Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 202407013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1115. fundur - 18.07.2024

Þann 2.júlí sl., tilkynnti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um þau áform að klára ljósleiðaravæðingu landsins. Opinbert markmið stjórnvalda um aðgengi að ljósleiðara hefur verið að allir þéttbýlisstaðir og byggðakjarnar á landinu nái a.m.k. 80% hlutfalli tengdra lögheimila fyrir árslok 2028. Nýju áformunum sem kynnt voru í dag er aftur á móti ætlað að stuðla að 100% aðgengi fyrir árslok 2026, á grundvelli samvinnu íbúa, sveitarfélaga, fjarskiptafyrirtækja og ríkisins. Með fundarboði fylgja skilmálar fjarskiptasjóðs. Sveitarfélagið hefur frest til kl. 12:00, föstudaginn 16. ágúst, að samþykkja eða hafna tilboðinu en óskað er eftir svari sem fyrst.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að tilboð um styrk Fjarskiptasjóðs til lagningar ljósleiðarar til allra lögheimila Dalvíkurbyggðar utan markaðssvæða í þéttbýli. Veitusjóra er falið að vinna að málinu í samráði við Fjarskiptasjóð.