Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu f.h. Norðurorku hf. að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna nýs athafnasvæðis í landi Ytri Haga og hitaveitulagnar frá borholum í landi Ytri Haga að Hjalteyri. Meðfylgjandi skipulagslýsing. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis við framlögð gögn. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.