Fjárveiting til hafnaframkvæmda 2022

Málsnúmer 202110045

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 109. fundur - 12.11.2021

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni dagsett 8. október 2021, tilkynning um verkefni á samgönguáætlun 2022. Gert er ráð fyrir endurbyggingu bryggju á Norðurgarði Dalvíkurhafnar (120 m, 9m dýpi). Heildarkostnaður verksins er 204 milj.króna m.vsk og er ríkishluti 75%. Heimahluti m.vsk er því 51 miljón króna og skiptist þannig:
Árið 2022 8,8 milj.kr
Árið 2023 25,3 milj.kr
Árið 2024 16,9 milj.kr
Það er ósk Vegagerðarinnar að fjallað verði um þessar framkvæmdir heima fyrir og stofnuninni sent samþykki eða athugasemdir hafnarstjórnar vegna þeirra.
Einnig er óskað eftir staðfestingu á að hafnarsjóðurinn geti staðið undir heimahluta framkvæmdakostnaðar og að gert sé ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við áformaðar framkvæmdir og leggur til að gert verði ráð fyrir mótframlagi sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun næsta árs.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 125. fundur - 30.06.2023

Í tölvupósti dags. 25.apríl sl. tilkynnir Vegagerðin um tafir á endurbyggingu Norðurgarðs. Í stað þess að verkið verði unnið í ár og á næsta ári þá hliðast það til um eitt ár og mun verktaki hefja rekstur stálþils á árinu 2024 og þekja verður steypt á árinu 2025.

Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní sl. var tekin fyrir heildarviðauki I við fjárhagsáætlun 2023; fjárhagsáætlunarlíkan, þar sem tekið er tillit til þessa.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 134. fundur - 11.04.2024

Sveitarstjóri kynnti útboðsgögn Vegagerðarinnar fyrir Norðurgarð.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 135. fundur - 15.05.2024

Þriðjudaginn 7.maí kl. 14:00 rann út frestur til að skila inn tilboðum í ofangreint verk.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1118. fundur - 29.08.2024

Á 135. fundi veitu- og hafnaráðs þann 15. maí sl. var eftirfarandi bókað varðandi endurbyggingu Norðurgarðs:
"Þriðjudaginn 7.maí kl. 14:00 rann út frestur til að skila inn tilboðum í ofangreint verk. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. "

Með fundarboði fylgdi undirritaður verksamningur við Árna Helga ehf.um ofangreint verkefni, dagsettur þann 22. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 137. fundur - 04.09.2024

Sveitarstjóri kynnti verksamning á milli Hafnastjórnar Dalvíkurbyggðar og Árna Helga ehf.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 143. fundur - 08.01.2025

Björgvin Páll Hauksson kom til fundar kl. 9:00
Fyrir fundinum liggur fundargerð verkfundar sem haldinn var 13.desember 2024.
Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu á verkinu. Veitu- og hafnaráð leggur til að löndunarkranar á Norðurgarði færist ekki meira en 5 metra austur frá fyrri staðsetningu.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 376. fundur - 21.01.2025

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl.16:40 og tók við fundarstjórn.

Á 143. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur fundargerð verkfundar sem haldinn var 13.desember 2024.
Niðurstaða : Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu á verkinu. Veitu- og hafnaráð leggur til að löndunarkranar á Norðurgarði færist ekki meira en 5 metra austur frá fyrri staðsetningu.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að löndunarkranar á Norðurgarði færist ekki meira en 5 metra austur frá fyrri staðsetningu.

Veitu- og hafnaráð - 144. fundur - 05.02.2025

Björgvin Páll Hauksson mætti til fundar kl. 9:00 og Halla Dögg vék af fundi kl. 9:00
Fannar Gíslason og Hrafnkell Már Stefánsson mættu til fundar kl. 9:00 á Teams og fóru yfir stöðuna á verkinu.
Tekin var ákvörðun um að setja löndunarkrana niður á Norðurgarð til bráðabirgða þar sem gert er ráð fyrir að verklok verði ekki fyrr en í maí - júní.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Fannar og Hrafnkell viku af fundi kl. 9:25