Svæðisskipulagsnefnd 2023

Málsnúmer 202310017

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Fyrir fundinum liggur fundargerð 12.fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 13.september 2023. Í 6.tl. fundargerðarinnar er rætt um starf nefndarinnar og undirbúning fjárhagsáætlunar 2024 og var eftirfarandi bókað: Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar. Næsti fundur nefndarinnar verður í nóvember þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið.“
Óskað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna varðandi endurskoðunina, hvaða kafla ætti helst að styrkja eða uppfæra og eins ef talin er þörf á viðbótarköflum. Nefna má t.d. málefni ferðaþjónustu sem hefur áður verið rætt að gera skipulag um, umræðu um flokkun landbúnaðarlands og þróun þéttbýlis og búsetu. Þá stendur til að gera skipulag haf- og strandsvæða fyrir Eyjafjörð og mögulega stærra svæði, sú vinna gæti orðið á sama tíma og þá í takt við endurskoðun svæðisskipulagsins.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 14. fundur - 20.10.2023

Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og
sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Óskað er eftir því að sveitarfélögin taki málefni Svæðisskipulags Eyjafjarðar fyrir á fundum skipulagsráðs/nefndar hvers sveitarfélags og/eða sveitarstjórnar eftir því sem við á.
Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til byggðaráðs til afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 362. fundur - 07.11.2023

Á 13. fundi skipulagsráðs þann 18. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur fundargerð 12.fundar Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dags. 13.september 2023. Í 6.tl. fundargerðarinnar er rætt um starf nefndarinnar og undirbúning fjárhagsáætlunar 2024 og var eftirfarandi bókað: Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar. Næsti fundur nefndarinnar verður í nóvember þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið.“ Óskað er eftir sjónarmiðum sveitarfélaganna varðandi endurskoðunina, hvaða kafla ætti helst að styrkja eða uppfæra og eins ef talin er þörf á viðbótarköflum. Nefna má t.d. málefni ferðaþjónustu sem hefur áður verið rætt að gera skipulag um, umræðu um flokkun landbúnaðarlands og þróun þéttbýlis og búsetu. Þá stendur til að gera skipulag haf- og strandsvæða fyrir Eyjafjörð og mögulega stærra svæði, sú vinna gæti orðið á sama tíma og þá í takt við endurskoðun svæðisskipulagsins.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Á 14. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 20. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Svæðisskipulagsnefndin óskar eftir að umræða verði tekin í skipulagsráðum/nefndum og sveitarstjórnum sveitarfélaganna um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar. Óskað er eftir því að sveitarfélögin taki málefni Svæðisskipulags Eyjafjarðar fyrir á fundum skipulagsráðs/nefndar hvers sveitarfélags og/eða sveitarstjórnar eftir því sem við á. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð vísar erindinu til byggðaráðs til afgreiðslu. "
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til eftirfarandi bókun:

"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða að leggja til að eftirfarandi köflum eða liðum verði bætt við vinnu við endurskoðun svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Haf-og strandsvæðaáætlun fyrir Eyjafjörð í samstarfi við innviðaráðuneytið með tilliti til umhverfisverndar, friðunar, veiða, nýtingar og lagareldis.
Ferðaþjónusta og uppbygging tengd vaxandi atvinnugrein.
Gerð verði ítarlegri flokkun landbúnaðarlands
Þróun þéttbýlis og búsetu.
Samgönguáætlun þar sem settar séu fram framtíðarverkefni svo sem ný göng milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar.
Gerð sé sameiginleg náttúru- og loftlagsáætlun fyrir Eyjafjörð.
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar bendir enn fremur á að nú er í vinnslu nýtt aðalskipulag Dalvíkurbyggðar og telur að vinna því tengdu geti nýst vel í endurskoðun svæðisáætlunar fyrir Eyjafjörð".

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.