a) Tekið fyrir erindi frá Ocean EcoFarm ehf. þar sem óskað er eftir formlegri ákvörðun sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar hvort útgáfa starfsleyfis til nýrrar eldisstöðvar OEF á Hauganesi skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Starfsemin fellur undir C-flokk framkvæmda og sveitarstjórn skuli því taka formlega ákvörðun um hvort að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum eða hvort sveitarstjórn telji ekki þörf á umhverfismati vegna 10 tonna framleiðslu í eldisstöð OEF á Hauganesi. Meðfylgjandi er minnisblað um umhverfisáhrif framkvæmdar.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands, dagsett þann 11. apríl 2023, þar sem fram kemur að fyrirhuguð framkvæmd fellur undir tölulið 1.09 í 1. viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Hún er því í flokki B og þ.a.l. tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar sem tekur ákvörðun um hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Áður en stofnunin tekur ákvörðun sína leitar hún m.a. til umsagnaraðila.
Fyrirhugað starfsemi er leyfisskyld skv. reglugerð 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. Starfsemin fellur undir tölulið 2 í viðuka IX og því er það Umhverfisstofnun sem gefur út starfsleýfi vegna starfseminnar og hefur efirlit með henni.
b) Tekið fyrir erindi frá Ocean EcoFarm ehf., dagsett þann 29. mars 2023, þar sem óskað er eftir formlegri heimild á frá Dalvíkurbyggð um að bora til tilraunar 30-40 metra djúpa borholu á klettanefi við sjó skammt norðan við hafnarsvæði skv. meðfylgjandi korti. Til tilraunar verður boruð 6" sver hola sem verður víkkuð ef árangur verður viðunandi.
b) Byggðaráð vísar erindinu til veitu- og hafnaráðs.