Sæfari - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir kaffihús

Málsnúmer 202407015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1115. fundur - 18.07.2024

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, töluvpóstur frá 3.júlí sl., þar sem óskað er umsagnar um umsókn um veitingaleyfi í flokki II-E kaffishús um borð í Sæfara (2691), frá Almenningssamgöngum ehf. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsögn frá Slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.