Skipulagsráð

13. fundur 18. október 2023 kl. 14:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Ágúst Hafsteinsson hjá Form ráðgjöf sat fundinn.
Bjarki Valberg, Guðrún Birna Sigmarsdóttir og Sveinn Bjarnason, frá Mannvit komu til fundar kl. 14:00 á Teams.

1.Deiliskipulag á Árskógssandi

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Á 12.fundi skipulagsráðs þann 13.september sl. komu þeir Bjarki Þórir Valberg og Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason, frá Mannvit og fóru yfir stöðu á skipulagsvinnu við nýtt deiliskipulag á Árskógssandi.Eftirfarandi var bókað.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.

Tekin fyrir drög að skipulagslýsingu dags. september 2023 frá Mannviti vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við íbúðasvæði á Árskógssandi.
Skipulagssvæðið er samkvæmt gildandi aðalskipulagi skilgreint sem íbúðasvæði og óbyggt svæði og er 13,8 ha að stærð.
Samkvæmt skipulagsákvæðum gildandi aðalskipulags skulu þar vera lóðir fyrir sérbýlishús og blandaða byggð. Þéttleiki byggðar skal vera 8-12 íb/ha.

Mannvit mun senda frekari gögn og upplýsingar, unnið verður áfram að skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

2.Deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Á 12.fundi skipulagsráðs þann 13.september sl. komu þeir Bjarki Þórir Valberg og Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason, frá Mannvit og fóru yfir stöðu á skipulagsvinnu við deiliskipulag fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur. Eftirfarandi var bókað:
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.

Tekin fyrir drög að skipulagslýsingu dags. september 2023 frá Mannviti vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðahverfi sunnan Dalvíkur.
Skipulagssvæðið er samkvæmt gildandi aðalskipulagi skilgreint sem íbúðasvæði og er 6.1 ha að stærð.
Samkvæmt skipulagsákvæðum gildandi aðalskipulags skulu þar vera lóðir fyrir sérbýlishús og blandaða byggð. Þéttleiki byggðar skal vera 10-15 íb/ha.

Mannvit mun senda frekari gögn og upplýsingar, unnið verður áfram að skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Bjarki, Guðrún Birna og Sveinn véku af fundi kl. 14:40

3.Deiliskipulag við Böggvisbraut

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Á 12.fundi skipulagsráðs þann 13.september sl. og var eftirfarandi bókað:
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.
Tekin fyrir uppfærð skipulagslýsing frá Landmótun vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðahverfi ofan við Böggvisbraut og utan við Dalvíkurkirkju.
Skipulagssvæðið er samkvæmt gildandi aðalskipulagi skilgreint sem íbúðasvæði og er 3.3 ha að stærð.
Samkvæmt skipulagsákvæðum gildandi aðalskipulags skulu þar vera lóðir fyrir sérbýlishús og blandaða byggð. Þéttleiki byggðar skal vera 10-15 íb/ha.

Skipulagsráð óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð fyrir nýja spennistöð 155 innan skipulagssvæðisins.

Sveitarstjóra falið að upplýsa Landmótun um umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum

4.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá - Skáldalækur Ytri

Málsnúmer 202210017Vakta málsnúmer

Á 4. fundi skipulagsráðs 2. nóvember 2022 var frestað afgreiðslu umsóknar Írisar Dagbjartar Helgadóttur, dagsett 5. október 2022, þar sem hún óskar eftir skráningu þriggja nýrra lóða í landi Skáldalæks Ytri og felur framkvæmdasviði að kanna hvort stofnun umræddra lóða sé í samræmi við aðalskipulag. Fyrir liggur álit frá Teiknistofu Arkitekta um stöðu aðalskipulags á svæðinu.
Umræddar lóðir eru innan landbúnaðarsvæðis 613-L og að hluta á landnotkunarreit 660-F fyrir frístundabyggð í aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020. Skipulagsráð felur umsækjanda að vinna að breytingu á aðalskipulagi, skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir breytta landnotkun á svæðinu og rökstyðja breytta nýtingu á landbúnaðarlandi. Skipulagsráð vekur athygli á að lóðirnar eru innan veghelgunarsvæðis Skíðadalsvegar og þarf því að leita umsagnar Vegagerðarinnar.
Tekin fyrir tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. 13. október 2023 frá Árna Ólafssyni arkitekt á Teikna teiknistofu þar sem lagt er til að Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 verði breytt á eftirfarandi hátt:
Frístundasvæði 660-F í landi Skáldalæks ytri er breytt þannig að annars vegar er núverandi afmörkun svæðisins færð til samræmis við gildandi deiliskipulag og hins vegar er svæðið stækkað til suðurs og þar gert ráð fyrir þremur lóðum til viðbótar við þær fjórar sem þegar eru byggðar. Afmörkun landnotkunar tekur mið af veghelgunarsvæði en eignamörk geta náð út fyrir landnotkunarreit.
Breytingin á ekki við meginatriði aðalskipulagsins. Um er að ræða stækkun frístundahúsabyggðar með fjölgun úr fjórum í sjö hús og leiðréttingu á afmörkun núverandi svæðis. Stækkunin er utan veghelgunarsvæðis og að mestu utan túna. Ekki eru þekktar fornminjar á svæðinu en svæðið verður kannað m.t.t. þess áður en deiliskipulag verður samþykkt. Breytingin hefur engin áhrif á náttúruverndarsvæði eða vistgerðir, sem njóta sérstakrar verndar. Stækkunin er í samhengi við þá byggð sem fyrir er og nýtir sömu vegtengingu.


Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna samkvæmt 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og senda hana til umsagnar hjá Vegagerðinni og RARIK.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

5.Rekstur fiskeldisstöðvar á Hauganesi

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur umsókn Ocean EcoFarm ehf um framkvæmdaleyfi til þess að bora vinnsluholu. Borstæði verður innan við 20 metra frá núverandi borholu. Jafnframt vegna heimilda landeiganda til gjaldtöku af borholuvatni er óskað eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar, um hvort sveitarfélagið hyggst nýta þann rétt sinn til gjaldtöku af jarðsjó.
Á 127.fundi veitu- og hafnarráðs þann 6.september sl. var eftirfarandi bókað:
Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir vinnsluholu. Veitu- og hafnaráð hefur hug á að heimsækja fyrirtækið við fyrsta tækifæri. Ákvörðun um gjaldtöku er frestað.

Á 361.fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 19.september sl. var tekin fyrir fundargerð veitu- og hafnaráðs og eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Helga Einarssonar um að vísa erindi Ocean EcoFarm dags. 25. ágúst 2023 um umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri borholu fyrir jarðsjó á Hauganesi og afstöðu Dalvíkurbyggðar til gjaldtöku til skipulagsráðs.

Afgreiðslu frestað.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

6.Vatnstankur við Upsa

Málsnúmer 202309045Vakta málsnúmer

Til kynningar á stöðu mála vegna fyrirhugaðra framkvæmda við nýjan vatnstank í landi Upsa.
Í gildi er eignayfirlýsing Dalvíkurbyggðar á landi Upsa, en landið er ekki þinglýst eign Dalvíkurbyggðar. Til þess að sýslumaður geti þinglýst landinu sem eign Dalvíkurbyggðar þarf að liggja fyrir uppruni/vottorð á því hvernig Dalvíkurbyggð eignaðist landið, en það er forsenda að hægt sé að stofna lóð/lóðir á svæðinu í fasteignaskrá HMS og fá þær afmarkaðar. Í framhaldi er hægt að skrá fleiri vatnsveitumannvirki á svæðið.
Í gildi er deiliskipulag sem staðfest var í Stjórnartíðindum B dags. 3. maí 2012. Í íbúakosningu árið 2012 var samþykkt að ógilda deiliskipulagið, en ekki hefur orðið að því ennþá.
Árið 2012 voru 1366 á kjörskrá í íbúakosningunni og greiddu 675 atkvæði eða 49%. Já sögðu 207 en nei sögðu 450. Auðir seðlar voru 17 og 1 ógildur Bæjarstjórn hafði sett þau mörk að kosningin yrði bindandi ef 66% íbúanna tæki þátt.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að vinna áfram í málinu með lögfræðingi og ráðgjöfum sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

7.Strengjalögn innan þéttbýlis á Dalvík

Málsnúmer 202310054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 26. september 2023 frá Árna Grétari Árnasyni hjá RARIK þar sem óskað er eftir leyfi fyrir lagningu nýs háspennustrengs frá spennistöð 155 og upp að vatnsbóli.
Einnig er óskað eftir lóð vegna færslu á spennistöð 155 vestur fyrir Böggvisbraut.
Loks óskar RARIK eftir að fundin verði lagnaleið fyrir 33 kV streng sem fer til Ólafsfjarðar og 11 kV streng frá aðveitustöð að spennistöð 155 og þaðan í Sæplast.
Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn veiti sveitarstjóra heimild til að samþykkja lögn á háspennustreng í jörð frá spennistöð 155 og upp með vegi til vesturs í línustæði Ólafsfjarðalínu að vatnsbóli.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

8.Ósk um sameiningu lóða Öldugötu 31, 33 og 35, Árskógssandi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Laxós ehf dags. 15. septemtber 2023 þar sem lóðarhafi óskar eftir heimild til að sameina lóðirnar Öldugötu 31, 33 og 35 á Árskógssandi. Óskað er eftir að byggingareitir lóðanna þriggja verði sameinaðir og nýtingarhlutfall lóðanna verði hækkað í 0.55. Fyrir er nýtingarhlutfall á lóð Öldugötu 31, 0.41/0.5 og á lóðunum Öldugata 33 og 35 er nýtingarhlutfallið 0.3/0.4.
Til skýringar segir í greinargerð með gildandi deiliskipulagi svæðisins í kafla „3.4.3 Nýtingarhlutfall. Miðað er við hámarksnýtingarhlutfall á svæðinu 0,3 og 0,4 nema að annað sé tekið fram.
Um athafnalóðirnar gildir auk þess eftirfarandi; í þeim tilfellum þar sem um milliloft eða efri hæð er um að ræða er heimilt að fara með nýtingarhlutfallið uppí 0,4, en sé einungis um einnar hæðar byggingu er hámarksnýtingarhlutfallið 0,3.“
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilt að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu samkvæmt skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir næsta fund ráðsins. Skipulagsráð setur fram skilmála um útlitsleg gæði bygginganna í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

9.Stofna lóð - landskipti - Hreiðarsstaðir - Hálendi, stærð 70,4ha

Málsnúmer 202309107Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni frá Framkvæmdasýslu ríkisins ríkiseignir dags. 19.september sl., þar sem óskað er eftir að stofna lóðina/landið Hreiðarsstaðir - Hálendi. Landið er stofnað úr jörðinni Hreiðarsstaðir, L151938, Dalvíkurbyggð. Heildarstærð nýrrar lóðar er 70,4 ha. Einnig er óskað eftir landskiptum á landið.
Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að stofna landið Hreiðarsstaði-Hálendi ásamt umbeðnum landsskiptum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

10.Klængshóll umsókn um lóð

Málsnúmer 202310068Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn dags. 10.október 2023 frá Jökli Bergmann kt. 110876-3199 og Önnu H. Hermannsdóttur kt. 240357-5509 eigendum jarðarinnar Klængshóls þar sem óskað er eftir leyfi til að stofna nýja lóð úr landi Klængshóls samkvæmt uppdráttum frá arkitektastofunni Kollgátu dags. 5. október 2023.
Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn heimili sveitarstjóra að stofna nýja lóð úr landi Klængshóls.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

11.Umsókn á framkvæmdasviði - ósk um byggingaleyfi vegna íbúðarhúss og hesthúss, Brekkukot

Málsnúmer 202307006Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs þann 13. júlí 2023 var samþykkt að grenndarkynna erindi frá Friðriki Þórarinssyni, dagsett þann 6. júlí sl., þar sem sótt er um leyfi frá eigendum Brekkukots um að byggja íbúðarhús og hesthús á jörðinni. Ekki er til deiliskipulag fyrir þetta svæði og þess vegna þurfa þessi áform að fá afgreiðslu skipulagsráðs og sveitarstjórnar áður en byggingafulltrúi getur tekið umsókna til afgreiðslu.

Erindið var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum Brekkukots 1, Snerru, Brekku og Jarðbrú frá 20. september til 12. október 2023 án athugasemda.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og málinu vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

12.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Farið yfir gjaldskrár sem heyra undir skipulagsráð.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hækka gjaldskrár fyrir árið 2024 um 4,9%.

13.Römpum upp opinberar byggingar

Málsnúmer 202309106Vakta málsnúmer

Á 1083.fundi byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 2. október sl., þar sme fram kemur að Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur haft aðkomu að verkefninu Römpum upp Ísland frá upphafi verkefnisins og hefur heimild til að leggja verkefninu til 200 milljr. Stjórn RUÍ ákvað á st´jornarfundi þann 19. september sl. að bjóða hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum, samstarf um gerð ramapa við húsnæði í þeirra eigu. Meðfylgjandi er erindi frá Römpum upp Ísland, sbr. samhljóðandi rafpóstur frá 26. september sl. Í erindinu kemur fram lýsing á aðkomu Römpum upp Ísland annars vegar og hins vegar þá aðkomu sveitarfélagsins. Fram kemur að óskað er er eftir umsóknum sem fyrst og ekki síðar en 10. desember nk.
Niðurstaða byggðaráðs er eftirfarandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins, Þórhöllu Franklín Karlsdóttur, til skoðunar.

Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.

14.Hvítbók um skipulagsmál

Málsnúmer 202309115Vakta málsnúmer

Drög að hvítbók um skipulagsmál hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er lögð fram endurskoðuð landsskipulagsstefna til fimmtán ára ásamt aðgerðaáætlun til fimm ára. Hægt er að senda inn umsagnir eða ábendingar til og með 31. október nk. Stefnudrögin verða einnig kynnt og rædd á Skipulagsdeginum sem haldinn verður 19. október.
Landsskipulagsstefnu er ætlað að tryggja heildarhagsmuni við gerð skipulagsáætlana og stuðla að samræmingu í stefnumótun ríkis og sveitarfélaga um þróun byggðar og landnýtingar. Þannig er landsskipulagsstefnu fyrst og fremst framfylgt með skipulagsgerð sveitarfélaga. Samkvæmt skipulagslögum skulu sveitarfélög byggja á landsskipulagsstefnu við gerð skipulagsáætlana.
Lagt fram til kynningar.

15.Svæðisskipulagsnefnd 2023

Málsnúmer 202310017Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundargerð 12.fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 13.september 2023. Í 6.tl. fundargerðarinnar er rætt um starf nefndarinnar og undirbúning fjárhagsáætlunar 2024 og var eftirfarandi bókað: Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar. Næsti fundur nefndarinnar verður í nóvember þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið.“
Óskað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna varðandi endurskoðunina, hvaða kafla ætti helst að styrkja eða uppfæra og eins ef talin er þörf á viðbótarköflum. Nefna má t.d. málefni ferðaþjónustu sem hefur áður verið rætt að gera skipulag um, umræðu um flokkun landbúnaðarlands og þróun þéttbýlis og búsetu. Þá stendur til að gera skipulag haf- og strandsvæða fyrir Eyjafjörð og mögulega stærra svæði, sú vinna gæti orðið á sama tíma og þá í takt við endurskoðun svæðisskipulagsins.
Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslufundir byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202105029Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir afgreiðslufunda byggingafulltrúa nr. 60 frá 11.september 2023 og nr 61. frá 6.október 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri