Íþrótta- og æskulýðsráð

163. fundur 03. september 2024 kl. 08:15 - 10:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Snævar Örn Ólafsson mætti ekki á fund og boðaði ekki varamann.

Aðrir sem sátu fund: Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Dalvíkurbyggðar.

1.Starfsmannamál á íþrótta - og æskulýðssviði

Málsnúmer 202408094Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsir íþrótta - og æskulýðsráð um breytingar á starfsmannahaldi á íþrótta - og æskulýðssviði.
Íþrótta - og æskulýðsráð býður íþróttafulltrúa og frístundafulltrúa velkomna til starfa.

2.Fjárhagsáætlun 2025; Frisbee golf - styrkur

Málsnúmer 202408049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni og Eyjólfi Unnarssyni, móttekið 19. ágúst sl., fyrir hönd óformlegs stofnaðs Frisbeegolfsambandi Dalvíkurbyggðar. Fram kemur sú ósk að á Dalvík verði Frisbeegolfvöllur í fullri kepnnisstærð. Samkvæmt uppýsingum frá FSÍ er kostnaður við 18 holu völl áætlaður um 14 m.kr. með virðisaukaskatti. Möguleiki væri í fyrstu atrennu að gera 9 brauta völl með möguleika á stækkun. Áætlaður kostnaður vegna uppsetningar á slíkum velli væri um 7 m.kr. með virðisaukaskatti en þá er ótalið hönnun, uppsetning á körfum, vönduðum heilsársteigum, skiltum og öðrum merkingu

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar.
Íþrótta - og æskulýðsráð leggur til að íþróttafulltrúi skoði núverandi aðstæður í sveitarfélaginu á Árskógsströnd og komi með upplýsingar inn á næsta fund hjá ráðinu.

3.Hjólabrettarampur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202408012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Rúnari Áka Friðjónssyni, hjólabrettastrák dags.06.08.2024.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Íþróttafulltrúa er falið að skoða málið með sviðsstjóra og koma með tillögu inn á næsta fund hjá ráðinu.
Gísli Bjarnason, sviðstjóri vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið.

4.Fjárhagsáætlun 2025; Golfklúbburinn Hamar - styrkbeiðni v. framkvæmda

Málsnúmer 202408024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni, formanni Golfklúbbsins Hamars, dagsett þann 5. ágúst sl, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna framkvæmda á Arnarholtsvelli, 25 m.kr. á árunum 2025-2028.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að fá fulltrúa frá Golfklúbbnum Hamri inn á fund ráðsins með ítarlegri kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Gísli kom inn á fund eftir umræðu og ákvörðunartöku.

5.Fjárhagsáætlun 2025; Infrarauður klefi

Málsnúmer 202405214Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Unni Valgeirsdóttur, dagsett þann 27. maí sl., þar sem Dalvíkurbyggð er hvött til að kaupa infrarauðan klefa í Íþróttamiðstöðina.

Afgreiðsla Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Íþróttafulltrúa falið að skoða málið í tengslum við framkvæmdir og uppbyggingu á sundlaugarsvæði og koma með tillögu á næsta fund.

6.Fjárhagsáætlun 2025; Ungbarnarólur - leikvellir

Málsnúmer 202408015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Dagný Björk Sigurðardóttur, dagsett þann 6. ágúst sl, þar sem lagt er til að sett verði upp a.m.k. ein ungbarnaróla á einn af leikvöllum í bænum.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að vinnuhópur um leiksvæði með embættismönnum verði endurvakinn og komi með mótaða tillögu varðandi leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Búið er að kaupa þrjár ungbarnarólur en eftir er að ákveða staðsetningu. Ráðið óskar eftir að þær verði settar upp sem fyrst.

7.Fjárhagsáætlun 2025; ungbarnaróla - Hjarðarslóð eða Skógarhólar

Málsnúmer 202408039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kolbrúnu Svansdóttur, dagsett þann 17. ágúst sl, þar sem óskað er eftir að sett verði ungbarnaróla á leikvöllinn í Hjarðarslóð eða Skógarhólum.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að vinnuhópur um leiksvæði með embættismönnum verði endurvakinn og komi með mótaða tillögu varðandi leiksvæði í Dalvíkurbyggð. Búið er að kaupa þrjár ungbarnarólur en eftir er að ákveða staðsetningu. Ráðið óskar eftir að þær verði settar upp sem fyrst.
Elísa Rún fór af fund kl. 10:00

8.Fjárhagsáætlun 2025; Skógarhólar, göngustígur og leikvöllur

Málsnúmer 202408014Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Margréti Ásgeirsdóttur, dagsett þann 6. ágúst sl, þar sem óskað er eftir að sett sé á áætlun frágangur á göngustíg við Skógarhóla 17 og umhverfi leikvallar við Skógarhóla.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs sem og til íþrótta- og æskulýðsráðs er varðar umhverfi leikvallar við Skógarhóla í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum er varðar leikvöllinn. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að farið verði í skipulag og frágang á svæðinu í heild sem fyrst og sett inn í fjárhagsáætlun 2025.

9.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
Máli frestað til næsta fundar.

10.Fjárhagsáætlun 2025; Rafíþróttadeild - styrkur

Málsnúmer 202408048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni og Gísla Þór Brynjólfssyni, móttekið þann 19. ágúst sl, þar fram kemur að þeira hafa mikinn áhuga á að stofna rafíþróttadeild í Dalvíkurbyggðar og eru þegar byrjaðir að skoða mögulegar lausnir í þeim efnum. Fram kemur að erfitt sé að segja til um nákvæman kostnað við upphaf svona starfsemi en bréfritarar telja að kaup á 10 tölvum og tilheyrandi búnaði muni nema á bilinu 5-6 m.kr. Óskað er eftir að fá að mæta á fund íþrótta- og æskulýðsráðs til að kynna hugmyndina.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að fá nánari kynningu frá Snæþóri og Gísla inn á næsta fund hjá ráðinu.

11.Svæðisstöðvar íþróttahéraða - Norðurland Eystra

Málsnúmer 202408093Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Ungmennafélagi Íslands dags. 27.08.2024
Lagt fram til kynningar

12.Heimsóknir til íþróttafélaga og samstarf við Ungmennaráð

Málsnúmer 202408095Vakta málsnúmer

Tekið til umræðu heimsóknir íþrótta - og æskýðsráð til íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð og samráð við ungmennaráð.
Íþróttafulltrúa falið að setja upp skipulag varðandi heimsóknir í samráði við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs