Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir minnisblað frá skipulagsfulltrúa, dagsett þann 6. nóvember sl., þar sem vísað er til samningsdraga á milli Dalvíkurbyggðar og Loftmynda ehf. frá september 2018 en samningur virðist ekki hafa verið undirritaður.
Meðfylgjandi eru drög að samningi við Loftmyndir ehf. um viðhald á tölvutækum landfræðilegum gögnum og rekstur á kortasjá.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar afgreiðslu og óskar eftir nánari upplýsingum um samningsdrögum, m.a. grein 8 um uppsögn og gildistíma."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur skipulagsfulltrúa, dagsettur þann 6. janúar sl., þar sem fram koma svör Loftmynda við vangaveltum byggðaráðs.