fyrir á fundi hjá Fræðsluráði Dalvíkurbyggðar.

4.Áhrif laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara

Málsnúmer 201912082Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu - og menningarsviðs fór yfir möguleg áhrif laga nr. 95/2019 um menntun, hæfni og ráðningu kennara.

5.Starfs-og fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201903029Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots og Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu - og menningarsviðs fóru yfir stöðu á verkefnum í starfs - og fjárhagsáætlunum.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum og sviðsstjóra fyrir yfirferð á stöðu mála í starfs - og fjárhagsáætlunum.

6.Innra mat skóla

Málsnúmer 201806041Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Krílakots fór yfir stöðu mála í innra mati hjá skólunum.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir yfirferð á stöðu innra mats í skólunum.

Lagt fram til kynningar

7.Fjárhagslegt stöðumat 04

Málsnúmer 201901017Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu - og menningarsviðs fór yfir fjárhagslegt stöðumat fyrir málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri fór af fundi kl. 09.30.

8.Ytra mat í Árskógarskóla

Málsnúmer 201905165Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla fór yfir helstu niðurstöður úr ytra mati Árskógarskóla sem var gert haustið 2019.
Fræðsluráð þakkar Friðriki Arnarsyni fyrir góða kynningu á niðurstöðum úr ytra mati á grunnskólahluta Árskógarskóla.

9.Úrvinnsla samræmdra prófa

Málsnúmer 201912083Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson fór yfir með Fræðsluráði hvernig unnið er úr niðurstöðum samræmdra prófa.
Lagt fram til kynningar

10.Ný umferðarlög taka gildi um áramótin

Málsnúmer 201912064Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri Fræðslu - og menningarsviðs fór yfir nokkur atriði úr nýjum umferðalögum sem tóku gildi nú um áramótin.
Lagt fram til kynningar.
Friðrik Arnarson skólastjóri fór af fundi kl. 09:55.

11.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fór í heimsókn á leikskólann Krílakot.
Fræðsluráð þakkar fyrir góðar móttökur á Krílakoti.

Fundi slitið - kl. 11:10.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu - og menningarsviðs