Minnisblað til sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Málsnúmer 202407032

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1115. fundur - 18.07.2024

Við nýafstaðin þinglok Alþingis var samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem snýr einkum að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í grunnskólum landsins. Lögin má rekja til sameiginlegrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars sl. sem hafði það að markmiði að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skólamáltíðir í grunnskólum Dalvíkurbyggðar verði gjaldfrjálsar frá og með hausti 2024. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs er falið að uppfæra gjaldskrár grunnskóla.

Fræðsluráð - 295. fundur - 21.08.2024

Tekið fyrir minnisblað frá Samandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 04.07. er varðar gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum.
Lagt fram til kynningar.