Málsnúmer 202309106Vakta málsnúmer
Á 1083.fundi byggðaráðs var tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 2. október sl., þar sme fram kemur að Fasteignasjóður Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur haft aðkomu að verkefninu Römpum upp Ísland frá upphafi verkefnisins og hefur heimild til að leggja verkefninu til 200 milljr. Stjórn RUÍ ákvað á st´jornarfundi þann 19. september sl. að bjóða hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum, samstarf um gerð ramapa við húsnæði í þeirra eigu. Meðfylgjandi er erindi frá Römpum upp Ísland, sbr. samhljóðandi rafpóstur frá 26. september sl. Í erindinu kemur fram lýsing á aðkomu Römpum upp Ísland annars vegar og hins vegar þá aðkomu sveitarfélagsins. Fram kemur að óskað er er eftir umsóknum sem fyrst og ekki síðar en 10. desember nk.
Niðurstaða byggðaráðs er eftirfarandi: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins, Þórhöllu Franklín Karlsdóttur, til skoðunar.