Frá Golfklúbbnum Hamar; Fjárhagsáætlun 2025; - styrkbeiðni v. framkvæmda

Málsnúmer 202408024

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1117. fundur - 22.08.2024

Undir þessum lið kom Helgi Einarsson að nýju á fund byggðaráðs og tók við fundarstjórn kl. 14:31.


Tekið fyrir erindi frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni, formanni Golfklúbbsins Hamars, dagsett þann 5. ágúst sl, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna framkvæmda á Arnarholtsvelli, 25 m.kr. á árunum 2025-2028.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.p

Íþrótta- og æskulýðsráð - 163. fundur - 03.09.2024

Gísli Bjarnason, sviðstjóri vék af fundi vegna vanhæfis undir þessum lið.
Tekið fyrir erindi frá Bjarna Jóhanni Valdimarssyni, formanni Golfklúbbsins Hamars, dagsett þann 5. ágúst sl, þar sem óskað er eftir styrk frá Dalvíkurbyggð vegna framkvæmda á Arnarholtsvelli, 25 m.kr. á árunum 2025-2028.

Afgreiðsla byggðaráðs Dalvíkurbyggðar: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.

Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar.
Íþrótta - og æskulýðsráð óskar eftir að fá fulltrúa frá Golfklúbbnum Hamri inn á fund ráðsins með ítarlegri kostnaðaráætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Gísli kom inn á fund eftir umræðu og ákvörðunartöku.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 164. fundur - 24.09.2024

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Byggðaráð óskar eftir að fá fullmótaða tillögu að afgreiðslu frá ráðinu.
Minnt er á almennar reglur Dalvíkurbyggðar um styrkveitingar,
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/Adalvefur/Reglugerdir/120320-styrkveitingar-almennar-reglur-dalvikurbyggdar.p
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fjórum atkvæðum að veita Golfklúbbnum Hamri framkvæmdastyrk að upphæð kr. 5.000.000 og vísar erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.