Sveitarstjórn

376. fundur 21. janúar 2025 kl. 16:15 - 17:17 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir komu fram um fundarboð eða fundarboðun.

Forseti sveitarstjórnar lagði til að liður 4 úr fundargerð skipulagsráðs, mál 202306097, verði tekið inn á dagskrá sveitarstjórnar og var það samþykkt samhljóða.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1136; frá 09.01.2025

Málsnúmer 2501003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202003115.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 201409071.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202412046.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202412078.
Liður 11 er sér mál á dagskrá; mál 202412060.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1137; frá 16.01.2024

Málsnúmer 2501011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202110061.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202308038.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202112032.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202301094.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202501070.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202501071.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202501045.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fræðsluráð - 301; frá 115.01.2025

Málsnúmer 2501008FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 8 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Íþrótta- og æskulýðsráð - 168; frá 07.01.2025

Málsnúmer 2501001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Íþrótta- og æskulýðsráð - 169; frá 09.01.2025

Málsnúmer 2501010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er einn liður og ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Skipulagsráð - 30; frá 15.01.2025

Málsnúmer 2501007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 12 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202302116.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202501016.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202501017.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 44; frá 13.12.2024.

Málsnúmer 2412009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 28; frá 10.01.2025

Málsnúmer 2501005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 143; frá 08.01.2025

Málsnúmer 2501002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202110045, löndunarkranar á Norðurgarði.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202501019, vigtarkranar á Norðurgarði.
Enginn tók til máls.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Frá 1136. fundi byggðaráðs þann 09.01.2025; Verkfallslisti 2025

Málsnúmer 202412046Vakta málsnúmer

Á 1136. fundi byggðaráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna sksal birta fyrir 1. febrúar ár hvert skrá yfir þau störf sem falla undir ákvæði þar sem heimild til verkfalls nær ekki til.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi skrá með tillögum að nokkrum breytingum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi skrá yfir störf sem falla undir ákvæði þar sem heimild til verkfalls nær ekki til. Vísað til umsagnar viðkomandi stéttarfélaga."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

11.Frá 1137. fundi byggðaráðs þann 16.01.2025; Ósk um viðauka vegna breytingu á loftræstingu í Eldhúsi í Bergi

Málsnúmer 202501071Vakta málsnúmer

Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 14.1.2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 1.660.000 til hækkunar á lið 31700-4610 til þess að lagfæra loftræstingu í eldhúsi í Menningarhúsinu Bergi.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðuaukabeiðni, viðauki nr.1 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 31700-4610 hækkar um kr. 1.660.000.- og honum verði mætt með lækkun á handbæru fé."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 1.660.000 á lið 31700-4610.
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

12.Frá 1136. fundi byggðaráðs þann 09.01.2025; Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Á 1136. fundi byggðaráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:15.
Á 300. fundi fræðsluráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir drög að samningi við Háskólann á Akureyri.
Niðurstaða : Fræðsluráð vísar samningi til Byggðaráðs og farið verði sérstaklega yfir uppsagnarákvæði samningsins."
Með fundarboð byggðaráðs fylgdi:
Drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Háskólans á Akureyri um skólaþjónustuu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir.
Minnisblað dagsett þann 06.11.2024 þar sem skólastjórnendur, aðstoðarskólastjórar og deildarstjórar leik- og grunnskóla í Dalvíkurbyggð ásamt sviðsstjóra leggja til að haldið verði áfram með samning við Háskólann á Akureyri en sett verði inn í hann endurskoðunarákvæði vegna óvissu um hvað frumvarp um skólaþjónustu sem var komið í umræðu.
Til umræðu ofangreint.
Gísli vék af fundi kl. 13:30.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samið verði áfram við Háskólann Akureyri með gildistíma til og með 31. maí 2026."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla, rannsóknir og úttektir með gildistíma til og með 31. maí 2026.

13.Frá 1136. fundi byggðaráðs þann 09.01.2025; Samningur um loftmyndir

Málsnúmer 201409071Vakta málsnúmer

Á 1136. fundi byggðaráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir minnisblað frá skipulagsfulltrúa, dagsett þann 6. nóvember sl., þar sem vísað er til samningsdraga á milli Dalvíkurbyggðar og Loftmynda ehf. frá september 2018 en samningur virðist ekki hafa verið undirritaður.
Meðfylgjandi eru drög að samningi við Loftmyndir ehf. um viðhald á tölvutækum landfræðilegum gögnum og rekstur á kortasjá.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum um samningsdrögum, m.a. grein 8 um uppsögn og gildistíma.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur skipulagsfulltrúa, dagsettur þann 6. janúar sl., þar sem fram koma svör Loftmynda við vangaveltum byggðaráðs.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að samningi við Loftmyndir eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Loftmyndir. Samningstíminn eru 3 ár og framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn ef hvorugur samningsaðili segir honum upp. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 1 ár.

14.Frá 1137. fundi byggðaráðs þann 16.01.2025; Selárland - uppbyggingarsvæði; samningsdrög

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdu nýjustu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. um uppbyggingu á landsvæði ofan Hauganess.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Ektaböð ehf. og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi lokasamningsdrög við Ektaböð ehf. um uppbyggingu á landsvæði ofan Hauganess í Dalvíkurbyggð. Gildistími samningsins er 99 ár og tekur gildi við undirritun.

15.Frá 1137. fundi byggðaráðs 16.01.2025; Vinnuhópur um brunamál- húsnæðismál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri mætti til fundar kl. 13:30.
Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með slökkviliði Dalvíkur sl. mánudagskvöld og niðurstöðu HMS eftir yfirferð á teikningum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fela vinnuhópi um brunamál að skoða kosti þess að byggja nýja slökkvistöð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að fela vinnuhópi um brunamál að skoða kosti þess að byggja nýja slökkvistöð.

16.Frá 1137. fundi byggðaráðs þann 16.01.2025; Vinnuhópur um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins - skýrsla og tillögur.

Málsnúmer 202301094Vakta málsnúmer

Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1136.fundi byggðaráðs þann 9.janúar sl., var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla og tillögur vinnuhóps Dalvíkurbyggðar um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins, drög #4. Vinnuhópinn skipa: Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar,sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar. Fyrir fundinum liggur skýrsla og tillögur vinnuhóps Dalvíkurbyggðar um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins, drög nr.5.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög nr. 5 að skýrslu og tillögum vinnuhópsins og vísar þeim til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."


Samandregin niðurstaða úr skýrslunni:
Í lok yfirferðar vinnuhópsins er það ljóst að Dalvíkurbyggð á margar eignir sem halda þarf við.
Nokkrar af þeim eignum eru ekki vel nýttar af sveitarfélaginu og jafnvel ekkert. Á þessar eignir er komin töluverð viðhaldsþörf og því mikilvægt að tekin sé ákvörðun um hvað á að gera.
Því er mikilvægt eins og fram kemur í skýrslunni að eignir sem eru lítið sem ekkert notaðar af sveitarfélaginu séu fundin ný framtíðarhlutverk eða þau hreinlega seld. Vinnuhópurinn áttar sig mjög vel á því að allar þessar eignir hafa tilfinningalegt gildi fyrir íbúa og sumar menningarlegt gildi.
Þá leggur vinnuhópurinn til unnið verði markvisst eftir tímasettri viðhaldsáætlun fyrir húsnæði í eigu sveitarfélagsins.
Til máls tóku:

Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum skýrslu vinnuhópsins eins og hún liggur fyrir.
Sveitarstjórn þakkar vinnuhópnum fyrir og samþykkir jafnframt að vinnuhópurinn hefur lokið störfum og hann því lagður niður.

17.Frá 1137. fundi byggðaráðs þann 16.01.2025: Endurskoðun húsnæðisáætlunar; stafræn húsnæðisáætlun 2025

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1136.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2025. Áætlunin hefur farið til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði, félagsmálaráði, fræðsluráði, veitu- og hafnaráði og
skipulagsráði.
Skipulagsráð vísar til þeirra deiliskipulagsverkefna sem eru í gangi. Umhverfis- og dreifbýlisráð telur að þörf sé á uppbyggingu á leiguíbúðum fyrir eldri borgara og ætti sú þörf að koma fram í húsnæðisáætlunni. Önnur fagráð sem hafa fjallað um áætlunina leggja hana fram til kynningar.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestaði frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar. Sveitarstjóri fór yfir húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar og upplýsti um að hún er í yfirferð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun og vísar henni til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."


Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu yfirfarin Húsnæðisáætlun 2025 af HMS.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að Húsnæðisáætlun 2025 fyrir Dalvíkurbyggð, eins og hún er yfirfarin af HMS.

18.Frá 30. fundi skipulagsráðs þann 15.01.2025; Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202501016Vakta málsnúmer

Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarndi bókað:
"Erindi dagsett 6.janúar 2025 þar sem Efla verkfræðistofa f.h. Arctic Hydro ehf. sækir um heimild til að gera breytingu
á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis erindið. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið frá Eflu Verkfræðistofu f.h. Artic Hydro ehf. Sveitarstjórn samþykkir jafnfram samhljóða framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

19.Frá 30. fundi skipulagsráðs þann 15.01.2025; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045; tillaga um vinnuhóp.

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til umræðu tillaga um að stofnaður verði þverfaglegur vinnuhópur um Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025- 2045 sem skipaður verði fulltrúum úr fagráðum sveitarfélagsins.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til að stofnaður verði vinnuhópur um gerð nýs aðalskipulags, skipaður einum fulltrúa úr hverju fagráði sveitarfélagsins.
Skipulagsráð óskar eftir tilnefningum fagráða um fulltrúa í vinnuhópinn fyrir næsta fund skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til samþykktar."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar afgreiðslu hvað varðar erindisbréf og skipun fulltrúa í vinnuhópinn.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

20.Frá 30. fundi skipulagsráðs þann 15.01.2025; Árskógsvirkjun Þorvaldsdal - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202501017Vakta málsnúmer

Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 6.janúar 2025 þar sem Efla verkfræðistofa f.h. Arctic Hydro ehf. sækir um heimild til að vinna nýtt deiliskipulag fyrir allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdalsá í Þorvaldsdal.
Meðfylgjandi er skipulagslýsing.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að unnið verði nýtt deiliskipulag til samræmis erindið. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráð og samþykkir að unnið verði nýtt deiliskipulag til samræmis við erindið frá Eflu Verkfræðistofu f.h. Arctic Hydro ehf. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða framlagða skipulagslýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða kynningu á lýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi.

21.Frá 1137. fundi byggðaráðs þann 16.01:2025; Frá Íslandsmeistaramót í snocrossi 2025

Málsnúmer 202501045Vakta málsnúmer

Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Frey Antonssyni, dagsett þann 9.janúar sl, þar sem sótt er um í nafni Miðgarðs Aktursíþróttafélags og MSÍ Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands um formlegt leyfi til að halda Íslandsmeistarmót í Snocross á Dalvík 22. mars fyrir norðan fiskvinnsluhús Samherja. Svæðið er á hafnarsvæðinu og er merkt með grænu á meðfylgjandi mynd. Í undirbúningi og meðan á keppni stendur verður snjó safnað á svæðið og úr honum dreift til að mynda keppnishring. Áhorfendasvæði verða sett upp og öryggissvæði skilgreint samkvæmt Snocross reglum MSÍ sem eru meðfylgjandi. Leitað verður samráðs og sótt um leyfi til lóðarhafa á svæðinu. Samherji hefur þegar samþykkt staðsetningu fyrir sitt leyti.
Skipulagsráð tók erindið fyrir á 30.fundi sínum þann 15.janúar sl, og var eftirfarandi bókað:
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs Dalvíkurbyggðar, hafnarstjóra og lóðarhafa á svæðinu auk leyfis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Niðurstaða : Byggðaráð tekur undir bókun skipulagsráðs og samþykkir erindið samhljóða með 3 atkvæðum, með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs Dalvíkurbyggðar, hafnastjóra og lóðarhafa á svæðinu, auk leyfis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðið leyfi sé veitt að þessum skilyrðum uppfylltum og með því skilyrði að mótshaldarar gangi vel um og gangi frá svæðinu að móti loknu."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:38.
1. varaforseti, Lilja Guðnadóttir, tók við fundarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og þá tillögu að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn Slökkviliðs Dalvíkurbyggðar, hafnastjóra og lóðarhafa á svæðinu, auk leyfis Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Einnig setur sveitarstjórn það skilyrði að mótshaldarar gangi vel um og gangi frá svæðinu að móti loknu.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.

22.Frá 143. fundi veitu- og hafnaráðs þann 08.01.2025; Endurbygging Norðurgarðs, fjárveiting 2022-2025 - HD017

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl.16:40 og tók við fundarstjórn.

Á 143. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur fundargerð verkfundar sem haldinn var 13.desember 2024.
Niðurstaða : Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu á verkinu. Veitu- og hafnaráð leggur til að löndunarkranar á Norðurgarði færist ekki meira en 5 metra austur frá fyrri staðsetningu.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að löndunarkranar á Norðurgarði færist ekki meira en 5 metra austur frá fyrri staðsetningu.

23.Frá 143. fundi veitu- og hafnaráðs þann 08.01.2025; Heimsókn í stofnanir 2025

Málsnúmer 202501019Vakta málsnúmer

"Á 143. fundi veitu- og hafnaráðs þann 8. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Í lok fundar var farið í skoðunarferð á Norðurgarð og framkvæmdir endurbyggingar hans skoðaðar.
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð leggur til að vigtarkranar á Norðurgarði verði færðir, þó ekki meira en um 5 metra austur frá núverandi staðsetningu.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs um að vigtarkranar á Norðurgarði verði færðir, þó ekki meira en 5 metra austur frá núverandi staðsetningu.

24.Frá 1136. fundi byggðaráðs þann 09.01.2025; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi þorrablót í Árskógi

Málsnúmer 202412078Vakta málsnúmer

Frá 1136. fundi byggðaráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 17. desember sl., þar sem óskað er umsagnar. vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Þorrablótsnefnd Árskógsstrandar vegna þorrablóts í Árskógi þann 1. febrúar nk.
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá skipulagsfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

25.Frá 1136. fundi byggðaráðs þann 09.01.2025; Karlsrauðatorg 11 - Umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar

Málsnúmer 202412060Vakta málsnúmer

Á 1136. fundi byggðaráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 10. desember sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Gísla, Eiríki og Helga ehf vegna Karlsrauðatorgs 11.
Fyrir liggur neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa þar sem umrædd fasteign er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá og er fyrirhuguð starfsemi innan svæðis sem skilgreint er sem íbúðarsvæði 303-ÍB í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og bendir skipulagsfulltrúi á að fyrirhuguð starfsemi samræmist ekki fyrirliggjandi skipulagi og skipulagsskilmálum svæðisins.
Niðurstaða : Byggðaráð hafnar ofangreindir umsókn um rekstrarleyfi með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar ofangreindri umsókn um rekstrarleyfi vegna Karlsrauðatorgs 11 með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa.

26.Frá 1137. fundi byggðaráðs þann 16.01.2025; Hóllinn Goðabraut 2 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 202501070Vakta málsnúmer

Á 1137. fundi byggðaráðs þann 16. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, tölvupóstur dagsettur 14.janúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um veitingaleyfi í flokki III-A Veitingahús. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að kalla eftir frekari gögnum fyrir sveitarstjórnarfund."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sem gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hún hefur aflað um umsóknina.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt með fyrirvara um umsagnir Slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra og samkvæmt upplýsingum frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og forstöðumanni safna og menningarhúss um áform leigjanda hvað varðar starfsemi og opnunartímann í húsinu.

27.Frá Sigmari Erni Harðarsyni; Ósk um lausn frá störfum sem formaður veitu- og hafnaráðs

Málsnúmer 202412070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sigmari Erni Harðarsyni, dagsett þann 15. desember sl., þar sem hann óskar lausnar sem formaður veitu- og hafnaráðs.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Sigmari Erni Harðarsyni lausn frá störfum sem formaður veitu- og hafnaráðs.
Sveitarstjórn þakkar Sigmari Erni fyrir störf í þágu sveitarfélagsins.

28.Frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur; Ósk um úrsögn úr skipulagsráði

Málsnúmer 202501056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttir, dagsett þann 13. janúar sl., þar sem hún óskar lausnar frá störfum sem formaður skipulagsráðs.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Önnu Kristínu Guðmundsdóttur lausn frá störfum sem formaður skipulagsráðs.

Sveitarstjórn þakkar Önnu Kristínu fyrir störf hennar í þágu sveitarfélagsins.

29.Frá Katrínu Kristinsdóttur; Ósk um lausn frá störfum sem varamaður í sveitarstjórn

Málsnúmer 202501086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Katrínu Kristinsdóttur, dagsett þann 17. janúar sl., þar sem Katrín óskar lausnar sem varamaður í sveitarstjórn vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Katrínu Kristinsdóttur lausn frá störfum sem varamaður í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn þakkar Katrínu fyrir störf hennar í þágu sveitarfélagsins.

30.Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202501087Vakta málsnúmer

a) Formaður veitu- og hafnaráðs

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Benedikt Snær Magnússon (D) taki sæti formanns og varaformaður verði Gunnar Kristinn Guðmundsson (K).
Einnig leggur forseti til að Helgi Einarsson (K) taki sæti sem varamaður í stað Gunnars Kristins Guðmundssonar (K).

b) Formaður skipulagsráðs.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Katrín Sif Ingvarsdóttir (K) taki sæti formanns og varaformaður verði Freyr Antonsson (D).
Einnig leggur forseti til að Helgi Einarsson (K) taki sæti varamanns í stað Gunnlaugs Svanssonar.

c) Varamaður í sveitarstjórn í stað Katrínar Kristinsdóttur.

c.1. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að Júlíus Magnússon (D), 5. maður á framboðslista Sjálfstæðisflokks og óháðra í framboði til sveitarstjórnar 2022, taki sæti Katrínar Kristinsdóttur (D) sem varamaður í sveitarstjórn.
c.2. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Júlíus Magnússon (D) taki sæti Katrínar Kristinsdóttur sem fulltrúi á þingfundum SSNE.

d) Aðrar tillögur
d.1. Fræðsluráð:
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) taki sæti sem formaður í stað Jolontu Krystyna Brandt (K), Jolanta taki sæti sem varaformaður fræðslráðs og Emil Einarsson (K) verði varamaður í stað Helga Einarsson (K).

d.2. Íþrótta- og æskulýðsráð:
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Elsa Hlín Einarsdóttir ( K) taki sæti sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs í stað Sigríðar Jódísar Gunnarsdóttur (D), Sigríður Jódís taki sæti sem varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs og Jóhann Már Kristinsson (D) verði varamaður í stað Gunnars Eiríkssonar sem fluttur er úr sveitarfélaginu.

d.3. Félagsmálaráð:
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Júlíus Magnússon (D) taki sæti sem formaður félagsmálaráðs í stað Freys Antonssonar (D) og að Auður Olga Arnarsdóttir, taki sæti sem aðalmaður í félagsmálaráði í stað Júlíusar Magnússonar (D).

Fleiri tóku ekki til máls um ofangreinda liði.
Ekki komu fram aðrar tillögur.
a) Veitu- og hafnaráð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
b) Skipulagsráð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
c.1.) Varamaður í sveitarstjórn: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
c.2.) Fulltrúi á þing SSNE; Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
d.1.) Fræðsluráð; Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
d.2.) Íþrótta- og æskulýðsráð: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
d.3.) Félagsmálaráð:Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

31.Fundargerðir stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses 2024; nr. 66

Málsnúmer 202408044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar nr. 66 frá 13. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.

32.Frá 30. fundi skipulagsráðs þann 15.01.2025; Þéttingarreitir innan Dalvíkur

Málsnúmer 202306097Vakta málsnúmer

Á 30. fundi skipulagsráðs þann 15. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að lóðablöðum fyrir þéttingarreiti á eftirfarandi lóðum á Dalvík:

-Karlsbraut 4. Lóð fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum.
-Karlsbraut 14. Lóð fyrir einbýlishús á einni til tveimur hæðum.
-Hjarðarslóð. Lóð fyrir fjögurra íbúða raðhús á einni hæð.
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu tillögunnar og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna lóðablöð fyrir framangreindar lóðir skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lóðablöð fyrir Karlsbraut 4 og 14 skulu grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Karlsbraut 1-19 og 2-20.
Lóðablað fyrir raðhús við Hjarðarslóð skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hjarðarslóð 1-3 og 2-6, Ásvegi 1-13, Svarfaðarbraut 4-16, Mímisvegi 20-34 og Böggvisbraut 3-11.

Samþykkt með fjórum atkvæðum."
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að skipulagsráði verði falið að deiliskipuleggja reit fyrir raðhús við Hjarðarslóð.

Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum þá breytingu á afgreiðslu skipulagsráðs að í stað þess að lóðablað fyrir raðhús við Hjarðarslóð verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hjarðarslóð 1-3 og 2-6, Ásvegi 1-13, Svarfaðarbraut 4-16, Mímisvegi 20-34 og Böggvisbraut 3-11 þá er skipulagsráði falið að deiliskipuleggja reit fyrir raðhús við Hjarðarslóð skv. ofangreindi tillögu forseta sveitarstjórnar.

Annað í afgreiðslu skipulagsráðs er óbreytt:
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna lóðablöð fyrir framangreindar lóðir skv. 44.gr.skipulagslaga nr. 123/2010:
Lóðablöð fyrir Karlsbraut 4 og 14 skulu grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Karlsbraut 1-19 og 2-20.




Fundi slitið - kl. 17:17.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristinn Bogi Antonsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs