Viðauki vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur 2024

Málsnúmer 202407037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1115. fundur - 18.07.2024

Á 1114.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 2. júlí sl., þar sem fram kemur að ekkert tilboð barst í verkið vegna endurbóta á Sundlaug Dalvíkur í Íþróttamiðstöðinni. Lagt er til að framkvæmdum verði frestað í ár og útboðið verði auglýst aftur strax í byrjun næsta árs með verktíma að vori og fram á sumar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og felur framkvæmdasviði að leggja fram viðaukabeiðni vegna ofangreindar breytinga á fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2024.

Fyrir fundinum liggur viðaukabeiðni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindri viðaukabeiðni og felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að auglýsa útboð í haust með framkvæmdatíma að vori.