Íþrótta- og æskulýðsráð

164. fundur 24. september 2024 kl. 08:15 - 10:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi
Dagskrá
Aðrir sem komu inn á fund:
-Áhugamenn um stofnun rafíþróttadeildar sátu undir fyrsta lið og kynntu fyrir ráðinu.
-Bjarni Jóhann Valdimarsson, formaður GHD sat undir lið fjögur og fór yfir kostnaðaráætlun við endurbætur á golfvellinum.

Elísa Rún kom inn á fund klukkan 9.00

1.Fjárhagsáætlun 2025; Rafíþróttadeild - styrkur

Málsnúmer 202408048Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.p
Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar erindinu. Þörf er á skýrari framtíðarsýn og rekstraráætlun áður en ráðið getur tekið endanlega afstöðu til verkefnisins.
Íþróttafulltrúa er falið að upplýsa forsvarsmenn erindisins.

2.Fjárhagsáætlun 2025; Frisbee golf - styrkur

Málsnúmer 202408049Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.pdf
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að byggður verður upp 9 holu frisbígolfvöllur með teigum í hentugu umhverfi fyrir slíka velli. Nú þegar eru þrjár holur við Árskógarskóla og þykir ráðinu því eðlilegt að byggja völlinn upp í nánasta umhverfi núverandi vallar. Mætti þá horfa sér í lagi til Brúarhvammsreits á Árskógsströnd.

3.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lagt fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni. Fylgiskjöl eru í möppunni "Fundagögn" undir málinu.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2025; Golfklúbburinn Hamar - styrkbeiðni v. framkvæmda

Málsnúmer 202408024Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.p
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Golfklúbbnum Hamri framkvæmdastyrk að upphæð kr. 5.000.000 og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

5.Starfs - og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026 - 2028

Málsnúmer 202406019Vakta málsnúmer

Tekin til umræðu
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og gjaldskrá verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.
Elísa Rún fór af fundi kl.09.55.

7.Afnot íþróttafélaga að líkamsrækt

Málsnúmer 202405220Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að afnot íþróttafélaga að líkamsrækt verði tekin upp við samningagerð við íþróttafélögin.

8.Fjárhagsáætlun 2025; Infrarauður klefi

Málsnúmer 202405214Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir að íþróttafulltrúi setji fram nánari kostnaðaráætlun við verkið og leggji fram á næsta fundi.

9.Jákvæð samskipti í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202409102Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu
Íþrótta- og æskulýðsráð vekur athygli á geðrækt og góðum samkiptum og tekur undir bókun félagsmálaráðs um jákvæðnisviku í Dalvíkurbyggð.

10.Hjólabrettarampur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202408012Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir að íþróttafulltrúi setji fram nánari kostnaðaráætlun við verkið og leggi fram á næsta fundi.

11.Rekstur og viðhald hitakerfis á gervigrasvelli

Málsnúmer 202409103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá knattspyrnudeild UMFS dags. 19.09.2024
Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþróttafulltrúa að skoða rekstrarsamning við UMFS varðandi gervigrasvöll. Mikilvægt er að skipta um dælu við gervigrasvöll sem fyrst og íþróttafulltrúa er falið að koma því verkefni í ferli.

Fundi slitið - kl. 10:55.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi