Skipulagsráð

27. fundur 16. október 2024 kl. 14:00 - 16:23 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Framhald vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi lagt fyrir til umræðu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við skipulagsráðgjafa og gera breytingar til samræmis við umræður á fundinum. Felast þær í breytingu á skipulagsmörkum og staðsetningu smáíbúðabyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Þéttingarreitir innan Dalvíkur

Málsnúmer 202306097Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað unnið af Form ráðgjöf ehf. þar sem settar eru fram tillögur að þéttingarreitum innan Dalvíkur.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 13.september 2023.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 sem felst í stækkun íbúðasvæðis 201-ÍB norðan við Ægisgötu á Dalvík fyrir tvær lóðir fyrir raðhús á einni til tveimur hæðum. Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna lóðablöð fyrir eftirtaldar lóðir og grenndarkynna þau fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða:
Einbýlishús á einni til tveimur hæðum við Karlsbraut nr. 4, 14, 30.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fimm til sex íbúða raðhús við Hjarðarslóð norðan við hús nr. 1.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Anna Kristín Guðmundsdóttir sat hjá við umræðu og afgreiðslu varðandi Hjarðarslóð.

3.Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði á Árskógssandi vegna áforma á lóðum nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu lauk þann 31.ágúst sl. Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. Tólf athugasemdir bárust við tillöguna auk undirskriftalista með 69 nöfnum og eru þær lagðar fram ásamt drögum að svörum við efni athugasemda.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 9.október sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillögunni verði hafnað í ljósi innkominna athugasemda og niðurstöðu íbúakönnunar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Gunnþór Sveinbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 16:23.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi