Byggðaráð

1115. fundur 18. júlí 2024 kl. 13:15 - 15:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar bar formaður upp heimild til að bæta einu máli við á dagskrá, mál 202407063, liður 3.

1.Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa um ferli skipulagsbreytinga á lóðum nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu, Árskógssandi.
Undir þessum lið kom María Markúsdóttir, skipulagsfulltrúi til fundar kl. 13:15.

Byggðaráð þakkar Maríu fyrir yfirferðina og felur henni að undirbúa íbúafund á auglýsingatíma og í kjölfar hans íbúakönnun meðal íbúa og lóðarhafa á Árskógssandi. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.




2.Athafnasvæði og hitaveitulögn í landi Ytri Haga - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 202406130Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs þann 4.júlí sl. var samþykkt að setja lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna áforma um athafnasvæði í landi Ytri Haga í kynningu skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagstillagan gerir ráð fyrir að skilgreint verði nýtt 5 ha athafnasvæði fyrir borholur og tengd mannvirki á landi sem skilgreint er sem landbúnaðarland í gildandi aðalskipulagi. Þá gerir tillagan jafnframt ráð fyrir vegtengingu frá Ólafsfjarðarvegi að athafnasvæði og hitaveitulögn frá athafnasvæði og að sveitarfélagsmörkum við Hörgársveit.
Með hliðsjón af uppfærðum gögnum frá umsækjanda er málið lagt fyrir á nýjan leik til afgreiðslu sem óveruleg breyting á aðalskipulagi.

Meðfylgjandi er aðalskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við framlögð gögn.
Að mati byggðaráðs er um óverulega breytingu að ræða í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur hvorki í för með sér umtalsverðar breytingar á landnotkun né er hún líkleg til að hafa áhrif á einstaka aðila eða stór svæði.



3.Skíðafélag Dalvíkur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir strenglögn

Málsnúmer 202407064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17.júlí 2024 þar sem Skíðafélag Dalvíkur sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafmagnsstrengs í jörðu frá dælustöð skíðafélagsins að götukassa við neðri lyftu við Brekkusel.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Byggðaráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.

María vék af fundi kl. 13:53

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202406006Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 202407013Vakta málsnúmer

Þann 2.júlí sl., tilkynnti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um þau áform að klára ljósleiðaravæðingu landsins. Opinbert markmið stjórnvalda um aðgengi að ljósleiðara hefur verið að allir þéttbýlisstaðir og byggðakjarnar á landinu nái a.m.k. 80% hlutfalli tengdra lögheimila fyrir árslok 2028. Nýju áformunum sem kynnt voru í dag er aftur á móti ætlað að stuðla að 100% aðgengi fyrir árslok 2026, á grundvelli samvinnu íbúa, sveitarfélaga, fjarskiptafyrirtækja og ríkisins. Með fundarboði fylgja skilmálar fjarskiptasjóðs. Sveitarfélagið hefur frest til kl. 12:00, föstudaginn 16. ágúst, að samþykkja eða hafna tilboðinu en óskað er eftir svari sem fyrst.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilboð um styrk Fjarskiptasjóðs til lagningar ljósleiðarar til allra lögheimila Dalvíkurbyggðar utan markaðssvæða í þéttbýli. Veitusjóra er falið að vinna að málinu í samráði við Fjarskiptasjóð.

6.Sæfari - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir kaffihús

Málsnúmer 202407015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, töluvpóstur frá 3.júlí sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um veitingaleyfi í flokki II-E kaffishús um borð í Sæfara (2691), frá Almenningssamgöngum ehf. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

7.Minnisblað til sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Málsnúmer 202407032Vakta málsnúmer

Við nýafstaðin þinglok Alþingis var samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem snýr einkum að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Lögin má rekja til sameiginlegrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars sl. sem hafði það að markmiði að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skólamáltíðir í grunnskólum Dalvíkurbyggðar verði gjaldfrjálsar frá og með hausti 2024. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að uppfæra gjaldskrár grunnskóla.

8.Viðauki vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur 2024

Málsnúmer 202407037Vakta málsnúmer

Á 1114.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. júlí sl., þar sem fram kemur að ekkert tilboð barst í verkið vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Lagt er til að framkvæmdum verði frestað í ár og útboðið verði auglýst aftur strax í byrjun næsta árs með verktíma að vori og fram á sumar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur framkvæmdasviði að leggja fram viðaukabeiðni vegna ofangreindar breytinga á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2024.

Fyrir fundinum liggur viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindri viðaukabeiðni og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að auglýsa útboð í haust með framkvæmdatíma að vori.

9.Minnisblað með uppfærðum forsendum fjárhagsáætlana - júlí 2024

Málsnúmer 202407045Vakta málsnúmer

Hagstofa Íslands birti nýja þjóðhagsspá sína þann 28.júní sl. þar sem farið var yfir efnahagshorfur til næstu ára.
Lagt fram til kynningar
Næsti fundur byggðaráðs verður þann 15.ágúst 2024

Fundi slitið - kl. 15:15.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri