Frá Snæþóri Arnþórssyni og Eyjólfi Unnarssyni; Fjárhagsáætlun 2025; Frisbee golf - styrkur

Málsnúmer 202408049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni og Eyjólfi Unnarssyni, móttekið 19. ágúst sl., fyrir hönd óformlegs stofnaðs Frisbeegolfsambandi Dalvíkurbyggðar. Fram kemur sú ósk að á Dalvík verði Frisbeegolfvöllur í fullri kepnnisstærð. Samkvæmt uppýsingum frá FSÍ er kostnaður við 18 holu völl áætlaður um 14 m.kr. með virðisaukaskatti. Möguleiki væri í fyrstu atrennu að gera 9 brauta völl með möguleika á stækkun. Áætlaður kostnaður vegna uppsetningar á slíkum velli væri um 7 m.kr. með virðisaukaskatti en þá er ótalið hönnun, uppsetning á körfum, vönduðum heilsársteigum, skiltum og öðrum merkingu
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.pdf

Íþrótta- og æskulýðsráð - 163. fundur - 03.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Snæþóri Arnþórssyni og Eyjólfi Unnarssyni, móttekið 19. ágúst sl., fyrir hönd óformlegs stofnaðs Frisbeegolfsambandi Dalvíkurbyggðar. Fram kemur sú ósk að á Dalvík verði Frisbeegolfvöllur í fullri kepnnisstærð. Samkvæmt uppýsingum frá FSÍ er kostnaður við 18 holu völl áætlaður um 14 m.kr. með virðisaukaskatti. Möguleiki væri í fyrstu atrennu að gera 9 brauta völl með möguleika á stækkun. Áætlaður kostnaður vegna uppsetningar á slíkum velli væri um 7 m.kr. með virðisaukaskatti en þá er ótalið hönnun, uppsetning á körfum, vönduðum heilsársteigum, skiltum og öðrum merkingu

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar.
Íþrótta - og æskulýðsráð leggur til að íþróttafulltrúi skoði núverandi aðstæður í sveitarfélaginu á Árskógsströnd og komi með upplýsingar inn á næsta fund hjá ráðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 164. fundur - 24.09.2024

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.pdf
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að byggður verður upp 9 holu frisbígolfvöllur með teigum í hentugu umhverfi fyrir slíka velli. Nú þegar eru þrjár holur við Árskógarskóla og þykir ráðinu því eðlilegt að byggja völlinn upp í nánasta umhverfi núverandi vallar. Mætti þá horfa sér í lagi til Brúarhvammsreits á Árskógsströnd.