Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 10. desember sl, þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá Gísla, Eiríki og Helga ehf vegna Karlsrauðatorgs 11.
Fyrir liggur neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa þar sem umrædd fasteign er skráð sem einbýlishús í fasteignaskrá og er fyrirhuguð starfsemi innan svæðis sem skilgreint er sem íbúðarsvæði 303-ÍB í Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og bendir skipulagsfulltrúi á að fyrirhuguð starfsemi samræmist ekki fyrirliggjandi skipulagi og skipulagsskilmálum svæðisins.