Skipulagsráð

28. fundur 13. nóvember 2024 kl. 14:00 - 16:37 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður upp þá tillögu að tveimur fundarliðum yrðu bætt við áður útsenda dagskrá og var það samþykkt.
Umræddir fundarliðir eru nr. 18 og 19 í fundardagskrá.

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Kynningu á lýsingu fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045 lauk þann 11.nóvember sl.
Umsagnir bárust frá Isavia, Hafrannsóknarstofnun, Norðurorku, Mílu, Rarik, Fiskistofu, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Landsneti, Veðurstofu Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Ferðafélagi Svarfdæla, Sundfélaginu Rán, Veiðifélagi Svarfaðardalsár og veitum Dalvíkurbyggðar.
Hörgársveit hefur óskað eftir fresti til 14.nóvember nk. til að skila inn umsögn.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Þéttingarreitir innan Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202411040Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að þéttingarreitum fyrir íbúðarlóðir innan Dalvíkur.
Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þar sem íbúðabyggð 201-ÍB er stækkuð til norðurs frá Karlsbraut fyrir eina íbúðarhúsalóð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 16.október sl. og sveitarstjórnar þann 22.október sl. en þar láðist að bóka um umrædda stækkun.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Að mati skipulagsráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér verulegar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Nýtt íbúðasvæði við Böggvisbraut - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202410032Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 22.október sl. var skipulagsráði falið að stækka íbúðasvæði 202-ÍB til suðurs fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis norðan og sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
Samhliða verður nýtt deiliskipulag fyrir íbúðasvæði við Böggvisbraut stækkað til samræmis.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr.skipulagslaga nr. 123/2010 sem felur í sér eftirfarandi:
- Stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til suðurs á kostnað óbyggðs svæðis fyrir uppbyggingu íbúðarlóða norðan og sunnan vegslóða frá Böggvisbraut að Böggvisdal.
- Minniháttar stækkun á íbúðarsvæði 202-ÍB til norðurs og vesturs á kostnað óbyggðs svæðis.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Til samræmis við bókun sveitarstjórnar Davíkurbyggðar frá 22.október sl. er lagt til að skipulagsmörkum fyrir nýtt deiliskipulag íbúðabyggðar við Böggvisbraut verði breytt til samræmis við breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra tillögu að deiliskipulagi til samræmis við fundarlið 3 hér að framan.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Bjarki Þórir Valberg og Steinþór Traustason hjá COWI verkfræðistofu kynntu tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð sunnan Dalvíkur.
Bjarki og Steinþór sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við skipulagsráðgjafa og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Bjarki Þórir Valberg og Steinþór Traustason hjá COWI verkfræðistofu kynntu drög að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Árskógssand þar sem m.a. er gert ráð fyrir smáíbúðabyggð.
Bjarki og Steinþór sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að tillögunni í samvinnu við skipulagsráðgjafa og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Skógarhólar 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202410110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27.október 2024 þar sem Jökull Þorri Helgason sækir um lóð nr. 12 við Skógarhóla.
Jafnframt er óskað eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að heimilt verði að reisa parhús á lóðinni í stað einbýlishúss eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Anna Kristín Guðmundsóttir D-lista lýsti yfir vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræður og afgreiðslu máls.

Skipulagsráð hafnar erindinu og vísar því til vinnu við þéttingu byggðar þar sem m.a. er gert ráð fyrir parhúsalóðum norðan Ægisgötu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Umsókn um lóðir fyrir hraðhleðslustöðvar

Málsnúmer 202411011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.nóvember 2024 þar sem InstaVolt Iceland ehf. leggur fram umsókn um lóðir fyrir hraðhleðslustöðvar í Dalvíkurbyggð.
Óskað er eftir heimild til að setja upp sex stöðvar í þremur áföngum, þ.e. tvær hleðslustöðvar í hverjum þéttbýliskjarna sveitarfélagsins.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um aðra staðsetningarkosti.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Sjávarstígur 2 - staða mála varðandi framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202411052Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála varðandi umsókn Ocean Eco Farm ehf. um framkvæmdaleyfi fyrir borun eftir jarðsjó á lóð nr. 2 við Sjávarstíg á Hauganesi. Komið hefur í ljós að umsækjandi hefur nú þegar hafið framkvæmdina án heimildar sveitarfélagsins.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í ferli með lögfræðingi sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Stærri-Árskógur - Umsókn um stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 202410065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12.október 2024 þar sem Freydís Inga Bóasdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 40 ft gám sunnan við vélaskemmu í Stærri-Árskógi.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Emil Júlíus Einarsson bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir erindið samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

11.Forgangslisti fyrir deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 202304030Vakta málsnúmer

Lagður fram til umræðu listi yfir deiliskipulagsverkefni sem samþykkt hefur verið að setja í forgang árin 2024-2025.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að semja við skipulagsráðgjafa um framgang verkefna á forgangslista. Skipulagsráð óskar eftir forsendum frá fagráðum sveitarfélagsins fyrir vinnu við einstök skipulagsverkefni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Hamar frístundabyggð lóðasamningar og úthlutanir

Málsnúmer 202303013Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu staða lóðarleigusamninga og lóðaúthlutana í frístundabyggð á Hamri.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8.mars 2023.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að gjaldskrá fyrir frístundalóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Lausar lóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304040Vakta málsnúmer

Lagður fram til umræðu listi yfir lausar íbúðarlóðir í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að uppfæra lista yfir lausar íbúðarlóðir í sveitarfélaginu og birta frétt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Lausar athafnalóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202411036Vakta málsnúmer

Lagður fram listi yfir athafna-, iðnaðar- og verslunar- og þjónustulóðir í sveitarfélaginu sem lausar eru til úthlutunar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að uppfæra lista yfir lausar athafna-, verslunar- og þjónustulóðir og iðnaðarlóðir í sveitarfélaginu og birta frétt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Skólalóð Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202005032Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 22.október sl. var samþykkt að fulltrúi úr skipulagsráði verði tilnefndur til setu í vinnuhópi vegna skólalóðar Dalvíkurskóla.
Skipulagsráð samþykkir að tilnefna Önnu Kristínu Guðmundsdóttur sem fulltrúa ráðsins í vinnuhóp um skólalóð Dalvíkurskóla.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar 2024

Málsnúmer 202405089Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð Svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags. 20.september 2024.
Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 80.fundar dags. 7.október 2024, 81.fundar dags. 25.október 2024 og 82. fundar dags. 6.nóvember 2024 með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

18.Ásasund 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202409074Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8.ágúst 2024 þar sem Gunnar Már Leifsson sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús á lóðinni Ásasundi 1 (L231735).
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi eru afstöðumynd og grunnmynd.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Syðri-Haga.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Tillaga um vinnuhóp vegna byggðasafnsins og húsnæðismála

Málsnúmer 202410088Vakta málsnúmer

Á fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 22.október sl. var samþykkt að fulltrúi úr skipulagsráði verði tilnefndur til setu í vinnuhópi um byggðarsafn og húnsæðismál.
Skipulagsráð samþykkir að tilnefna Emil Júlíus Einarsson sem fulltrúa ráðsins í vinnuhóp um byggðasafn og húsnæðismál.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:37.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi