Frá Rúnari Áka Friðjónssyni; Hjólabrettarampur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202408012

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Tekið fyrir erindi frá Rúnari Áka Friðjónssyni, móttekið 8. ágúst sl., þar sem óskað er eftir að sett verði upp smá aðstaða til að stunda hjólabretti í Dalvíkurbyggð á öruggu svæði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 163. fundur - 03.09.2024

Tekið fyrir erindi frá Rúnari Áka Friðjónssyni, hjólabrettastrák dags.06.08.2024.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Íþróttafulltrúa er falið að skoða málið með sviðsstjóra og koma með tillögu inn á næsta fund hjá ráðinu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 164. fundur - 24.09.2024

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar eftir að íþróttafulltrúi setji fram nánari kostnaðaráætlun við verkið og leggi fram á næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 165. fundur - 01.10.2024

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til byggðaráðs. Ráðið óskar eftir að settar verði kr.7.000.000 í verkefnið. Gengið verði til samninga við Eirík Helgason um umsjón og uppsettningu verksins. Möguleg staðsetning yrði á steyptu plani við Gamla skóla.