Frá Alþingi; Fjármálaáætlun 2025-2029, umsögn LSNE

Málsnúmer 202405140

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1109. fundur - 30.05.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsettur þann 21. maí sl., þar sem meðfylgjandi er umsögn embættisins um þingsályktun um fjármálaáætlun 2025-2029. Fram kemur að nánast ekkert er minnst á lögregluna í áætluninni og ekki gert ráð fyrir viðbót þrátt fyrir brýna þörf.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sveitarstjórn taki undir umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, dagsettur þann 21. maí sl., þar sem meðfylgjandi er umsögn embættisins um þingsályktun um fjármálaáætlun 2025-2029. Fram kemur að nánast ekkert er minnst á lögregluna í áætluninni og ekki gert ráð fyrir viðbót þrátt fyrir brýna þörf. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að sveitarstjórn taki undir umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs og tekur undir umsögn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.