Byggðaráð

1109. fundur 30. maí 2024 kl. 13:15 - 14:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Afnotaréttur af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða

Málsnúmer 201303097Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Ásgeir Örn Blöndal, lögmaður sveitarfélagsins frá PACTA, kl. 13:15.

Á 1105. fundi byggðaráðs þann 2. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Jökull Bergmann, frá Bergmöönnum ehf., kl. 13:15. Á 366. fundi sveitarstjórnar þann 20. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmanna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Þann 22. febrúar 2012 undirrituðu aðilar samning um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða. Meginefni samningsins snýr að einkarétti Bergmanna ehf. til takmarkaðra afnota af nánar tilgreindu landi Dalvíkurbyggðar í því skyni að lenda þar þyrlu með borgandi ferðamenn á sínum vegum. Í samræmi við 5. gr. samningsins er hann tímabundinn til 12 ára og upphaf leigutímans þann 1. mars 2012. Samkvæmt þessu rennur samningurinn út þann 1. mars 2024. Í ofangreindu drögum að samkomulagi þá er gert ráð fyrir framlengingu til 1. ágúst nk. og að öll ákvæði samningsins haldi að öðru leyti gildi sínu og gildi þannig óbreytt til 1. ágúst 2024. Þannig gefist Dalvíkurbyggð ráðrúm til að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framhald þyrluskíðamennsku innan marka sveitarfélagsins. Til umræðu ofangreint. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn. Byggðaráð samþykkir að forsvarsmenn Bergmanna ehf. fái drögin til yfirlestrar fyrir fund sveitarstjórnar."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Bergmenna ehf. um framlengingu samnings um afnotarétt af landi Dalvíkurbyggðar til þyrluskíðaferða til 1. ágúst 2024." Til umræðu ofangreint. Jökull vék af fundi kl. 14:09.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Til umræðu næstu skref.
Lagt fram til kynningar.

2.Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jón Jónsson, lögmaður frá lögmannsstofunni Sókn fyrir hönd Arctic Hydro hf., kl. 13:15 í gegnum TEAMS. Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Snævar Örn Georgsson frá EFLU, Skírnir Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Skírnisson og Eiður Pétursson frá Artic Hydro hf., kl. 13.15, og sveitarstjórnarfulltrúarnir Freyr Antonsson í gegnum TEAMS, Gunnar Guðmundsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Monika Margrét Sigurðardóttir. Ennig sat fundinn Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri. Tekið fyrir erindi frá Arctic Hydro hf., dagsett þann 21. desember 2023, þar sem óskað er eftir því að fá kynningarfund með Dalvíkurbyggð þar sem kynnt verða áform um fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Í kynningunni verður farið yfir tilhögun virkjunarinnar, þá forhönnun og samráð sem hefur átt sér stað, skipulagsmál, framkvæmdaraðila, reynslu af sambærilegum verkum og helstu umhverfisáhrif. Forsvarsmenn Arctic Hydro hf. kynntu ofangreind áform. Gunnar Guðmundsson vék af fundi kl. 14:10. Snævar Örn, Skírnir, Sigurbjörn og Eiður viku af fundi kl. 14:30. Katrín Sif, Monika og Freyr viku af fundi kl. 14:35.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sókn lögmannsstofu fyrir hönd Arctic Hydro hf., dagsett þann 19. janúar sl., þar sem óskað er eftir sérstökum fundi til að fara yfir meðfylgjandi gögn og jafnframt kynna málið vegna samningaviðræðna um jarðir í eigu Dalvíkurbyggðar vegna mögulegrar virkjunar Þorvaldsár í Þorvaldsdal. Dalvíkurbyggð er eigandi jarðanna Grundar og Hrafnagils, en eignarhald vatnsréttinda tengdum jörðunum er hjá íslenska ríkinu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar með Sókn lögmannsstofu til þess að fara yfir gögn málsins vegna samningaviðræðna um jarðir í eigu sveitarfélagsins. " Til umræðu meðfylgjandi gögn vegna samningaviðræðna á milli Dalvíkurbyggðar og Arctic Hydro hf. um jarðir í eigu sveitarfélagsins vegna áforma um Árkógsvirkjun í Þorvaldsdal. Jón vék af fundi kl. 13:52.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hlutast til um að kjörnir fulltrúar í veitu- og hafnaráði, skipulagsráði og umhverfis-og dreifbýlisráði fái sameiginlega kynningu á ofangreindu fyrir fund byggðaráðs í næstu viku." Á 366.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að Dalvíkurbyggð fari í samningaviðræður við Arctic Hydro hf. um jarðar í eigu sveitarfélagsins vegna áforma um Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Jafnframt að sveitarstjóra verði falið að fylgja málinu eftir fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar".

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu samningsdrög "Samningur um rannsókna- og nýtingarleyfi milli Árskógsvikjunar ehf sem rétthafa og Dalvíkurbyggð sem landeiganda við Þorvaldsdalsá sem leyfisveitenda.
Einnig fylgdi með álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna Árskógsvirkjunar í Þorvaldsdalsá, sbr. rafpóstur dagsettur þann 10. maí sl.
Viðbrögð framkvæmdaaðila við umsögnum má finna á eftirfarandi slóð;
https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/nr/1353#alma

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202105085Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála; Bakki efnisnám - tilkynning um kæru nr. 322024

Málsnúmer 202403115Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar kæra Náttúrugriða til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem kærð er m.a. sú ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að heimila 37.000 m3 efnistöku í landi Bakka í Svarfaðardal til 5 ára.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, sbr. rafpóstur dagsettur þann 24. maí sl.
Niðurstaðan er að felldar eru úr gildi ákvarðanir Fiskistofu frá 2. og 12. maí 2023 um að veita framkvæmdaleyfi til efnistöku úr árfarvegi Svarfaðardalsár vegna 37.000 m3 í landi BAkka og 20.000 m3 í landi Grundar. Felld er jafnframt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar frá 6. júní 2023 um að samþykkja umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Bakka.

Ásgeir Örn vék af fundi kl. 14:19.


Lagt fram til kynningar.

5.Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar, Starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag, hafna Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 202405051Vakta málsnúmer

Á 1108. fundi byggðaráðs þann 23. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Björn Björnsson og Björgvin Páll Hauksson, starfsmenn Hafnasjóðs, kl. 13:15. Á 368. fundi sveitarstjórnar þann 16. apríl sl. var eftirfarandi bókað: "Á 134. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. apríl sl. var eftirfarandi bókað: Lögð fyrir úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar eftir að árið 2023 kom inn.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð leggur til við sveitarstjórn að áfram verði unnið að rekstri, vinnuskipulagi og starfsmannahaldi í Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum." Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs." Til umræðu starfsmannahald, rekstur og vinnuskipulag á höfnum Dalvíkurbyggðar. Björn og Björgvin Páll viku af fundi kl. 13:42.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra varðandi ofangreint þar sem lagt er til að auglýst verði laust til umsóknar starf yfirhafnavarðar í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra og felur sveitarstjóra að leggja fram starfslýsingu og viðaukabeiðni á næsta fundi.

6.Starfs- og kjaranefndar 2024 - fundargerð frá 24. maí sl.

Málsnúmer 202401126Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 24. maí sl., sem m.a. kemur inn á næsta mál á dagskrá, mál 202405074.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá Krílakoti; Betri vinnutími - tillaga

Málsnúmer 202405074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá aðstoðarleikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. maí sl., er varðar betri vinnutíma. Gert er grein fyrir tillögu að nýrri útfærslu á styttingu vínnutíma á Krílakoti, ásamt fylgiskjali, sem tæki þá gildi 2. september nk.
Á fundinum var einnig kynnt minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um ofangreint.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu en frestar afgreiðslu þar til nýir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög liggja fyrir.

8.Frá Alþingi; Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál

Málsnúmer 202405129Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 17. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir) 1114. mál.
Óskað er umsagnar eigi síðar en 31. maí nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Samband íslenskra sveitarfélaga veiti umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

9.Frá Alþingi; Fjármálaáætlun 2025-2029, umsögn LSNE

Málsnúmer 202405140Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsettur þann 21. maí sl., þar sem meðfylgjandi er umsögn embættisins um þingsályktun um fjármálaáætlun 2025-2029. Fram kemur að nánast ekkert er minnst á lögregluna í áætluninni og ekki gert ráð fyrir viðbót þrátt fyrir brýna þörf.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sveitarstjórn taki undir umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

10.Frá Atvinnuveganefnd Alþingis; Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030.

Málsnúmer 202405142Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 22. maí sl., þar sem Atvinnuveganefnd óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030, 1036. mál.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 5. júní nk.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Monika Margrét Stefánsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs