Fyrir fundinum liggur fundargerð 12.fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 13.september 2023. Í 6.tl. fundargerðarinnar er rætt um starf nefndarinnar og undirbúning fjárhagsáætlunar 2024 og var eftirfarandi bókað: Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar. Næsti fundur nefndarinnar verður í nóvember þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið.“
Óskað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna varðandi endurskoðunina, hvaða kafla ætti helst að styrkja eða uppfæra og eins ef talin er þörf á viðbótarköflum. Nefna má t.d. málefni ferðaþjónustu sem hefur áður verið rætt að gera skipulag um, umræðu um flokkun landbúnaðarlands og þróun þéttbýlis og búsetu. Þá stendur til að gera skipulag haf- og strandsvæða fyrir Eyjafjörð og mögulega stærra svæði, sú vinna gæti orðið á sama tíma og þá í takt við endurskoðun svæðisskipulagsins.