Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202404044

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 19. fundur - 10.04.2024

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri 500 m2 lóð fyrir iðnaðarstarfsemi.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið þegar samsvarandi breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi. Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar er óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal tillagan grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 2, 4, 6, 8 og 10 og Hafnargötu 2, 4 og 6A.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 368. fundur - 16.04.2024

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir nýrri 500 m2 lóð fyrir iðnaðarstarfsemi. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið þegar samsvarandi breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi. Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar er óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal tillagan grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 2, 4, 6, 8 og 10 og Hafnargötu 2, 4 og 6A. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið þegar samsvarandi breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi. Málsmeðferð deiliskipulagsbreytingar er óveruleg breyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal tillagan grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 2, 4, 6, 8 og 10 og Hafnargötu 2, 4 og 6A.

Skipulagsráð - 22. fundur - 28.06.2024

Grenndarkynningu á áformum um breytingu á deiliskipulagi Hauganess vegna nýrrar 500 m2 lóðar fyrir iðnaðarstarfsemi lauk þann 13. júní sl.
Tvær athugasemdir bárust.
Afgreiðslu er frestað þar til fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um hvort samsvarandi breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 geti talist óveruleg skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 23. fundur - 07.08.2024

Grenndarkynningu á áformum um breytingu á deiliskipulagi Hauganess vegna nýrrar 500 m2 lóðar fyrir iðnaðarstarfsemi lauk þann 13. júní sl. Tvær athugasemdir bárust.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 28.júní sl. og var afgreiðslu frestað þar til fyrir lægi samþykki Skipulagsstofnunar fyrir því að málsmeðferð samsvarandi aðalskipulagsbreytingar gæti talist óveruleg skv. 2.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsráð samþykkir framlögð drög að svörum við athugasemdum.

Í ljósi innkominna athugasemda felur skipulagsráð skipulagsfulltrúa að láta vinna eftirarandi breytingar á framlagðri tillögu:
- Byggingarreitur verði minnkaður og staðsetning byggingar afmörkuð frekar.
- Settir verði skilmálar um útlit fyrirhugaðrar byggingar og aðlögun að landslagi.

Uppfærð tillaga verði lögð fram á næsta fundi skipulagsráðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Lögð fram uppfærð tillaga Forms teiknistofu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess vegna áforma um nýja lóð fyrir iðnaðarstarfsemi.
Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir minnkun byggingarreits og lækkun byggingarheimildar úr 50 m2 í 25 m2. Þá eru settir skilmálar um hámarksvegghæð 2,6 m og hámarksmænishæð 3,4 m, tvíhalla þak og að yfirbragð byggingar taki mið af aðliggjandi byggð.
Þá er jafnframt sótt um stækkun lóðarinnar úr 500 m2 í 618 m2.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki uppfærða tillögu m.t.t. byggingarreits og byggingarmagns skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsókn um stækkun lóðar er hafnað.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Á 24. fundi skipulagsráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram uppfærð tillaga Forms teiknistofu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess vegna áforma um nýja lóð fyrir iðnaðarstarfsemi. Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir minnkun byggingarreits og lækkun byggingarheimildar úr 50 m2 í 25 m2. Þá eru settir skilmálar um hámarksvegghæð 2,6 m og hámarksmænishæð 3,4 m, tvíhalla þak og að yfirbragð byggingar taki mið af aðliggjandi byggð. Þá er jafnframt sótt um stækkun lóðarinnar úr 500 m2 í 618 m2. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki uppfærða tillögu m.t.t. byggingarreits og byggingarmagns skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsókn um stækkun lóðar er hafnað. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir samhljóða uppfærða tillögu m.t.t. byggingareits og byggingarmagns skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs um stækkun lóðar og hafnar umsókn um stækkun lóðar.