Á 9. fundi skipulagsráðs þann 12. apríl 2023 var eftirfarandi bókað: "Til umræðu og afgreiðslu tilboð í deiliskipulagsvinnu ofan Böggvisbrautar á Dalvík. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að taka tilboði lægstbjóðanda sem er Landmótun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum".
Á 358.fundi sveitarstjórnar þann 25.apríl 2023 var eftirfarandi bókað: Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgeiðslu skipulagsráðs og þá tillögu að samið verði við Landmótun vegna vinnu við deiliskipulag ofan Böggvisbrautar á Dalvík. 11 aðilum var boðið að skila verðtilboði og 5 tilboð bárust.
Óskar Örn Gunnarsson, hjá Landmótun hafði ekki tök á að koma inn á fundinn.