Fræðsluráð

294. fundur 12. júní 2024 kl. 08:15 - 10:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Helgi Einarsson varamaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Jolanta Brandt boðaði forföll og Helgi Einarsson, kom í hennar stað.

Monika M. Stefánsdóttir, boðaði forföll og í hennar stað kom kom Þórhalla Karlsdóttir.

Aðrir sem sitja fund: Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Bjarney Anna Sigfúsdóttir,fulltrúi starfsfólks á Krílakoti. Ágústa Kristín Bjarnadóttir,aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, fulltrúi foreldra á Krílakoti.Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla.

1.Krílakot Lóð - E2203

Málsnúmer 202202100Vakta málsnúmer

Stutt kynning á útboðsgögnum vegna endurbætur á skólalóð Krílakots.
Fræðsluráð þakkar Helgu Írisi, deildastjora Eigna - og framkvæmdadeildar, fyrir góða kynningu á útboðsgögnum á endurbótum á leikskólalóð á Krílakoti.

2.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar

3.Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041Vakta málsnúmer

Teknar fyrir innritunarreglur í leikskóla og settar inn breytingar vegna gjaldfrjáls leikskóla.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum innritunarreglur leikskóla í Dalvíkurbyggð.

4.Styrkur úr Sprotajóði

Málsnúmer 202406018Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti Fræðsluráð um styrk sem sótt var um hjá Sprotasjóði.
Dalvíkurskóli sótti um styrk í Sprotasjóð og var úthlutað 3.500.000 kr. til tveggja ára til að styrkja teymiskennslu í skólanum.

5.Starfs - og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026 - 2028

Málsnúmer 202406019Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir tímaramma fyrir fjárhagsáætlunarferli fyrir fjárhagsárið 2025.
Einnig að óska eftir ábendingum frá kjörnum fulltrúum ef þeir vilja sjá eitthvað ákveðið í næstu fjárhagsáætlun sem tengist fræðslumálum í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar

6.Innra mat skóla

Málsnúmer 201806041Vakta málsnúmer

Lagt fyrir drög að innramatsskýrslu og umbótaáætlun fyrir Dalvíkurskóla. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri fer yfir stöðuna á vinnu við innra mat hjá leikskólanum Krílakoti. Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla fór yfir stöðuna á innra mati Árskógarskóla.
Ánægjulegt að vinna við markvisst innra mat er farið af stað í skólunum. Fræðsluráð óskar eftir að lokaskýrslur um innra mat og umbótaáætlanir koma inn á fund í ágúst.

7.Fjárhagslegt stöðumat fyrir (04) fræðslumál. 2024

Málsnúmer 202403058Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat á málaflokki 04. fræðslumál.
Lagt fram til kynningar.

8.Skóladagatal skólanna 2024 - 2025

Málsnúmer 202402040Vakta málsnúmer

Tekið fyrir skóladagatal Árskógarskóla fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum skóladagatal Árskógarskóla með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Helgi Einarsson varamaður
  • Þórhalla Karlsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs