Frá Alþingi; Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir), 1114. mál

Málsnúmer 202405129

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1109. fundur - 30.05.2024

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 17. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir) 1114. mál.
Óskað er umsagnar eigi síðar en 31. maí nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Samband íslenskra sveitarfélaga veiti umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn - 370. fundur - 18.06.2024

Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 17. maí sl., þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir) 1114. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 31. maí nk.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum Samband íslenskra sveitarfélaga veiti umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins."

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er hægt að nálgast hér; https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-2680.pdf
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Samband íslenskra sveitarfélaga veiti umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins og að sveitarstjórn taki undir umsögn Sambandsins.