Deiliskipulag á Árskógssandi

Málsnúmer 202303040

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 10. fundur - 10.05.2023

Anna Kristín Guðmundsdóttir vék af fundi kl.14:53 vegna vanhæfis
Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum

Sveitarstjórn - 359. fundur - 06.06.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað:Anna Kristín Guðmundsdóttir vék af fundi kl.14:53 vegna vanhæfis. Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu á Árskógssandi. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að taka tilboði Mannvits sem átti lægsta boð í vinnu við deiliskipulag á Árskógssandi.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Á 10.fundi skipulagsráðs þann 10.maí sl. var eftirfarandi bókað: Anna Kristín Guðmundsdóttir vék af fundi kl.14:53 vegna vanhæfis. Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu á Árskógssandi. Niðurstaða: Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði Mannvits sem var lægstbjóðandi. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Á 359.fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs að taka tilboði Mannvits sem átti lægsta boð í vinnu við deiliskipulag á Árskógssandi.

Bjarki Þórir Valberg og Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason, frá Mannvit fóru yfir stöðu á skipulagsvinnu við nýtt deiliskipulag á Árskógssandi.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.
Bjarki Þórir Valberg, Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason véku af fundi kl. 15:40

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Bjarki Valberg, Guðrún Birna Sigmarsdóttir og Sveinn Bjarnason, frá Mannvit komu til fundar kl. 14:00 á Teams.
Á 12.fundi skipulagsráðs þann 13.september sl. komu þeir Bjarki Þórir Valberg og Einar Ragnarsson og Steinþór Traustason, frá Mannvit og fóru yfir stöðu á skipulagsvinnu við nýtt deiliskipulag á Árskógssandi.Eftirfarandi var bókað.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.

Tekin fyrir drög að skipulagslýsingu dags. september 2023 frá Mannviti vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við íbúðasvæði á Árskógssandi.
Skipulagssvæðið er samkvæmt gildandi aðalskipulagi skilgreint sem íbúðasvæði og óbyggt svæði og er 13,8 ha að stærð.
Samkvæmt skipulagsákvæðum gildandi aðalskipulags skulu þar vera lóðir fyrir sérbýlishús og blandaða byggð. Þéttleiki byggðar skal vera 8-12 íb/ha.

Mannvit mun senda frekari gögn og upplýsingar, unnið verður áfram að skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Á 13.fundi skipulagsráðs þann 18.október sl. komu þau Bjarki Valberg, Guðrún Birna Sigmarsdóttir og Sveinn Bjarnason frá Mannviti og fóru yfir drög að skipulagslýsingu dags. september 2023 vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við íbúðasvæði á Árskógssandi. Eftirfarandi var bókað: Mannvit mun senda frekari gögn og upplýsingar, unnið verður áfram að skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Sveitarstjóri sendi á skipulagsráðgjafa áherslur skipulagsráðs eftir fundinn.


Tekinn fyrir endurskoðuð skipulagslýsing frá Mannviti dags. nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til að uppfærð skipulagslýsing verði lögð fyrir desember fund ráðsins. Sveitarstjóri sendir á Mannvit áherslur ráðsins eftir fundinn.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Skipulagsráð - 15. fundur - 13.12.2023

Lögð fram uppfærð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Mannviti verkfræðistofu.
Deiliskipulagið kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem óbyggðu svæði er breytt í íbúðabyggð.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og leggja fyrir næsta fund ráðsins ásamt skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarsvæðis á Árskógssandi, unnin af Mannviti verkfræðistofu. Deiliskipulagið kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem óbyggðu svæði er breytt í íbúðabyggð. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu og leggja fyrir næsta fund ráðsins ásamt skipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarsvæðis á Árskógssandi en deiliskipulagið kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar þar sem óbyggðu svæði er breytt í íbúðabyggð.

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Kynningu á skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á Árskógssandi lauk þann 13. febrúar sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að deiliskipulagsgerð í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 21. fundur - 04.06.2024

Steinþór Traustason og Arna Dögg Arnardóttir hjá Cowi verkfræðistofu kynntu fyrstu tillögur að útfærslu nýs deiliskipulags fyrir Árskógssand.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við tillögu 1 sem lögð var fram á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 22. fundur - 28.06.2024

Arna Dögg Arnardóttir og Bjarki Þórir Valberg hjá Cowi verkfræðistofu kynntu tillögur að útfærslu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við tillögu c og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Lögð fram drög að tillögu að útfærslu á nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi, unnin af COWI verkfræðistofu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við skipulagshönnuði.

Skipulagsráð - 27. fundur - 16.10.2024

Framhald vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi lagt fyrir til umræðu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við skipulagsráðgjafa og gera breytingar til samræmis við umræður á fundinum. Felast þær í breytingu á skipulagsmörkum og staðsetningu smáíbúðabyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Bjarki Þórir Valberg og Steinþór Traustason hjá COWI verkfræðistofu kynntu drög að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Árskógssand þar sem m.a. er gert ráð fyrir smáíbúðabyggð.
Bjarki og Steinþór sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við skipulagsráðgjafa og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.