Frá Skipulagsfulltrúa; Samningur um loftmyndir

Málsnúmer 201409071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1130. fundur - 07.11.2024

Tekið fyrir minnisblað frá skipulagsfulltrúa, dagsett þann 6. nóvember sl., þar sem vísað er til samningsdraga á milli Dalvíkurbyggðar og Loftmynda ehf. frá september 2018 en samningur virðist ekki hafa verið undirritaður.
Meðfylgjandi eru drög að samningi við Loftmyndir ehf. um viðhald á tölvutækum landfræðilegum gögnum og rekstur á kortasjá.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum um samningsdrögum, m.a. grein 8 um uppsögn og gildistíma.

Byggðaráð - 1136. fundur - 09.01.2025

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá skipulagsfulltrúa, dagsett þann 6. nóvember sl., þar sem vísað er til samningsdraga á milli Dalvíkurbyggðar og Loftmynda ehf. frá september 2018 en samningur virðist ekki hafa verið undirritaður.
Meðfylgjandi eru drög að samningi við Loftmyndir ehf. um viðhald á tölvutækum landfræðilegum gögnum og rekstur á kortasjá.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum um samningsdrögum, m.a. grein 8 um uppsögn og gildistíma."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur skipulagsfulltrúa, dagsettur þann 6. janúar sl., þar sem fram koma svör Loftmynda við vangaveltum byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að samningi við Loftmyndir eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 376. fundur - 21.01.2025

Á 1136. fundi byggðaráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir minnisblað frá skipulagsfulltrúa, dagsett þann 6. nóvember sl., þar sem vísað er til samningsdraga á milli Dalvíkurbyggðar og Loftmynda ehf. frá september 2018 en samningur virðist ekki hafa verið undirritaður.
Meðfylgjandi eru drög að samningi við Loftmyndir ehf. um viðhald á tölvutækum landfræðilegum gögnum og rekstur á kortasjá.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum um samningsdrögum, m.a. grein 8 um uppsögn og gildistíma.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur skipulagsfulltrúa, dagsettur þann 6. janúar sl., þar sem fram koma svör Loftmynda við vangaveltum byggðaráðs.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að samningi við Loftmyndir eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samningsdrög við Loftmyndir. Samningstíminn eru 3 ár og framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn ef hvorugur samningsaðili segir honum upp. Gagnkvæmur uppsagnarfrestur er 1 ár.