Fræðsluráð

300. fundur 11. desember 2024 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Ágústa Kristín Bjarnadóttir leikskólastjóri á Krílakoti,Elvý Guðríður Hreinsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla, Una Dan Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna í leikskóla á Krílakoti, Matthildur Matthíasdóttir, grunnskólakennari, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla.
Matthildur Mattíasdóttir, fulltrúi starfsfólks í Dalvíkurskóla kom inn á fund kl. 08:30

1.Ósk um breytingu á innritunarreglum í leikskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202303041Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir ósk um breytingu á innritunarreglum leikskóla.
Fræðsluráð samþykkir með fimm atkvæðum innritunarreglur leikskóla í Dalvíkurbyggð.

2.Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir drög að samningi við Háskólann á Akureyri.
Fræðsluráð vísar samningi til Byggðaráðs og farið verði sérstaklega yfir uppsagnarákvæði samningsins.

3.Starfs - og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026 - 2028

Málsnúmer 202406019Vakta málsnúmer

Stjórnendur skólanna og sviðsstjóri, fara yfir helstu þætti í fjárhagsáætlun.
Fræðsluráð þakkar stjórnendum fyrir góða vinnu við fjárhagsáætlun 2025.

4.Fjárhagslegt stöðumat fyrir (04) fræðslumál. 2024

Málsnúmer 202403058Vakta málsnúmer

Stjórnendur skólanna og sviðsstjóri, fara yfir fjárhagslega stöðu hjá sínum deildum.
Lagt fram til kynningar
Leikskólafólk fór af fundi kl. 09:13

5.Árskógarskóli

Málsnúmer 202405081Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir stöðuna á verkefninu.
Lagt fram til kynningar

6.Samningur um pólskukennslu í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202405141Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjölda tölur varðandi mætingu.
Lagt fram til kynningar

7.Íslenska æskulýðsrannsóknin. Niðurstöður grunnskólakönnunar.

Málsnúmer 202309109Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs og Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fara yfir helstu niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs