Athafnasvæði og hitaveitulögn í landi Ytri Haga - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 202406130

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 22. fundur - 28.06.2024

Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu f.h. Norðurorku hf. að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna nýs athafnasvæðis í landi Ytri Haga og hitaveitulagnar frá borholum í landi Ytri Haga að Hjalteyri.
Meðfylgjandi skipulagslýsing.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis við framlögð gögn.
Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 1114. fundur - 04.07.2024

Á 22. fundi skipulagsráðs þann 28. júní sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga Eflu verkfræðistofu f.h. Norðurorku hf. að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna nýs athafnasvæðis í landi Ytri Haga og hitaveitulagnar frá borholum í landi Ytri Haga að Hjalteyri. Meðfylgjandi skipulagslýsing. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis við framlögð gögn. Þá leggur skipulagsráð til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis við framlögð gögn. Jafnframt samþykkir byggðaráð samhljóða framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Byggðaráð - 1115. fundur - 18.07.2024

Á fundi byggðaráðs þann 4.júlí sl. var samþykkt að setja lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um athafnasvæði í landi Ytri Haga í kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að skilgreint verði nýtt 5 ha athafnasvæði fyrir borholur og tengd mannvirki á landi sem skilgreint er sem landbúnaðarland í gildandi aðalskipulagi. Þá gerir tillagan jafnframt ráð fyrir vegtengingu frá Ólafsfjarðarvegi að athafnasvæði og hitaveitulögn frá athafnasvæði og að sveitarfélagsmörkum við Hörgársveit.
Með hliðsjón af uppfærðum gögnum frá umsækjanda er málið lagt fyrir á nýjan leik til afgreiðslu sem óveruleg breyting á aðalskipulagi.

Meðfylgjandi er aðalskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við framlögð gögn.
Að mati byggðaráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér umtalsverðar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.