Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga

43. fundur 03. október 2024 kl. 08:15 - 09:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Atli Einarsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fund: Ave Kara Sillaots, fulltrúi starfsfólks TÁT.

1.Starfsáætlun TÁT 2024 - 2025

Málsnúmer 202409015Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, fer yfir starfsáætlun TÁT fyrir skólaárið 2024 - 2025.
Skólanefnd TÁT samþykkir starfsáætlun TÁT með þremur atkvæðum samkvæmt þeim umræðum sem fóru fram á fundinum.

2.Starfs - og fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026 - 2028

Málsnúmer 202406019Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, kynnti fjárhagsáætlun og búnaðarlista fyrir TÁT fjárhagsárið 2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, lagði fram uppfærða gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2025.
Skólanefnd TÁT leggur til að gjaldskrá TÁT hækki um 3,5% fjárhagsárið 2025 og vísar málinu til frekari umræðu í byggðaráði Dalvíkurbyggðar og bæjarráði Fjallabyggðar.

4.Styrktarsjóður TÁT

Málsnúmer 202402005Vakta málsnúmer

Uppfærð skipulagsskrá lögð fram fyrir styrktarsjóð TÁT.
Lagt fram til kynninagr

5.Samræmdar verklagsreglur hjá TÁT

Málsnúmer 202209005Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir samræmdar verklagsreglur hjá starfsfólki TÁT
Lagt fram til kynningar

6.Kostnaðarskipting sveitarfélaga sept - des 2024

Málsnúmer 202409168Vakta málsnúmer

Magnús Guðmundur Ólafsson, skólastjóri TÁT, fer yfir kostnaðarskiptingu sveitarfélaga frá sept. - des. 2024.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:20.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Tómas Atli Einarsson aðalmaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Magnús Guðmundur Ólafsson starfsmaður
  • Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs