Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi

Málsnúmer 202303130

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1064. fundur - 13.04.2023

a) Tekið fyrir erindi frá Ocean EcoFarm ehf. þar sem óskað er eftir formlegri ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar hvort útgáfa starfsleyfis til nýrrar eldisstöðvar OEF á Hauganesi skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Starfsemin fellur undir C-flokk framkvæmda og sveitarstjórn skuli því taka formlega ákvörðun um hvort að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum eða hvort sveitarstjórn telji ekki þörf á umhverfismati vegna 10 tonna framleiðslu í eldisstöð OEF á Hauganesi. Meðfylgjandi er minnisblað um umhverfisáhrif framkvæmdar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands, dagsett þann 11. apríl 2023, þar sem fram kemur að fyrirhuguð framkvæmd fellur undir tölulið 1.09 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Hún er því í flokki B og þ.a.l. tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sem tekur ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Áður en stofnunin tekur ákvörðun sína leitar hún m.a. til umsagnaraðila.

Fyrirhugað starfsemi er leyfisskyld skv. reglugerð 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Starfsemin fellur undir tölulið 2 í viðuka IX og því er það Umhverfisstofnun sem gefur út starfsleýfi vegna starfseminnar og hefur efirlit með henni.


b) Tekið fyrir erindi frá Ocean EcoFarm ehf., dagsett þann 29. mars 2023, þar sem óskað er eftir formlegri heimild á frá Dalvíkurbyggð um að bora til tilraunar 30-40 metra djúpa borholu á klettanefi við sjó skammt norðan við hafnarsvæði skv. meðfylgjandi korti. Til tilraunar verður boruð 6" sver hola sem verður víkkuð ef árangur verður viðunandi.



a) Byggðaráð bendir á að erindið þarf fyrst að fara til Skipulagsstofnunar sbr. ofangreindar leiðbeiningar frá HNE.
b) Byggðaráð vísar erindinu til veitu- og hafnaráðs.

Veitu- og hafnaráð - 124. fundur - 03.05.2023

Veitu- og hafnaráð leggur til að veitt verði heimild til borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Halda skal raski á klöpp og gróðri í lágmarki og ganga snyrtilega frá borholunni við verklok þannig að ummerki um framkvæmdina verði í lágmarki. Verkefnisstjóra framkvæmdasviðs er falið að afla frekari gagna frá umsækjanda um framkvæmd og frágang og kynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir næstu nágrönnum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 124.fundi veitu- og hafnaráðs þann 3.maí sl. var eftirfarandi bókað: "Niðurstaða: Veitu- og hafnaráð leggur til að veitt verði heimild til borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Halda skal raski á klöpp og gróðri í lágmarki og ganga snyrtilega frá borholunni við verklok þannig að ummerki um framkvæmdina verði í lágmarki. Verkefnisstjóra framkvæmdasviðs er falið að afla frekari gagna frá umsækjanda um framkvæmd og frágang og kynna fyrirhugaða framkvæmd fyrir næstu nágrönnum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi.

Veitu- og hafnaráð - 127. fundur - 06.09.2023

Á 124.fundi veitu- og hafnaráðs var veitt heimild til borunar á tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi.
Veitu- og hafnaráð leggur til að veitt verði heimild til borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Halda skal raski á klöpp og gróðri í lágmarki og ganga snyrtilega frá borholunni við verklok þannig að ummerki um framkvæmdina verði í lágmarki. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Afgreiðsla veitu- og hafnaráðs var staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl.
Fyrir fundinum liggur umsókn Ocean EcoFarm ehf um framkvæmdaleyfi til þess að bora vinnsluholu. Borstæði verður innan við 20 metra frá núverandi borholu. Jafnframt egna heimilda landeiganda til gjaldtöku af borholuvatni er óskað eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar, um hvort sveitarfélagið hyggst nýta þann rétt sinn til gjaldtöku af jarðsjó.
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir vinnsluholu. Veitu- og hafnaráð hefur hug á að heimsækja fyrirtækið við fyrsta tækifæri. Ákvörðun um gjaldtöku er frestað.

Sveitarstjórn - 361. fundur - 19.09.2023

Á 127. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 124.fundi veitu- og hafnaráðs var veitt heimild til borunar á tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Veitu- og hafnaráð leggur til að veitt verði heimild til borun tilraunaholu og vatnslögn frá henni að eldisstöðinni á Hauganesi. Halda skal raski á klöpp og gróðri í lágmarki og ganga snyrtilega frá borholunni við verklok þannig að ummerki um framkvæmdina verði í lágmarki. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Afgreiðsla veitu- og hafnaráðs var staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. Fyrir fundinum liggur umsókn Ocean EcoFarm ehf um framkvæmdaleyfi til þess að bora vinnsluholu. Borstæði verður innan við 20 metra frá núverandi borholu. Jafnframt egna heimilda landeiganda til gjaldtöku af borholuvatni er óskað eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar, um hvort sveitarfélagið hyggst nýta þann rétt sinn til gjaldtöku af jarðsjó.Niðurstaða:Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir vinnsluholu. Veitu- og hafnaráð hefur hug á að heimsækja fyrirtækið við fyrsta tækifæri. Ákvörðun um gjaldtöku er frestað."
Til máls tók Helgi EInarsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til skipulagsráðs.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar um að vísa erindi Ocean EcoFarm dags. 25. ágúst 2023 um umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri borholu fyrir jarðsjó á Hauganesi og afstöðu Dalvíkurbyggðar til gjaldtöku til skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Fyrir fundinum liggur umsókn Ocean EcoFarm ehf um framkvæmdaleyfi til þess að bora vinnsluholu. Borstæði verður innan við 20 metra frá núverandi borholu. Jafnframt vegna heimilda landeiganda til gjaldtöku af borholuvatni er óskað eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar, um hvort sveitarfélagið hyggst nýta þann rétt sinn til gjaldtöku af jarðsjó.
Á 127.fundi veitu- og hafnarráðs þann 6.september sl. var eftirfarandi bókað:
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir vinnsluholu. Veitu- og hafnaráð hefur hug á að heimsækja fyrirtækið við fyrsta tækifæri. Ákvörðun um gjaldtöku er frestað.

Á 361.fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 19.september sl. var tekin fyrir fundargerð veitu- og hafnaráðs og eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar um að vísa erindi Ocean EcoFarm dags. 25. ágúst 2023 um umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri borholu fyrir jarðsjó á Hauganesi og afstöðu Dalvíkurbyggðar til gjaldtöku til skipulagsráðs.

Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur umsókn Ocean EcoFarm ehf um framkvæmdaleyfi til þess að bora vinnsluholu. Borstæði verður innan við 20 metra frá núverandi borholu. Jafnframt vegna heimilda landeiganda til gjaldtöku af borholuvatni er óskað eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar, um hvort sveitarfélagið hyggst nýta þann rétt sinn til gjaldtöku af jarðsjó. Á 127.fundi veitu- og hafnarráðs þann 6.september sl. var eftirfarandi bókað: Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir vinnsluholu. Veitu- og hafnaráð hefur hug á að heimsækja fyrirtækið við fyrsta tækifæri. Ákvörðun um gjaldtöku er frestað. Á 361.fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 19.september sl. var tekin fyrir fundargerð veitu- og hafnaráðs og eftirfarandi bókað: Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar um að vísa erindi Ocean EcoFarm dags. 25. ágúst 2023 um umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri borholu fyrir jarðsjó á Hauganesi og afstöðu Dalvíkurbyggðar til gjaldtöku til skipulagsráðs. Niðurstaða:Afgreiðslu frestað. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Skipulagsráð kanni mögulega breytingu á deiliskipulagi þar sem lóð sé skilgreind undir borholu og lagnaleiðir skilgreindar til viðtakanda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að beina því til Veit-u og hafnaráðs að koma með tillögu um gjaldtöku sem byggi á gjaldskrá hitaveitu, vatnsveitu eða nýrri. "

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Veitu- og hafnaráð - 130. fundur - 06.12.2023

Á 362.fundi sveitarstjórnar þann 7.nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Skipulagsráð kanni mögulega breytingu á deiliskipulagi þar sem lóð sé skilgreind undir borholu og lagnaleiðir skilgreindar til viðtakanda.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að beina því til veitu- og hafnaráðs að koma með tillögu um gjaldtöku sem byggi á gjaldskrá hitaveitu, vatnsveitu eða nýrri. "

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela sveitarstjóra og veitustjóra að koma með tillögu að gjaldtöku vegna nýtingar á jarðsjó.