Skipulagsráð

22. fundur 28. júní 2024 kl. 08:15 - 10:51 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Eyrún Pétursdóttir frá teiknistofunni Landmótun kynnti drög að tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð vestan Böggvisbrautar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að gerð deiliskipulags í samvinnu við skipulagshönnuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Arna Dögg Arnardóttir og Bjarki Þórir Valberg hjá Cowi verkfræðistofu kynntu tillögur að útfærslu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við tillögu c og leggja fram tillögu á vinnslustigi á næsta fundi ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202404055Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 16. apríl sl. að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um nýtt 0,05 ha iðnaðarsvæði á Hauganesi.
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir frekari rökstuðningi vegna ákvörðunar sveitarstjórnar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagðan rökstuðning fyrir ákvörðun um óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202404044Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu á áformum um breytingu á deiliskipulagi Hauganess vegna nýrrar 500 m2 lóðar fyrir iðnaðarstarfsemi lauk þann 13. júní sl.
Tvær athugasemdir bárust.
Afgreiðslu er frestað þar til fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um hvort samsvarandi breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 geti talist óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Skáldalækur Ytri - breyting á aðalskipulagi vegna frístundabyggðar

Málsnúmer 202210017Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 lauk þann 9. júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Skáldalækur ytri - umsókn um deiliskipulag fyrir frístundalóðir

Málsnúmer 202401038Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir 2. áfanga frístundabyggðar í landi Skáldalækjar ytri lauk þann 9. júní sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Mílu, Rarik, slökkviliði Dalvíkurbyggðar, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Landeigendur á svæðinu hafa lagt til að nýr vegur innan svæðisins fái heitið Skáldalækjartröð.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi fyrir 2.áfanga frístundabyggðar í landi Skáldalækjar með þeirri breytingu eftir auglýsingu að vegur innan svæðisins (merktur "aðkoma") fái heitið Skáldalækjartröð til samræmis við tillögur landeigenda.
Skipulagsráð leggur áherslu á að hugað verði sérstaklega að staðsetningu brunahana á svæðinu í samræmi við umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga að breytingu á deiliskipulagi atvinnu- og íbúðarsvæðis á Árskógssandi til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 4. júní sl.
Uppfærð tilaga gerir ráð fyrir að sömu útlitsskilmálar gildi um alla bygginarreiti innan lóðarinnar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á auglýsingatíma verði efnt til íbúafundar þar sem lóðarhafi kynni áform um uppbyggingu á svæðinu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Þorsteinn Ingi Ragnarsson B-lista greiðir atkvæði gegn tillögunni og ítrekar fyrri bókun sína frá 19. fundi skipulagsráðs þann 10.apríl sl.

8.Deiliskipulag í landi Upsa

Málsnúmer 201112047Vakta málsnúmer

Á fundi umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar þann 2. febrúar 2018 var samþykkt að deiliskipulag fyrir frístunda- og iðnaðarlóðir í landi Upsa verði endurskoðað m.t.t. þess að fella út frístundabyggð á svæðinu.
Umrædd breyting kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir frekari rökstuðningi. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samvinnu við sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Árgerði - umsókn um stækkun bílgeymslu

Málsnúmer 202406028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júní 2024 þar sem Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson sækir um stækkun bílgeymslu á lóðinni Árgerði (L152225) á Árskógssandi .
Til stendur að breikka bílgeymsluna til austurs um 2 m.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Að mati skipulagsráðs er ekki þörf á að grenndarkynna áformin skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að ekki er talið að hagsmunir nágranna skerðist hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar og afgreiðslu byggingarfulltrúa í kjölfarið.

10.Lokastígur 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202406071Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10.júní 2024 þar sem EGO hús ehf. sækir um lóð nr. 6 við Lokastíg á Dalvík.
Skipulagsráð samþykki erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

11.Hringtún 24 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 202401009Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júní 2024 þar sem Valgerður I.R. Guðmundsdóttir sækir um frest til framkvæmda á lóð nr. 24 við Hringtún.
Lóðinni var úthlutað til lóðarhafa þann 23. janúar sl.
Skipulagsráð samþykkir að framlengja framkvæmdafrest um 3 mánuði, eða til 23.október 2024.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Staða skipulagsverkefna

Málsnúmer 202406126Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsverkefna sem eru í vinnslu og fyrirhuguð á vegum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

13.Aðalskipulag Fjallabyggðar 2020-2032- umsagnarbeiðni vegna hafnarsvæðis Siglufirði

Málsnúmer 202406008Vakta málsnúmer

Erindi Fjallabyggðar dags. 3. júní 2024 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 vegna breytinga á hafnarsvæði á Siglufirði.
Umsagnarfrestur er veittur til 19. júlí 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

14.Lónsbakkahverfi Hörgársveit - umsagnarbeiðni vegna deiliskipulagsbreytingar fyrir hringtorg

Málsnúmer 202406001Vakta málsnúmer

Erindi Hörgársveitar dags. 3. júní 2024 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.
Umsagnarfrestur er veittur til 15. júlí 2024.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu.

15.Athafnasvæði og hitaveitulögn í landi Ytri Haga - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 202406130Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu f.h. Norðurorku hf. að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna nýs athafnasvæðis í landi Ytri Haga og hitaveitulagnar frá borholum í landi Ytri Haga að Hjalteyri.
Meðfylgjandi skipulagslýsing.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis við framlögð gögn.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

16.Skógarhólar 29 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 8. maí sl. var samþykkt að gera breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis á þann veg að lóð Skógarhóla 29 verði minnkuð og gata innan lóðarinnar færi þar með í umsjá sveitarfélagsins, ásamt því að bætt yrði við lóð og byggingarreit fyrir 3-4 íbúða raðhús á einni hæð á opnu svæði norðan við lóð nr. 29 og leiksvæði fært til norðurs.
Eru nú lagðar fram tillögur að frekari útfærslu umræddrar breytingar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulagshönnuð í samræmi við tillögu 2. Gert verði ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi með möguleika á bílgeymslu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Kóngsstaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhús

Málsnúmer 202306068Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð afstöðumynd af fyrirhuguðu sumarhúsi á lóðinni Rikkubæ í landi Kóngsstaða til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 8. nóvember 2023. Málið varðar umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóðinni. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum Kóngsstaða.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 72. fundar dags. 10. júní 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:51.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi