Kosningar skv. samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202501087

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 376. fundur - 21.01.2025

a) Formaður veitu- og hafnaráðs

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Benedikt Snær Magnússon (D) taki sæti formanns og varaformaður verði Gunnar Kristinn Guðmundsson (K).
Einnig leggur forseti til að Helgi Einarsson (K) taki sæti sem varamaður í stað Gunnars Kristins Guðmundssonar (K).

b) Formaður skipulagsráðs.

Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Katrín Sif Ingvarsdóttir (K) taki sæti formanns og varaformaður verði Freyr Antonsson (D).
Einnig leggur forseti til að Helgi Einarsson (K) taki sæti varamanns í stað Gunnlaugs Svanssonar.

c) Varamaður í sveitarstjórn í stað Katrínar Kristinsdóttur.

c.1. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem gerði grein fyrir að Júlíus Magnússon (D), 5. maður á framboðslista Sjálfstæðisflokks og óháðra í framboði til sveitarstjórnar 2022, taki sæti Katrínar Kristinsdóttur (D) sem varamaður í sveitarstjórn.
c.2. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Júlíus Magnússon (D) taki sæti Katrínar Kristinsdóttur sem fulltrúi á þingfundum SSNE.

d) Aðrar tillögur
d.1. Fræðsluráð:
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) taki sæti sem formaður í stað Jolontu Krystyna Brandt (K), Jolanta taki sæti sem varaformaður fræðslráðs og Emil Einarsson (K) verði varamaður í stað Helga Einarsson (K).

d.2. Íþrótta- og æskulýðsráð:
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Elsa Hlín Einarsdóttir ( K) taki sæti sem formaður íþrótta- og æskulýðsráðs í stað Sigríðar Jódísar Gunnarsdóttur (D), Sigríður Jódís taki sæti sem varaformaður íþrótta- og æskulýðsráðs og Jóhann Már Kristinsson (D) verði varamaður í stað Gunnars Eiríkssonar sem fluttur er úr sveitarfélaginu.

d.3. Félagsmálaráð:
Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur til að Júlíus Magnússon (D) taki sæti sem formaður félagsmálaráðs í stað Freys Antonssonar (D) og að Auður Olga Arnarsdóttir, taki sæti sem aðalmaður í félagsmálaráði í stað Júlíusar Magnússonar (D).

Fleiri tóku ekki til máls um ofangreinda liði.
Ekki komu fram aðrar tillögur.
a) Veitu- og hafnaráð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
b) Skipulagsráð.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
c.1.) Varamaður í sveitarstjórn: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
c.2.) Fulltrúi á þing SSNE; Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
d.1.) Fræðsluráð; Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
d.2.) Íþrótta- og æskulýðsráð: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
d.3.) Félagsmálaráð:Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.