Íþrótta- og æskulýðsráð

165. fundur 01. október 2024 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi
Dagskrá
Kristinn Bogi Antonsson boðaði forföll. Í hans stað kom Jón Ingi Sveinsson.

1.Fjárhagsáætlun 2025; Infrarauður klefi

Málsnúmer 202405214Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til byggðaráðs. Ráðið óskar eftir að settar verði kr.4.000.000 í verkefnið. Jafnframt verði gert ráð fyrir fjármagni í breytingar á núverandi gufuklefa í hlutlausan klefa.

2.Hjólabrettarampur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202408012Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til byggðaráðs. Ráðið óskar eftir að settar verði kr.7.000.000 í verkefnið. Gengið verði til samninga við Eirík Helgason um umsjón og uppsettningu verksins. Möguleg staðsetning yrði á steyptu plani við Gamla skóla.

3.Fjárhagsáætlun 2025; Rafíþróttadeild - styrkur

Málsnúmer 202408048Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð hafnar styrkbeiðninni þar sem hún samræmist ekki reglum Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar. Ráðið ítrekar að verkefnið er verðugt og felur íþróttafulltrúa að aðstoða forsvarsmenn verkefnsins við nánari útfærslu.

4.Starfs - og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026 - 2028

Málsnúmer 202406019Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá íþrótta- og tómstundamannvirkja.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum starfsáætlun íþróttamiðstöðvar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Elsa Hlín Einarsdóttir varaformaður
  • Elísa Rún Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Snævar Örn Ólafsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
  • Jón Stefán Jónsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Stefán Jónsson Íþróttafulltrúi