Byggðaráð

1118. fundur 29. ágúst 2024 kl. 13:15 - 16:55 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2024; staða mála

Málsnúmer 202401135Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna - og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15.

Á 1113. fundi byggðaráðs þann 27. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi, kl. 13:15. Á 1106. fundi byggðaráðs þann 8. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, kl. 13:15. Á 20. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Farið yfir stöðu framkvæmda á árinu og farið yfir hugmyndir að auka verkefnum. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að kostnaðarmeta hugmyndir að auka verkefnum og leggja fyrir næsta fund. " Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt, hver er staða mála/verkefna almennt, útboð og verðkannanir. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Til umræðu fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald sveitarfélagsins 2024 almennt og hver staða verkefna er. Halla Dögg og María viku af fundi kl. 14:01.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Höllu Dögg, Maríu og Helgu Írisi yfirferðina. Lagt fram til kynningar."

Á 22. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 9. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir stöðu framkvæmda ársins. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar"

Helga Íris og María gerðu grein fyrir stöðu mála hvað varðar framkvæmdir ársins og skipulagsmál.
Lagt fram til kynningar.

2.Tjaldsvæði - Rekstrarsamningur 2017 - 2026

Málsnúmer 201705080Vakta málsnúmer

Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu tjaldsvæðið á Dalvík en skv. samningi við Landamerki ehf. frá 2017 þá sér félagið um rekstur og umsjón svæðisins til og með 31. ágúst 2026.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landamerkis á milli funda í byggðaráði um framkvæmdina á umsjón með svæðinu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar um samskipti deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar við forsvarsmenn Landamerkis ehf. um úrbætur í sumar.

Helga Íris og María viku af fundi kl. 14:22.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samningi við Landamerki ehf. um rekstur og umsjón með tjaldsvæðinu á Dalvík verði sagt upp fyrir 1. september nk.

3.Frá Vegagerðinni; endurbygging Norðurgarðs,samningur

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Á 135. fundi veitu- og hafnaráðs þann 15. maí sl. var eftirfarandi bókað varðandi endurbyggingu Norðurgarðs:
"Þriðjudaginn 7.maí kl. 14:00 rann út frestur til að skila inn tilboðum í ofangreint verk. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. "

Með fundarboði fylgdi undirritaður verksamningur við Árna Helga ehf.um ofangreint verkefni, dagsettur þann 22. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028

Málsnúmer 202404024Vakta málsnúmer

Á 1117. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1116. fundi byggðaráðs þann 15. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: a) Forsendur Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2025 Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs á helstu almennum og sérstækum forsendum Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025-2028, fyrstu drög, ásamt fylgigögnum. b) Drög að fjárhagsramma Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að fjárhagsramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2025 ásamt fylgigögnum sem gera grein fyrir helstu forsendum og breytingum. c) Annað Niðurstaða:a) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar. b) Lagt fram til kynningar og verður áfram til umfjöllunar. c) Ekkert fleira. Ofangreint áfram til umfjöllunar.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og vísað áfram til umfjöllunar byggðaráðs.
Á fundinum voru gerðar breytingar á forsendum með fjárhagsáætlun hvað varðar breytingar á gjaldskrám og útgjöldum.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202408068Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

6.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

a) Frá íþrótta- og æskulýðsráði

Á 369. fundi sveitarstjórnar þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:

"Á 40.fundi skólanefndar TÁTs þann 16.apríl sl. var eftirfarandi bókað: Uppfærð gjaldskrá TÁT lögð fyrir skólanefnd TÁT. Leiðrétting á gjaldskrá TÁT í framhaldi af tilmælum samningsaðila við gerð síðustu kjarasamninga. Skólanefnd samþykkir með þremur atkvæðum uppfærða gjaldskrá TÁT og nefndin leggur til að uppfærð gjaldskrá taki gildi frá upphafi næsta skólaárs tónlistarskólans. Á 161.fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar þann 2.maí sl. var eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn hefur óskað eftir því við sviðsstjóra að uppfæra gjaldskrá, þannig að hún taki mið af því að hækka um 3,5% í stað 4,9% eins og búið var að ákveða. Tillaga að breyttri gjaldskrá lögð fyrir ráðið. Þá var einnig uppfærður texti varðandi sér afsláttarkjör, s.s. vegna lögreglu. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir meðfylgjandi gjaldskrá með 5 atkvæðum.Niðurstaða:Freyr Antonson lagði fram þá tillögu að fresta afgreiðslu gjaldskráa þar til þær liggja allar fyrir. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu Freys Antonssonar. "

b) Frá fræðsluráði

Á 295. fundi fræðsluráðs þann 21. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir uppfærða gjaldskrá fyrir fræðslusvið.Niðurstaða:Fræðsluráð samþykkir gjaldskrá fræðslusviðs með fimm samhljóða atkvæðum. Sviðsstjóra falið að fara yfir orðalag er varðar afsláttarkjör og leggja fyrir ráðið á næsta fundi."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu um breytingu á gjaldskrá Tónlistarskólans á Tröllaskaga, en vísar að öðru leiti gjaldskrá fræðslu- og menningarsviðs vegna málaflokka 04 og 06 til umfjöllunar og endanlegrar úrvinnslu í viðkomandi fagráðum.

7.Frá Krílakoti; Tilfærsla á vinnutíma.

Málsnúmer 202405074Vakta málsnúmer

Á 1111. fundi byggðaráðs þann 13. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 13:30. Á 1109. fundi byggðaráðs þann 30. maí sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá aðstoðarleikskólastjóra Krílakots, dagsett þann 7. maí sl., er varðar betri vinnutíma. Gert er grein fyrir tillögu að nýrri útfærslu á styttingu vínnutíma á Krílakoti, ásamt fylgiskjali, sem tæki þá gildi 2. september nk. Á fundinum var einnig kynnt minnisblað sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs um ofangreint.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda tillögu en frestar afgreiðslu þar til nýir kjarasamningar Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög liggja fyrir." Fram hefur komið að starfsmenn skólans eru ekki ánægðir með ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs. Til umræðu ofangreint. Guðrún Halldóra vék af fundi kl. 13:39.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært erindi frá leikaskólastjóra Krílakots, dagsett þann 28. ágúst sl., ásamt fylgiskjali í samræmi við a) nýjan kjarasamning á milli KJALAR og Sambands íslenska sveitarfélaga og b) samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ og FÍH um framlengingu á betri vinnutíma til 31. júlí 2025, sbr. rafpóstur dagsettur þann 23. ágúst sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu leikskólastjóra frá og með 2. september og til og með 31. júlí 2025 að því gefnu að tillagan rúmist innan gildandi kjarasamninga sem og taki mið af þeim ákvörðunum sem liggja fyrir varðandi skóladagatal, s.s. haustfrí 2 dagar í styttingu og vorfrí 2 dagar í styttingu, og varðandi gjaldfrjálsan leikskóla.

8.Frá SagaZ ehf.; Atvinnuhætti og menning stafræn heimildarskráning

Málsnúmer 202408056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SagaZ, rafpóstur dagsettur þann 21. ágúst sl, þar sem fram kemur að verkefnið um "Atvinnuhætti og menningu" hefur tekið miklum breytingum og er viðbótin fyrst og síðast stafræna umhverfið. Þrátt fyrir tæknina dregur pappírinn vagninn. Menntakerfið, félög tengd samtökum atvinnulífsins svo og berandi fyrirtæki úr öllum greinum eru sammála nauðsyn þess að viðhalda þessu verkefni. Vonast er til að Dalvíkurbyggð sjái nauðsyn þess að haldið sé utan um heimildir í því formi sem boðið er upp á. Um 80% sveitarfélaga komu að þessu verkefni 2020 og fjallað var lítillega um restina.

https://www.sagaz.is/
https://www.sagaz.is/island-atvinnuhaettir-og-menning/
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu.

9.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - Ungmennafélagið Atli. Réttardansleikur á Höfða

Málsnúmer 202408072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 26.ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi frá Ungmennafélaginu Atla vegan réttardansleikjar í Samkomuhúsinu Höfða.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt með fyrirvara um umsagnar annarra umsagnaraðila. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

10.Frá Heiðný Helgu Stefánsdóttur; Umsókn um styrk varðveislu og lýsingu á útlistaverki JSBrimars á Marúlfshúsinu

Málsnúmer 202404033Vakta málsnúmer

Á 104. fundi menningarráðs þann 22. ágúst sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Heiðnýju Stefánsdóttur dags. 02.04.2024.Niðurstaða:Málinu er vísað inn í Byggðaráð þar sem að umsóknaraðili er ekki með lögheimili í Dalvíkurbyggð og samræmist það ekki reglum Menningarsjóðs. Lagt er til við Byggðaráð að taka jákvætt í erindið þar sem að Menningarráð telur að um menningarverðmæti sé að ræða."

Á fundi menningarráðs þann 3. maí og 22. ágúst sl. var tekið fyrir erindi frá Heiðný Helgu Stefánsdóttur, dagsett þann 2. apríl sl., þar sem sótt er um fjárhagslegan menningarstyrk í Dalvíkurbyggð í sambandi við varðveislu og lýsingu á útilistarverki JS Brimars, verk sem unnið var á Marúlfshúsinu í Dalvikurbyggð. Virða megi fyrir sér afraksturinn utan á nýklæddum útivegg á Marúlfshúsinu.

Á fundi menningarráðs í maí var málinu frestað og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að afla frekari upplýsinga um málið. Áætlaður kostnaður skv. upplýsingum frá bréfritara er kr. 575.297. Í erindi og/eða viðbótarupplýsingum kemur ekki fram hvort að verkefni hafði hlotið styrki frá öðrum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að styrkja verkefnið um kr. 150.000.-
Vísað á lið 05810-9145.

11.Fundargerðir stjórnar Dalbæjar 2024

Málsnúmer 202402083Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Dalbæjar frá 19. júní sl. og 21. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

12.Ársfundur Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 2024; fundargerð stjórnar

Málsnúmer 202408006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses frá 26.08.2024.
Lagt fram til kynningar.

13.Fræðsluráð - 295, frá 21.08.2024

Málsnúmer 2408005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202307014.
Lagt fram til kynningar.

14.Menningarráð - 104, frá 22.08.2024

Málsnúmer 2408004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 2 liðum.
Liður 1, mál 202404033 er sér mál á dagskrá.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs