Málsnúmer 202501045Vakta málsnúmer
Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Frey Antonssyni, dagsett þann 9.janúar sl, þar sem sótt er um í nafni Miðgarðs Aktursíþróttafélags og MSÍ Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands um formlegt leyfi til að halda Íslandsmeistarmót í Snocross á Dalvík 22. mars fyrir norðan fiskvinnsluhús Samherja. Svæðið er á hafnarsvæðinu og er merkt með grænu á meðfylgjandi mynd. Í undirbúningi og meðan á keppni stendur verður snjó safnað á svæðið og úr honum dreift til að mynda keppnishring. Áhorfendasvæði verða sett upp og öryggissvæði skilgreint samkvæmt Snocross reglum MSÍ sem eru meðfylgjandi. Leitað verður samráðs og sótt um leyfi til lóðarhafa á svæðinu. Samherji hefur þegar samþykkt staðsetningu fyrir sitt leyti.
Skipulagsráð tók erindið fyrir á 30.fundi sínum þann 15.janúar sl, og var eftirfarandi bókað:
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs Dalvíkurbyggðar, hafnarstjóra og lóðarhafa á svæðinu auk leyfis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða : Byggðaráð tekur undir bókun skipulagsráðs og samþykkir erindið samhljóða með 3 atkvæðum, með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs Dalvíkurbyggðar, hafnastjóra og lóðarhafa á svæðinu, auk leyfis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðið leyfi sé veitt að þessum skilyrðum uppfylltum og með því skilyrði að mótshaldarar gangi vel um og gangi frá svæðinu að móti loknu."
Forseti sveitarstjórnar lagði til að liður 4 úr fundargerð skipulagsráðs, mál 202306097, verði tekið inn á dagskrá sveitarstjórnar og var það samþykkt samhljóða.