Skipulagsráð

8. fundur 08. mars 2023 kl. 14:00 - 17:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Anna Guðrún Snorradóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs.
Dagskrá

1.Umsókn um lóð, Karlsbraut 3

Málsnúmer 202303005Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 1. mars 2023, óskar Gunnþór Jónsson eftir lóð við Karlsbraut 3 á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Karlsbraut 3 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Umsókn um lóð, Hringtún 28

Málsnúmer 202303008Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 11. febrúar 2023, óskar Leó Fossberg Júlíusson eftir lóð við Hringtún 28 á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 28 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Umsókn um lóð, Hringtún 36

Málsnúmer 202303006Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 11. febrúar 2023, óskar Leó Fossberg Júlíusson fyrir hönd Leó verktaka ehf eftir lóð við Hringtún 28 á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 36 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um lóð, Hringtún 34

Málsnúmer 202303007Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 11. febrúar 2023, óskar Leó Fossberg Júlíusson fyrir hönd Leó verktaka ehf eftir lóð við Hringtún 34 á Dalvík.
Skipulagsráð samþykkir lóðarumsóknina að Hringtúni 34 og felur framkvæmdasviði að úthluta lóðinni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Afgreiðslufundir byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202105029Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 50. frá 10. febrúar 2023 og 51. frá 3. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.
Emil Júlíus Einarsson vék af fundi vegna vanhæfis kl. 14:22

6.Umsókn um byggingaleyfi vegna breytinga á Karlsrauðatorgi 11, Dalvík

Málsnúmer 201806022Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar dags. 17. janúar 2023 var eftirfarandi bókað "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs frá 6. fundi þann 11. janúar og tillögu ráðsins um að byggingarleyfið verði grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningin skuli ná til lóðarhafa á Dalbæ, Kambhóli, Karlsrauðatorgi 9-24, Kirkjuvegi 7-12 og Melum.
Grenndarkynningu vegna erindis Gísla, Eiríks og Helga ehf, eigenda Karlsrauðatorgs 11 þar sem óskað var eftir endurnýjun á byggingarleyfi og afstöðu til breytinga á teikningum frá Svövu Björk Jónsdóttur, lauk þann 30. janúar 2023 án athugasemda frá þeim nágrönnum sem send voru grenndarkynningargögn.Send voru út kynningargögn á tuttugu og tvo næstu nágranna í formi aðaluppdrátta frá Svövu Björk Jónsdóttur og kynningarbréfs frá sviðsstjóra framkvæmdasviðs.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Emil Júlíus Einarsson kom aftur inn á fundinn kl. 14:27

7.Endurskoðun á lóðaúthlutunarreglum sveitarfélagsins

Málsnúmer 202301108Vakta málsnúmer

Skipulagráð felur framkvæmdasviði að fara yfir reglur fyrir úthlutun lóða og bera saman við fordæmi frá öðrum sveitarfélögum (sérstakt tillit til undanþágu gr. nr. 3.4.) og Framkvæmdasvið leggi fram minnisblað á næsta fundi ráðsins með tillögu hvort eigi að gera breytingu á úthlutunarreglum.
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði áfram að endurskoðun lóðarúthlutunarreglna og lagt fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Hamar frístundabyggð lóðasamningar og úthlutanir

Málsnúmer 202303013Vakta málsnúmer

Á 4. fundi skipulagsráðs var framkvæmdasviði falið að taka saman greinargerð um úthlutanir á frístundasvæðinu Hamri.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála og er falið að vinna áfram að endurskoðun á lóðarleigusamningum fyrir frístundahúsalóðir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Nýtt deiliskipulag við Svarfaðarbraut

Málsnúmer 202302015Vakta málsnúmer

Á 356. fundi sveitarstjórnar var samþykkt bókun Skipulagsráðs þann 8. febrúar um að vinna að deiliskipulagi fyrir tvö parhús á reit ÍB 313 við Svarfaðarbraut. Sveitarstjórn felur framkvæmdasviði að láta fullvinna gögn er varða deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi þar af lútandi til að leggja fyrir næsta fund Skipulagsráðs.
Skipulagsráð leggur til að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykki óverulega orðalagsbreytingu á skipulagsákvæðum fyrir íbúðarsvæði 313-Íb í töflu í kafla 4.3. í greinargerð Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að í stað „Þrjú einbýlishús eða fjögurra íbúða raðhús“ komi „Þrjár til fjórar íbúðir í einbýlis-, rað- eða parhúsum.“ Breytingin er óveruleg og er framkvæmdasviði falið að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar.
Tillaga að nýju deiliskipulagi verður kynnt íbúum á íbúafundi áður en hún verður auglýst samkvæmt bókun 355. fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Þorsteinn Ingi Ragnarsson situr hjá.

10.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Skipulagsráð óskar eftir stöðu á útboðsmálum Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

11.Deiliskipulag Dalvikurbyggðar

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

taka saman stöðu á deiliskipulagi
Lagt fram til kynningar.

12.Umsókn um framkvæmdarleyfi við Hálsá

Málsnúmer 202303003Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Arnfríði Friðriksdóttur, dagsett 28. febrúar 2023, um framkvæmdarleyfi vegna fyrirhugaðrar efnistöku við Hálsá.
Skipulagsráð leggur til að unnin verði skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi og hún kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Þar verði gerð grein fyrir fyrirhugaðri efnisnámu við Hálsá, forsendum tillögunnar, áætluðu efnismagni, frágangi og líklegum áhrifum. Í framhaldi af því verði lögð fram, kynnt og auglýst tillaga að aðalskipulagsbreytingu sbr. 1. mgr. 36. gr.laganna.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Umsögn um strengleið Dalvíkurlínu 2. Hörgársveit.

Málsnúmer 202303043Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 15. desember 2022 að að vísa aðalskipulagstillögu fyrir strengleið Dalvíkurlínu 2 í auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að strengleið Dalíkurlínu 2 innan marka Hörgársveitar ásamt helgunarsvæði hennar eru færðar inn á aðalskipulag Hörgársveitar og jafnframt eru reiðleiðir og göngu- og hjólaleiðir uppfærðar. Skipulagstillagan tekur til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021
Tillagan er nú send umsagnaraðilum til yfirferðar skv. 2. mgr. 30. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Dalvíkurbyggð hefur unnið breytingu á aðalskipulagi vegna Dalvíkurlínu 2 í samvinnu við Hörgársveit og Akureyri og gerir skipulagsráð engar athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Hörgársveitar fyrir strengleið Dalvíkurlínu 2.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Anna Guðrún Snorradóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Daníel Daníelsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Daníelsson Sviðsstjóri framkvæmdasviðs.