Frá Krílakoti; Betri vinnutími - tillaga

Málsnúmer 202405074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1109. fundur - 30.05.2024

Tekið fyrir erindi frá aðstoðarleikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. maí sl., er varðar betri vinnutíma. Gert er grein fyrir tillögu að nýrri útfærslu á styttingu vínnutíma á Krílakoti, ásamt fylgiskjali, sem tæki þá gildi 2. september nk.
Á fundinum var einnig kynnt minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um ofangreint.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu en frestar afgreiðslu þar til nýir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög liggja fyrir.

Byggðaráð - 1111. fundur - 13.06.2024

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 13:30.

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá aðstoðarleikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. maí sl., er varðar betri vinnutíma. Gert er grein fyrir tillögu að nýrri útfærslu á styttingu vínnutíma á Krílakoti, ásamt fylgiskjali, sem tæki þá gildi 2. september nk. Á fundinum var einnig kynnt minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um ofangreint.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu en frestar afgreiðslu þar til nýir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög liggja fyrir."

Fram hefur komið að starfsmenn skólans eru ekki ánægðir með ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

Til umræðu ofangreint.

Guðrún Halldóra vék af fundi kl. 13:39.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1118. fundur - 29.08.2024

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 13:30. Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá aðstoðarleikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. maí sl., er varðar betri vinnutíma. Gert er grein fyrir tillögu að nýrri útfærslu á styttingu vínnutíma á Krílakoti, ásamt fylgiskjali, sem tæki þá gildi 2. september nk. Á fundinum var einnig kynnt minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um ofangreint.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu en frestar afgreiðslu þar til nýir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög liggja fyrir." Fram hefur komið að starfsmenn skólans eru ekki ánægðir með ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs. Til umræðu ofangreint. Guðrún Halldóra vék af fundi kl. 13:39.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært erindi frá leikaskólastjóra Krílakots, dagsett þann 28. ágúst sl., ásamt fylgiskjali í samræmi við a) nýjan kjarasamning á milli KJALAR og Sambands íslenska sveitarfélaga og b) samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ og FÍH um framlengingu á betri vinnutíma til 31. júlí 2025, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu leikskólastjóra frá og með 2. september og til og með 31. júlí 2025 að því gefnu að tillagan rúmist innan gildandi kjarasamninga sem og taki mið af þeim ákvörðunum sem liggja fyrir varðandi skóladagatal, s.s. haustfrí 2 dagar í styttingu og vorfrí 2 dagar í styttingu, og varðandi gjaldfrjálsan leikskóla.