Frá Sýslumanninum á Norðurlandi Eystra; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi þorrablót í Árskógi

Málsnúmer 202412078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1136. fundur - 09.01.2025

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 17. desember sl., þar sem óskað er umsagnar. vegna umsóknar um tækifærisleyfi frá Þorrablótsnefnd Árskógsstrandar vegna þorrablóts í Árskógi þann 1. febrúar nk.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá skipulagsfulltrúa og slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Vísað til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.