Skipulagsráð

24. fundur 11. september 2024 kl. 14:00 - 17:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að fá að bæta einum dagskrárlið við áður útsent fundarboð og var það samþykkt samhljóða. Umræddur dagskrárliður er nr. 28 í dagskrá.

1.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum kynnti drög að skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
Gunnar sat fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða lýsingu og að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Laxós - breyting á aðalskipulagi vegna vatnsöflunar

Málsnúmer 202406093Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 fyrir vatnstökusvæði og vatnslögn á Árskógssandi.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að lýsingin verði kynnt skv. 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðarbyggð sunnan Dalvíkur, unnin af COWI verkfræðistofu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við skipulagshönnuði. Óskað er eftir því að unnin verði jarðvegskönnun á svæðinu.

4.Árskógssandur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202303040Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að tillögu að útfærslu á nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi, unnin af COWI verkfræðistofu.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við skipulagshönnuði.

5.Böggvisbraut - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202302121Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga á vinnslustigi að nýju deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð vestan Böggvisbrautar á Dalvík.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við skipulagshönnuði.

6.Öldugata 31, 33, 35 Árskógssandi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202309104Vakta málsnúmer

Auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir athafna-, verslunar-, þjónustu- og íbúðarsvæði á Árskógssandi vegna áforma á lóðum nr. 31, 33 og 35 við Öldugötu lauk þann 31.ágúst sl.
Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Tólf athugasemdir bárust við tillöguna auk undirskriftalista með 69 nöfnum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til niðurstöður íbúakönnunar liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Sjávarstígur 2 Hauganesi - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 202404044Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga Forms teiknistofu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess vegna áforma um nýja lóð fyrir iðnaðarstarfsemi.
Uppfærð tillaga gerir ráð fyrir minnkun byggingarreits og lækkun byggingarheimildar úr 50 m2 í 25 m2. Þá eru settir skilmálar um hámarksvegghæð 2,6 m og hámarksmænishæð 3,4 m, tvíhalla þak og að yfirbragð byggingar taki mið af aðliggjandi byggð.
Þá er jafnframt sótt um stækkun lóðarinnar úr 500 m2 í 618 m2.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki uppfærða tillögu m.t.t. byggingarreits og byggingarmagns skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsókn um stækkun lóðar er hafnað.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Úrbætur kringum Skógarhóla 29 a-d og deiliskipulag vegna Skógarhóla 12

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis, unnin af Form teiknistofu.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi:
- Lagningu nýrrar götu norðan við Skógarhóla 29.
- Lóð og byggingarreit fyrir þriggja íbúða hús á einni hæð austan við Skógarhóla 11.
- Uppbyggingu göngustíga og leiksvæðis á opnu svæði.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Skógarhólum 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13, 15, 17, 23, 24, 26, 28 og 29 og Böggvisbraut 16, 18 og 20.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Jóabúð Hauganesi - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202202038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22.febrúar 2024 þar sem Gunnar Njáll Gunnarsson leggur fram fyrirspurn um afgreiðslu á umsókn um stækkun lóðarinnar Jóabúðar á Hauganesi. Sótt var um stækkun lóðarinnar í janúar 2022. Málið var tekið fyrir á fundi umhverfisráðs þann 10.febrúar 2022 og afgreiðslu vísað til vinnu við deiliskipulag Hauganess sem þá var í ferli.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að uppfæra lóðarleigusamning fyrir lóðina til samræmis við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Sandskeið 14 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202409044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5.september 2024 þar sem Ævar og Bóas ehf. sækir um stækkun lóðar nr. 14 við Sandskeið.
Skipulagsráð vísar erindinu til vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

11.Syðri Hagi - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegagerð

Málsnúmer 202406123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29.júlí 2024 þar sem Norðurorka sækir um framkvæmdaleyfi fyrir borun hitaveituholu og lagningu þjónustuvegar í landi Syðri-Haga.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist og óveruleg breyting á aðalskipulagi hefur tekið gildi.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

12.Bárugata 12 - umsókn um stækkun bílastæðis

Málsnúmer 202408082Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29.ágúst 2024 þar sem Katrín Eva R. Guðmundsdóttir sækir um stækkun bílastæðis og úrtak úr kantsteini við lóð nr. 12 við Bárugötu á Dalvík.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir úrtak úr kantsteini að hámarki 6 m að breidd, eða fyrir tvær samliggjandi innkeyrslur.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Hólavegur 7 - umsókn um stækkun innkeyrslu

Málsnúmer 202409048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6.september 2024 þar sem Ragnar Þór Georgsson sækir um breikkun innkeyrslu og úrtak úr kantsteini við lóð nr. 7 við Hólaveg.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem Dalvíkurbyggð áformar að leggja bílastæði meðfram Hólavegi á umræddu svæði.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.

14.Karlsbraut 20 - umsókn um stækkun innkeyrslu

Málsnúmer 202407034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8.júlí 2024 þar sem Maciej Jan Chyla sækir um innkeyrslu að lóð nr. 20 við Karlsbraut.
Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 7.ágúst sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem samþykki meðeigenda liggur ekki fyrir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Sjávargata 2-4 Árskógssandi - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 202409033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4.september 2024 þar sem Pétur Sigurðsson f.h. Sólrúnar ehf. sækir um breytta notkun byggingar á lóð nr. 2-4 við Sjávargötu.
Byggingin er í dag skráð sem fiskverkunarhús en áform eru um að skipta byggingunni í fimm jafnstórar einingar með jafnmörgum innkeyrsludyrum.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar grenndarkynningargögn hafa borist.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sjávargötu 6, 6A og 6B.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Vísað til sveitastjórnar til staðfestingar.

16.Sveinsstaðir - umsókn um byggingu sólstofu

Málsnúmer 202406108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20.júní 2024 þar sem Signý Dröfn Arnardóttir og Sigurður Heimisson sækja um leyfi til byggingar sólstofu við frístundahús á lóðinni Sveinsstöðum í Svarfaðardal.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi eru afstöðumyndir.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir landeigendum á Þverá og Steindyrum í Svarfaðardal.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

17.Goðabraut 3 - umsókn um stækkun húss

Málsnúmer 201801126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7.ágúst 2024 þar sem Sigurður Bjarnason sækir um stækkun húss á lóð nr. 3 við Goðabraut á Dalvík.
Fyrirhugað er að hækka þak um 1 m.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

Meðfylgjandi eru skuggavarpsmyndir.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að áformin verði grenndarkynnt skv. 1.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Hafnarbraut 2A, 2B, og 4 og Sognstúni 2 og 4. Forsenda fyrir grenndarkynningu er að samþykkis meðeigenda við Goðabraut 3 fyrir áformunum verði aflað og að sendar verði inn uppfærðar skuggavarpsmyndir.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

18.Bekkur Jóhanns Svarfdælings - færsla á Ráðhúslóð

Málsnúmer 202407048Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9.júlí 2024 þar sem Haukur Guðjónsson f.h. Eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um leyfi fyrir uppsetningu minnismerkis á lóð Ráðhúss Dalvíkur.
Í ljósi neikvæðrar umsagnar hússtjórnar Ráðhúss Dalvíkur hafnar skipulagsráð erindinu.
Skipulagsfulltrúa ásamt starfsmanni eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna minnismerkinu heppilega staðsetningu að fenginni tillögu frá menningarráði Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

19.Svarfaðarbraut 19-21 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 202408020Vakta málsnúmer

Lóð nr. 19-21 við Svarfaðarbraut var auglýst laus til úthlutunar frá 13.ágúst til 9.september 2024.
Fjórar umsóknir bárust.
Soffía Helgadóttir, Svanur B. Ottósson og Björn Friðþjófsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og drógu um lóðina í samræmi við úthlutunarreglur.
Lóðin féll í hlut Jörgens Valdimarssonar og verður úthlutað með fyrirvara um hæfi umsækjanda og samræmi við úthlutunarreglur.

Ef lóðarhafi fellur frá viðtöku lóðarinnar eru eftirtaldir aðilar næstir í röðinni:
2) Gunnlaugur Svansson
3) Leikandi ehf.
4) Tréverk ehf.


20.Svarfaðarbraut 23-25 - úthlutun lóðar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Lóð nr. 23-25 við Svarfaðarbraut var auglýst laus til úthlutunar frá 13.ágúst til 9.september 2024.
Fjórar umsóknir bárust.
Soffía Helgadóttir, Svanur B. Ottósson og Björn Friðþjófsson sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og drógu um lóðina í samræmi við úthlutunarreglur.
Lóðin féll í hlut Leikanda ehf. og verður úthlutað með fyrirvara um hæfi umsækjanda og samræmi við úthlutunarreglur.
Ef lóðarhafi fellur frá viðtöku lóðarinnar eru eftirtaldir aðilar næstir í röðinni:

2) Tréverk ehf.
3) Jörgen Valdimarsson
4) Gunnlaugur Svansson

21.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun

Málsnúmer 202301108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða í sveitarfélaginu.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 7.ágúst sl.
Lagt fram til umræðu.

22.Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Dalvíkurbyggð - endurskoðun 2024

Málsnúmer 202408005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 7.ágúst sl.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

23.Verkefni á fjárhagsáætlun - málaflokkur 09

Málsnúmer 202409035Vakta málsnúmer

Farið yfir verkefni á skipulagssviði í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

24.Staða skipulagsverkefna

Málsnúmer 202406126Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsverkefna sem eru í vinnslu og fyrirhuguð á vegum sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

25.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir með fullnaðarafgreiðslum erinda:
73.fundur dags. 28.júní 2024,
74.fundur dags. 8.júlí 2024,
75.fundur dags. 15.júlí 2024,
76.fundur dags. 9.ágúst 2024,
77.fundur dags. 19.ágúst 2024,
78.fundur dags. 2.september 2024.
Lagt fram til kynningar.

26.Aðalbraut 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 202409055Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9.september 2024 þar sem Friedrich Gothsche og Kornelia Hohenadler slkja um lóð nr. 10 við Aðalbraut á Árskógssandi.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir frekari upplýsingum um byggingaráform.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir formaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi