Veitu- og hafnaráð

125. fundur 30. júní 2023 kl. 08:15 - 11:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigmar Örn Harðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Valdimar Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Gísli Bjarnason
Dagskrá
Formaður óskar eftir heimild til afbrigða við dagskrá þannig að eitt mál bætist við dagskrá með málsnúmer 202304039. Var það samþykkt samhljóða 5 atkvæðum og fer málið á dagskrá nr. 17 og færast önnur mál aftar sem því nemur.

1.Hitaveitur á Íslandi - Úttekt á stöðu hitaveitna og nýtingar jarðhitavatns til húshitunar

Málsnúmer 202305035Vakta málsnúmer

Úttekt unnin af ÍSOR fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, gefin út í maí 2023. Úttektin felur í sér að leggja mat á stöðu rannsókna og gagna um auðlindina, hvernig þróun nýtingar hefur verið og hvaða tækifæri eru til sjálfbærrar nýtingar jarðhita til framtíðar. Í köflum 8.29 og 8.30 er umfjöllun um Hitaveitu Dalvíkur og Brimnes/Birnunesborgir.
Það vekur athygli veitu- og hafnaráðs að á mynd 5 á bls. 25 að metin afkastageta Hitaveitu Dalvíkur er rúmir 200 l/sek, sveitarstjóra er falið að afla upplýsinga hvaða forsendur eru að baki þessari tölu. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

2.Göngubrú yfir Svarfaðardalsá meðfram hitaveitustokki

Málsnúmer 202305081Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Hjörleifi Hjartarsyni hvort möguleiki er á að byggja létta göngubrú samhliða hitaveitumannvirki yfir Svarfaðardalsá. Settar eru fram þrjár spurningar sem óskað er svara við.

Til upplýsingar þá var á árinu 2022 sótt um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, vegna framkvæmda 2023, fyrir göngubrú yfir Svarfaðardalsá. Umsókn Dalvíkurbyggðar var hafnað.

Á árinu 2022 var sótt um í framkvæmdasjóð ferðamanna til þess að byggja göngubrú yfir Svarfaðardalsá, umsókn sveitarfélagsins var hafnað. Það er ekki kominn tími á endurnýjun hitaveitulagnar og núverandi mannvirki hefur ekki burðarþol til þess að hengja göngubrú á. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

3.Auglýst eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda

Málsnúmer 202306049Vakta málsnúmer

Samorka auglýsir að opnað hafi verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur er til 1.september 2023.
Veitu- og hafnaráð samþykki samhljóða með 5 atkvæðum að fela framkvæmdasviði að sækja um styrk til fráveituframkvæmda fyrir lok umsóknarfrests.

4.Hauganes gatnagerð - E2302

Málsnúmer 202303149Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu gögn er varða málið, vonir stóðu til að ný gögn varðandi útfærslu og áætlaðan kostnað vegna fráveitu við nýja götu myndu berast fyrir fundinn.
Lagt fram til kynningar.
Benedikt Snær Magnússon, lýsir yfir vanhæfi og víkur af fundi kl. 09:08

5.Umsókn um heimlögn, endurbætur fyrir heitt og kalt vatn.

Málsnúmer 202209134Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fara í viðhald á inntaki fyrir heitt og kalt vatn við fasteignina Ránarbraut 1, Dalvík.

Benedikt Snær Magnússon kemur aftur inn á fundinn kl. 09:24

6.Auglýst eftir umsóknum um styrki til jarðhitaleitar

Málsnúmer 202306145Vakta málsnúmer

Orkusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til jarðhitaleitar. Áherslur sjóðsins snúa að því að ráðast í átak við leit að heitu vatni á þeim svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar og vísað til loftslagsmarkmiða.

Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela sveitarstjóra í samráði við ÍSOR að sækja um styrk til jarðhitaleitar.
Rúnar H. Óskarsson sat ekki undir þessum lið.

7.Smávirkjanir í Dalvíkurbyggð (Brimnesárvirkjun)

Málsnúmer 201407032Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnarráð tók málið fyrir á 123.fundi sínum þann 5.apríl sl. og var eftirfarandi bókað:
"Farið yfir skýrslu Mannvits og virkjun Brimnesár rædd. Veitu- og hafnaráð sér ekki að Dalvíkurbyggð eigi að vera að fara í þessháttar framkvæmdir. Ráðið beinir því til byggðaráðs að haldinn verði íbúafundur sem allra fyrst til þess að kynna íbúum innihald skýrslunnar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á 1064.fundi byggðaráðs þann 13.apríl var eftirfarandi bókað: "Byggðaráð felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að undirbúa fundinn og hann fari fram sem fyrst í maí."
Íbúafundur var haldinn 3.maí í Menningarhúsinu Bergi, Dalvík.
Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðaráð að skoðað verði að bjóða út réttindi til virkjunar Brimnesár. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.
Rúnar H. Óskarsson sat ekki undir þessum lið.

8.Innköllun gagna um upptöku og notkun vatns fyrir árið 2022

Málsnúmer 202304022Vakta málsnúmer

Orkustofnun og Veðurstofa Íslands hafa um árabil haft samstarf um skráningu á nýtingu vatns, bæði yfirborðsvatns og grunnvatns og með þeim hætti haft mikilvægar upplýsingar um vatnsauðlindina og hafa þær nýst sem undirstaða í skýrslugerð um vatn og vatnsnotkun, m.a. til alþjóðlegra stofnana.

Orkustofnun óskar hér með eftir skilum fyrir síðasta ár, þ.e. 2022, bæði um upptöku og notkun vatnsveitna.

Sveitarstjóri í samráði við verkstjóra veitna hefur sent Orkustofnun umbeðin gögn.
Lagt fram til kynningar.
Björn Björnsson mætti kl. 09:24

9.Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Rúnar H. Óskarsson vék af fundi kl. 09:54

10.Endurbygging Norðurgarðs, fjárveiting 2022-2025

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Í tölvupósti dags. 25.apríl sl. tilkynnir Vegagerðin um tafir á endurbyggingu Norðurgarðs. Í stað þess að verkið verði unnið í ár og á næsta ári þá hliðast það til um eitt ár og mun verktaki hefja rekstur stálþils á árinu 2024 og þekja verður steypt á árinu 2025.

Á 1072.fundi byggðaráðs þann 29.júní sl. var tekin fyrir heildarviðauki I við fjárhagsáætlun 2023; fjárhagsáætlunarlíkan, þar sem tekið er tillit til þessa.
Lagt fram til kynningar.

11.Stálþil Norðurgarður endurnýjun.

Málsnúmer 202211125Vakta málsnúmer

Sjá bókun undir dagskrárlið nr. 10 við mál nr. 202110045

12.Samgönguáætlun 2024-2038 - drög í samráðsgátt

Málsnúmer 202306131Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að Samgönguáætlun 2024-2025 þar sem fram kemur áætlaðar framkvæmdir við hafnir Dalvíkurbyggðar á þessum árum.
Lagt fram til kynningar

13.Styrkir til orkuskipta 2023

Málsnúmer 202304023Vakta málsnúmer

Í tölvupósti þann 29.mars 2023 hvatti Orkusjóður aðildarhafnir Hafnasambands Íslands til þess að sækja um styrki til orkuskipta í höfnum. Umsóknarfrestur var til 19.apríl 2023.
Lagt fram til kynningar.
Silja Pálsdóttir vék af fundi kl. 10:30

14.Öryggismál á hafnarsvæðinu á Dalvík

Málsnúmer 202306050Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu punktar af fundi sem haldinn var í Ráðhúsi Dalvíkur þann 9.júní sl. þar sem aðilar frá fyrirtækjum sem hafa starfsemi á hafnarsvæðinu voru boðaðir.

Rædd voru öryggismál og farið yfir það sem má betur fara í öryggismálum og skráð niður þau atriði sem aðilar voru sammála um að þyrfti að huga að.
Veitu - og hafnarráð, vísar málinu til umhverfisráðs til umræðu og ákvörðunartöku.

15.Umsóknir um starf hafnavarðar - hafsögumanns

Málsnúmer 202304158Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri upplýsti að gengið hefði verið frá ráðningu Arnþórs Hjörleifssonar í stöðu hafnavarðar frá og með 1.september 2023.
Lagt fram til kynningar. Veitu - og hafnaráð býður Arnþór velkomin til starfa.

16.Uppsetning á sendiherra á höfninni á Árskógssandi

Málsnúmer 202306151Vakta málsnúmer

Norðursigling sækir um að setja upp svokallaðan "sendiherra" á höfninni á Árskógssandi, helst hjá Hríseyjarferjunni.
Veitu - og hafnarráð samþykkir með 4 atkvæðum að leyfa Norðursiglingu að setja upp sendiherra við norðurgarð á höfninni á Árskógssandi í sínu nærumhverfi. Veitu- og hafnaráðs áréttar að þessi framkvæmd er byggingaleyfisskyld og vísar erindinu til byggingafulltrúa. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.
Björn Björnsson vék af fundi kl. 10:47

17.Erindi vegna niðurfellingu á afslætti Ránarbraut 5

Málsnúmer 202304039Vakta málsnúmer

Veitu - og hafnarráð, samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra að leita álits á framkvæmd afsláttarkjara skv. 2.gr. gjaldskrár Hitaveitu Dalvíkur.

18.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301132Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Gísli Bjarnason tók við fundarritun kl. 10:00, hann fór af fundi kl. 10:53, þegar Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir tók við fundarritun.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigmar Örn Harðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon aðalmaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Valdimar Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir og Gísli Bjarnason