Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluusviðs; Heildarviðauki I við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202405197

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1111. fundur - 13.06.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024 þar sem eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar:
Upphafsstaða ársins 2023 komin inn skv. ársreikningi.
Viðaukar sem búið er að samþykkja á árinu komnir inn, alls 18.
Áætluð vísitala uppfærð skv. Þjóðhagsspá í apríl.
Áætluð lánataka ársins 2024 tekin út.
Íbúatala 2023 uppfærð og áætluð íbúatala 2024.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024 þar sem eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar: Upphafsstaða ársins 2023 komin inn skv. ársreikningi. Viðaukar sem búið er að samþykkja á árinu komnir inn, alls 18. Áætluð vísitala uppfærð skv. Þjóðhagsspá í apríl. Áætluð lánataka ársins 2024 tekin út. Íbúatala 2023 uppfærð og áætluð íbúatala 2024. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir helstu niðurstöðum. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er kr. 126.319.000 jákvæð.
Rekstrarniðurstaða A- hluta er jákvæð um kr. 86.807.000.
Fjárfestingar og framkvæmdir eru áætlaðar kr. 940.756.000 fyrir samstæðuna A- og B- hluta.
Engar lántökur eru áætlaðar.

Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2024.