Veitu- og hafnaráð

143. fundur 08. janúar 2025 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Björgvin Páll Hauksson
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sitjandi formaður leggur til að 1.liður mál nr. 202501011 á dagskrá; Gjaldskrá Hitaveitu 2025, verði tekið af dagskrá, þar sem búið er að auglýsa gjaldskránna í Stjórnartíðindum. Aðrir liðir færast ofar sem því nemur.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

1.Brekkusel - umsókn um heimlagnir

Málsnúmer 202409002Vakta málsnúmer

Veitustjóri fór yfir stöðu mála í Brekkuseli.
Lagt fram til kynningar.

2.Samningur um mælaleigu, þjónustu og notkunarmælingar orkusölumæla

Málsnúmer 201303116Vakta málsnúmer

Á 140.fundi veitu- og hafnaráðs var eftirfarandi bókað:
Veitustjóra falið að leita lögfræðiálits á lengd samningsins með uppsögn hans í huga og hvort Hitaveita Dalvíkur geti sett sína mæla í hús. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.
Lögmaður sveitarfélagsins er að vinna að málinu, beðið er eftir svari frá honum.
Lagt fram til kynningar.

3.Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð felur veitustjóra að vinna að gjaldskrá fyrir jarðsjó.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

4.Þrýstingur á köldu vatni Árskógssandur

Málsnúmer 202402156Vakta málsnúmer

Á 133.fundi veitu- og hafnaráðs þann 6.mars. 2024 var eftirfarandi bókað:
Veitustjóri fór yfir stöðu mála varðandi kalt vatn á Árskógssandi.
Lagt fram til kynningar.
Á 134.fundi veitu- og hafnaráðs þann 11.apríl 2024 var eftirfarandi bókað:
Veitustjóri fóru yfir stöðu mála varðandi kalt vatn á Árskógssandi, stefnt er á endurnýjun á hluta dælulagnar og tengingu brunahana milli Dalvíkur og Árskógssands.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð óskar eftir kostnaðaráætlun á sverun lagnar á milli Árskógssands og Dalvíkur.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

5.Jöfnun húshitunarkostnaðar 2024

Málsnúmer 202411001Vakta málsnúmer

Rætt um endurskoðun á reglum um jöfnun húshitunarkostnaðar með tilliti til styrkja vegna varmadælna.
Veitu- og hafnaráð mun vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Björgvin Páll Hauksson kom til fundar kl. 9:00

6.Endurbygging Norðurgarðs, fjárveiting 2022-2025 - HD017

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundargerð verkfundar sem haldinn var 13.desember 2024.
Yfirhafnarvörður fór yfir stöðu á verkinu. Veitu- og hafnaráð leggur til að löndunarkranar á Norðurgarði færist ekki meira en 5 metra austur frá fyrri staðsetningu.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

7.Hafnarskúr, könnun á húsnæði

Málsnúmer 202406129Vakta málsnúmer

Yfirhafnavörður er í leit að nýju bráðabirgðahúsnæði fyrir starfsmenn hafnanna.
Lagt fram til kynningar.

8.Sérstakt strandveiðigjald hafna 2024

Málsnúmer 202412062Vakta málsnúmer

Sumarið 2024 innheimti Fiskistofa sérstakt gjald af strandveiðibátum sem greiða á hverri höfn í hlutfalli viðkomandi hafnar í heildarafla sem fenginn var við strandveiðar tímabilið 01.05.24 - 31.08.24.
Í hlut hafna Dalvíkurbyggðar kom:
Dalvík kr. 649.892.-
Árskógssandur kr. 0.-
Hauganes kr. 11.916.-
Lagt fram til kynningar.

9.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Dalvíkurbyggðar hófst árið 2019 en var aldrei lokið.

Á 133.fundi veitu- og hafnaráðs, þann 6.mars 2024 var eftirfarandi bókað:

Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að hafin verði endurskoðun á umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022, sem samþykkt var í desember 2017. Jafnframt leggur veitu- og hafnaráðs áherslu á að greindar verði hættur á höfnum Dalvíkurbyggðar og tekið verði tillit til þeirra við endurskoðun áætlunarinnar. Samþykkt samhljóða með 3 atkævðum.
Veitu- og hafnaráð vísar Umferðaröyggisáætlun Dalvíkurbyggðar til umhverfis- og dreifbýlisráðs til vinnslu, sem hefur málaflokkinn á sínu forræði.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

10.Heimsókn í stofnanir 2025

Málsnúmer 202501019Vakta málsnúmer

Í lok fundar var farið í skoðunarferð á Norðurgarð og framkvæmdir endurbyggingar hans skoðaðar.
Veitu- og hafnaráð leggur til að vigtarkranar á Norðurgarði verði færðir, þó ekki meira en um 5 metra austur frá núverandi staðsetningu.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Gunnlaugur Svansson aðalmaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
  • Sigvaldi Gunnlaugsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Björgvin Páll Hauksson
  • Halla Dögg Káradóttir veitustjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri