Hamar frístundabyggð lóðasamningar og úthlutanir

Málsnúmer 202303013

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Á 4. fundi skipulagsráðs var framkvæmdasviði falið að taka saman greinargerð um úthlutanir á frístundasvæðinu Hamri.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála og er falið að vinna áfram að endurskoðun á lóðarleigusamningum fyrir frístundahúsalóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Lögð fram til umræðu staða lóðarleigusamninga og lóðaúthlutana í frístundabyggð á Hamri.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 8.mars 2023.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að gjaldskrá fyrir frístundalóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.