Deiliskipulag Dalvikurbyggðar

Málsnúmer 202302121

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

taka saman stöðu á deiliskipulagi
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 9. fundur - 12.04.2023

Anna Kristín Guðmunsdóttir vék af fundi kl. 15:41 vegna vanhæfis
Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu ofan Böggvisbrautar á Dalvík
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Landmótun.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
Anna Kristín Guðmunsdóttir kom aftur inn á fundinn 15:50

Sveitarstjórn - 358. fundur - 25.04.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu ofan Böggvisbrautar á Dalvík. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Landmótun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að samið verði við Landmótun vegna vinnu við deiliskipulag ofan Böggvisbrautar á Dalvík.
11 aðilum var boðið að skila verðtilboði og 5 tilboð bárust.

Skipulagsráð - 12. fundur - 13.09.2023

Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu ofan Böggvisbrautar á Dalvík. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Landmótun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum".
Á 358.fundi sveitarstjórnar þann 25.apríl 2023 var eftirfarandi bókað: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að samið verði við Landmótun vegna vinnu við deiliskipulag ofan Böggvisbrautar á Dalvík. 11 aðilum var boðið að skila verðtilboði og 5 tilboð bárust.


Óskar Örn Gunnarsson, hjá Landmótun hafði ekki tök á að koma inn á fundinn.
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja uppfærða skipulagslýsingu fyrir október fund ráðsins.

Skipulagsráð - 13. fundur - 18.10.2023

Á 12.fundi skipulagsráðs þann 13.september sl. og var eftirfarandi bókað:
Skipulagsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að fela skipulagsráðgjafa að leggja drög að skipulagslýsingu fyrir októberfund ráðsins.
Tekin fyrir uppfærð skipulagslýsing frá Landmótun vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðahverfi ofan við Böggvisbraut og utan við Dalvíkurkirkju.
Skipulagssvæðið er samkvæmt gildandi aðalskipulagi skilgreint sem íbúðasvæði og er 3.3 ha að stærð.
Samkvæmt skipulagsákvæðum gildandi aðalskipulags skulu þar vera lóðir fyrir sérbýlishús og blandaða byggð. Þéttleiki byggðar skal vera 10-15 íb/ha.

Skipulagsráð óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð fyrir nýja spennistöð 155 innan skipulagssvæðisins.

Sveitarstjóra falið að upplýsa Landmótun um umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Á 13.fundi skipulagsráðs var tekin fyrir uppfærð skipulagslýsing frá Landmótun vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu við nýtt íbúðahverfi ofan við Böggvisbraut og utan við Dalvíkurkirkju. Eftirfarandi var bókað: Skipulagsráð óskar eftir að gert verði ráð fyrir lóð fyrir nýja spennistöð 155 innan skipulagssvæðisins. Sveitarstjóra falið að upplýsa Landmótun um umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
Sveitarstjóri sendi á skipulagsráðgjafa ábendingar skipulagsráðs varðandi áherslur skipulagsráðsins eftir fundinn.
Tekin fyrir endurskoðuð skipulagslýsing frá Landmótun dags. 6.nóvember 2023.
Skipulagsráð leggur til að uppfærð skipulagslýsing verði lögð fyrir desember fund ráðsins. Sveitarstjóri sendir á Landmótun áherslur ráðsins eftir fundinn.
Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Skipulagsráð - 15. fundur - 13.12.2023

Lögð fram endurskoðuð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar við Böggvisbraut, unnin af Landmótun.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 364. fundur - 19.12.2023

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram endurskoðuð skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar við Böggvisbraut, unnin af Landmótun.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða lýsingu fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar við Böggvisbraut og að lýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Lögð fram til umræðu drög að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð vestan Böggvisbrautar.
Kynningu skipulagslýsingar lauk þann 13. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að deiliskipulagsgerð í samræmi við tillögu A í frumdrögum skipulagshönnuðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 22. fundur - 28.06.2024

Eyrún Pétursdóttir frá teiknistofunni Landmótun kynnti drög að tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð vestan Böggvisbrautar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að gerð deiliskipulags í samvinnu við skipulagshönnuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð vestan Böggvisbrautar á Dalvík.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við skipulagshönnuði.

Skipulagsráð - 26. fundur - 09.10.2024

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð vestan Böggvisbrautar á Dalvík.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta skipulagsráðgjafa vinna kynningarmyndband sem fylgja skal vinnslutillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 26. fundi skipulagsráðs þann 9. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð vestan Böggvisbrautar á Dalvík.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta skipulagsráðgjafa vinna kynningarmyndband sem fylgja skal vinnslutillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða þá tillögu forseta að frestað verði að gera kynningarmynd með vísan í lið 51 hér að ofan.

Skipulagsráð - 28. fundur - 13.11.2024

Til samræmis við bókun sveitarstjórnar Davíkurbyggðar frá 22.október sl. er lagt til að skipulagsmörkum fyrir nýtt deiliskipulag íbúðabyggðar við Böggvisbraut verði breytt til samræmis við breytingu á aðalskipulagi.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að láta uppfæra tillögu að deiliskipulagi til samræmis við fundarlið 3 hér að framan.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.