Frá Margréti Ásgeirsdóttur; Fjárhagsáætlun 2025; Skógarhólar, göngustígur og leikvöllur

Málsnúmer 202408014

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Tekið fyrir erindi frá Margréti Ásgeirsdóttur, dagsett þann 6. ágúst sl, þar sem óskað er eftir að sett sé á áætlun frágangur á göngustíg við Skógarhóla 17 og umhverfi leikvallar við Skógarhóla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs sem og til íþrótta- og æskulýðsráðs er varðar umhverfi leikvallar við Skógarhóla í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum er varðar leikvöllinn. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 163. fundur - 03.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Margréti Ásgeirsdóttur, dagsett þann 6. ágúst sl, þar sem óskað er eftir að sett sé á áætlun frágangur á göngustíg við Skógarhóla 17 og umhverfi leikvallar við Skógarhóla.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og dreifbýlisráðs sem og til íþrótta- og æskulýðsráðs er varðar umhverfi leikvallar við Skógarhóla í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða og samræmda tillögu að afgreiðslu frá ráðunum er varðar leikvöllinn. Byggðaráð minnir einnig á að móta þarf framtíðarsýn og tillögur að leikvöllum í sveitarfélaginu, bæði hvað varðar við stofnanir sveitarfélagisns og á opnum svæðum sem m.a. innihaldi fjölda, gerð, viðhalds- og endurnýjunaráætlun.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að farið verði í skipulag og frágang á svæðinu í heild sem fyrst og sett inn í fjárhagsáætlun 2025.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 23. fundur - 06.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Margréti Ásgeirsdóttur, dags. 6. ágúst 2024, þar sem hún fer fram á að göngustígur við Skógarhóla 17 verði yfirfarinn og frágenginn og að leiksvæði í Skógarhólum verði endurnýjað.
Skipulagsbreyting í Skógarhólum er í vinnslu og framkvæmdir í Skógarhólum á framkvæmdaáætlun þessa árs. Leiktæki á leiksvæði í Skógarhólum á að endurnýja núna í haust.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.