Starfs - og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026 - 2028

Málsnúmer 202406019

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 294. fundur - 12.06.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir tímaramma fyrir fjárhagsáætlunarferli fyrir fjárhagsárið 2025.
Einnig að óska eftir ábendingum frá kjörnum fulltrúum ef þeir vilja sjá eitthvað ákveðið í næstu fjárhagsáætlun sem tengist fræðslumálum í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar

Fræðsluráð - 296. fundur - 11.09.2024

Tekin fyrir drög að starfsáætlunum skólanna fyrir fjárhagsárið 2025
Lagt fram til kynningar

Íþrótta- og æskulýðsráð - 164. fundur - 24.09.2024

Tekin til umræðu
Lagt fram til kynningar.

Menningarráð - 105. fundur - 24.09.2024

Tekin fyrir Starfs - og fjárhagsáætlun hjá Söfnum og Menningahúsinu Bergi.
Menningarráð Dalvíkurbyggðar samþykkir með þremur atkvæðum starfs - og fjárhagsáætlun safna og Menningahússins Bergs fyrir fjárhagsárið 2025 og þriggja ára áætlun til 2028.

Fræðsluráð - 297. fundur - 25.09.2024

Teknar fyrir starfsáætlanir skólaskrifstofu, Dalvíkurskóla,Árskógarskóla og Leikskólans á Krílakoti.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlun Krílakots fyrir fjárhagsárið 2025.

Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlun Dalvíkurskóla fyrir fjárhagsárið 2025.

Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlun Árskógarskóla fyrir fjárhagsárið 2025.

Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlun Frístundar fyrir fjárhagsárið 2025.
Leikskólafólk fór af fundi kl. 08:35

Íþrótta- og æskulýðsráð - 165. fundur - 01.10.2024

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlun íþróttamiðstöðvar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 43. fundur - 03.10.2024

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, kynnti fjárhagsáætlun og búnaðarlista fyrir TÁT fjárhagsárið 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fræðsluráð - 298. fundur - 09.10.2024

Leikskóla - og grunnskólafólk fór af fundi.
Starfsáætlun skólaskrifstofu Dalvíkurbyggðar lögð fram.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlun skólaskrifstofu.