Frá Snæþóri Arnþórssyni og Eyjólfi Unnarssyni; Fjárhagsáætlun 2025; Rafíþróttadeild - styrkur

Málsnúmer 202408048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni og Gísla Þór Brynjólfssyni, móttekið þann 19. ágúst sl, þar fram kemur að þeira hafa mikinn áhuga á að stofna rafíþróttadeild í Dalvíkurbyggðar og eru þegar byrjaðir að skoða mögulegar lausnir í þeim efnum. Fram kemur að erfitt sé að segja til um nákvæman kostnað við upphaf svona starfsemi en bréfritarar telja að kaup á 10 tölvum og tilheyrandi búnaði muni nema á bilinu 5-6 m.kr. Óskað er eftir að fá að mæta á fund íþrótta- og æskulýðsráðs til að kynna hugmyndina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.p

Íþrótta- og æskulýðsráð - 163. fundur - 03.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni og Gísla Þór Brynjólfssyni, móttekið þann 19. ágúst sl, þar fram kemur að þeira hafa mikinn áhuga á að stofna rafíþróttadeild í Dalvíkurbyggðar og eru þegar byrjaðir að skoða mögulegar lausnir í þeim efnum. Fram kemur að erfitt sé að segja til um nákvæman kostnað við upphaf svona starfsemi en bréfritarar telja að kaup á 10 tölvum og tilheyrandi búnaði muni nema á bilinu 5-6 m.kr. Óskað er eftir að fá að mæta á fund íþrótta- og æskulýðsráðs til að kynna hugmyndina.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að fá nánari kynningu frá Snæþóri og Gísla inn á næsta fund hjá ráðinu.